Fálkinn - 05.09.1962, Page 16
SMÁSAGA EFTIR GUY DE MAUPASSANT.
Haustsólin skein hlý á hlaðið yfir
stóru beykitrjánum. Kýrnar voru að
bíta úti á vellinum, og undir grasinu
var jörðin rök eftir rigningarskúr. Það
sökk í og vætlaði í hverju spori. Epla-
trén voru að sligast undir ávöxt-
unum, sem voru að hrynja einn og einn
og ljósi liturinn á þeim skar sig úr í
grængresinu.
Fjórar kvígur voru í tjóðri og hám-
uðu í sig, stundum bauluðu þær heim
að bænum. Hænsnin gáfu haugnum við
fjósdyrnar líf og lit. Þau spörkuðu og
gögguðu og voru á einlægum hlaupum,
en tveir hanar göluðu án afláts og
voru að leita að maðki handa hænsn-
unum og kölluðu á þær með snöggum
rokum.
Grindin var opnuð og inn kom maður,
sem gat verið um fertugt en leit út
eins og hann væri sextugur. Hann var
boginn og hrukkóttur og var langstíg-
ur en gekk þunglamalega og það bætti
ekki úr að hann var á tréskóm, sem
voru hálffullir af hálmi. Handleggirnir
voru úr hófi langir og hengu máttlausir.
Gulur hundur, sem var bundinn við
stórt perutré og átti sér tunnu fyrir
hundahús, fór að dingla rófunni, þegar
maðurinn kom heim að bænum. Svo
fór hann að gelta af kæti, og maðurinn
kallaði:
— Finot! Leggstu!
Hundurinn þagnaði.
Kona kom út úr bænum. Hún var
beinamikil, stór og flöt á skrokkinn og
í nærskorinni bómullartreyju og pilsi
sem var allt of grátt og náði henni
niður á miðjan legg. Hún var í bláum
sokkum og með tréskó eins og bóndinn.
Gulnuð hvít húfa skýldi fáeinum hár-
um, sem klíndust að höfðinu eins og
þau væru sleikt. Hún var brún og skin-
in í andlitinu og það var ljótt og munn-
urinn tannlaus, svipurinn grófur og
heimskulegur eins og oft má sjá á
bændaandlitum.
— Hvernig líður, spurði maðurinn.
— Presturinn sagði að stundin væri
komin, sagði konan. Hann lifir ekki af
nóttina.
Þau fóru bæði inn.
Þau fóru um eldhúsið inn í stofuna,
sem var lág og dimm, aðeins einn lítill
gluggi með rifinni normandí-sirsplötu
fyrir. Bitarnir í loftinu, sem voru svart-
ir af elli og reyk náðu enda á milli í
stofunni og báru uppi þunnt loft, en
uppi á því voru hópar af rottum á
hlaupum bæði dag og nótt.
Leirgólfið var óslétt og rakt eða fit-
ugt, innst í stofunni sá í eitthvað hvítt,
það var rúmið. Innan úr myrkrinu
heyrðist reglulegur andardráttur hryglu-
blandinn og ískrandi, eins og í bilandi
dælu. Þarna lá karlfauskurinn, faðir
konunnar, fyrir dauðanum.
Maðurinn og konan gengu að rúminu
og horfðu á hinn deyjandi mann, hæg-
lát, fast að því ánægð.
— Hann er að skilja við, sagði tengda-
sonurinn. — Hann lifir ekki einu sinni
nóttina af.
16 FÁLKINN
— Svona hefur hann legið og umlað
síðan um miðjan dag, sagði konan.
Svo þögðu þau. Faðirinn lá með aug-
un aftur, andlitið var eins og mold á
litinn og svo skrælnað, að það leit út
eins og timbur. Munnurinn var opinn
fyrir hörðum hikstandi andardrættin-
um, grátt baðmullaráklæðið lyftist og
seig við hvert andartak.
Þau þögðu lengi. Svo sagði tengda-
sonurinn:
— Það verða ekki önnur ráð, en láta
þetta enda af sjálfu sér. Það er ekkert
við því að gera. En það kemur sér illa
fyrir baunirnar. Nú er veðrið gott, við
verðum að tína baunirnar ekki á
morgun heldur hinn..
Konan varð hugsandi. Svo sagði hún:
— Hann er ekki dauður enn þá, svo
að það getur ekkert orðið úr jarðar-
förinni fyrr en á laugardaginn. Og þá
gæturðu komið baununum frá á
morgun.
Maðurinn hugsaði málið.
— Já, en á morgun verður einhver
að bjóða í erfisdrykkjuna. Það er fimm
til sex tíma verk að fara til allra frá
Trouville til Manetol.
Nú þurfti konan að hugsa aftur.
— Klukkan er ekki þrjú enn þá. Þú
gætir byrjað í kvöld og rakið bæina
Trouville-megin. Þú getur alltaf sagt,
að það sé úti um hann. Hann er ekki
svo beysinn að hann lifi til kvölds.
Hann sat um stund og yfirvegaði
kostina og afleiðingarnar.
— Jahá. Ég fer, sagði hann loks.
Hann var á leið út en kom til baka og
sagði með semingi:
— Úr því að þú hefur ekki annað
að gera gætirðu tínt eplin, sem þarf að
sjóða. Þú verður víst að innbaka fjórar
tylftir af eplum handa fólkinu sem kem-
ur í jarðarförina. Einhverja hressingu
verður það að fá. Þú getur kveikt upp
með kurlinu, sem liggur í vínpressunni
í vagnskýlinu. Það er skraufaþurrt.
Hann fór fram 1 eldhús og tók fram
sex punda brauð. Hann skar sér sneið
varlega og sópaði mylsnunni varlega í
lófann og hellti henni upp í sig svo að
ekkert skyldi fara til spillis. Svo tók
hann ofurlitla klínu af söltu smjöri á
hnífsoddinn úr brúnni leirkrukku,
smurði sneiðina og fór að éta — hægt.
Svo gekk hann aftur um hlaðið og
þaggaði niður í hundinum, sem fór
aftur að gelta. Svo fór hann áleiðis til
Trouville.
Konan tók til starfa þegar hann var
farinn. Hún opnaði mélkútinn og hnoð-
aði deigið sem hún ætlaði utanum inn-
bökuðu eplin. Hún hnoðaði lengi, sneri
deiginu og hafði endaskipti á því og
vafði það saman. Loks gerði hún úr
því stóra hvítgula kúlu, sem hún skildi
eftir á einu borðshorninu. Hún fór út
og týndi eplin og var svo hrædd um
að skemma tréð að hún notaði stiga.
Hún gætti þess vel að taka aðeins full-
þroskuð epli og lagði þau gætilega í
svuntuna sína.
Þá heyrði hún rödd neðan af vegin-
um.
— Góðan daginn, maddama Chicot.
Hún leit við. Þetta var nágranninn:
Asime Favot. Hann var oddviti hrepps-
nefndarinnar. Hann ætlaði að fara að
aka út haug og sat á mykjukerrunni
og dinglaði löppinni.
— Hvernig líður karlfauskinum, eí
það er þá nokkuð eftir af honum?
— Það er sama sem búið, kallaði
hún. — Jarðarförin verður á laugar-
daginn klukkan sjö, því að baununum
liggur á.
— Skiljanlega, svaraði nágranninn.
— Til hamingju með hauginn og líði
þér vel!
— Þökk fyrir — sömuleiðis.
Hún hélt áfram að tína eplin.
Þegar hún kom inn datt henni í hug,
að líta inn til föður síns því að nú hlaut
hann að vera dauður. En undir eins í
dyrunum heyrði hún sömu hrygluna,
og þá tók því ekki að fara inn að rúm-
inu, heldur fór hún að fást við eplin.
Hún vafði þunnu lagi af deigi utan
um þau og lagði þau kyrfilega í röð
meðfram borðbrúninni. Þegar hún hafði
gengið frá fjörutíu og átta, sem lágu í
fjórum röðum, tólf í hverri, fannst henni
réttast að fara að hugsa um kvöldmat-
inn og setja kartöflupottinn yfir. Hún
sá, að það var ekki þörf á að leggja í
bakaraofninn í dag, úr því að hún hafði
allan morgundaginn til að baka eplin.
Maðurinn kom aftur um fimmleytið.
undir eins og hann kom inn, spurði
hann:
— Er hann skilinn við?
— Ekki enn þá, svaraði hún. — Það
urgar í honum enn.
Þau fóru inn og litu á karlfauskinn.
Hann var alveg við það sama. Andar-