Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 17
drátturinn hás, en reglulegur eins og klukka. Hann hafði hvorki flýtt sér eða seinkað. Þetta endurtók sig sekúndu eftir sekúndu og hljóðið ofurlítið mis- munandi eftir því hvort hann andaði að sér eða frá. Tengdasonurinn horfði á hann. -— Hann er farinn áður en nokkur veit. Slokknar eins og kertaljós. Þau fóru fram í eldhús og fóru að eta án þess að mæla orð. Eftir súpuna fengu þau sér brauðsneið. Þegar þau höfðu þvegið diskana fóru þau inn í stofuna til hins deyjandi manns. Konan, sem hélt á ofurlitlum lampa sem ósaði, bar hann fram og til baka fyrir vitin á föður sínum. Ef hann hefði því. Þú þarft ekkert að óttast. Við fáum leyfi til að jarða hann á morgun samt, því að það var leyft þegar hann Bénhard gamli var jarðaður. Hann dó um háslátt- inn. Þetta var augljóst mál og hann sætti sig við það og fór út að vinna. Konan steikti fyrst eplin og svo vann hún morgunverkin. Klukkan tólf tórði karlfauskurinn enn. Fólkið sem hafði verið fengið til að hjálpa við að ná inn baununum, kom í hóp og skoðaði gamla manninn, sem ekki vildi láta undan. Allir sögðu eitthvað um málið og svo var farið út á baunaakurinn. Klukkan sex, þegar það kom inn ist þeim öll töfin, sem hann olli þeim. — Hvað á ég nú að gera, sagði tengdasonurinn. Hún vissi það ekki. — Þetta er skammarlegt, sveimér þá! sagði hún. Þau gátu ekki einu sinni sent afboð til gestanna, sem áttu að fara að koma von bráðar. Þeim kom saman um að láta þá koma og skýra fyrir þeim hvernig þetta héngi saman. Þeir fyrstu komu rétt fyrir klukkan sjö. Konurnar sem voru svartklæddar og með stóra slæðu um höfuðið, voru með sorgarsvip og gengu hægt. Karlarn- ir voru ekki alveg í essinu sínu í klæðis- jökkunum. Þeir gengu saman tveir og I LETTU STUMDU ekki andað, var ómögulegt að sjá annað en að maðurinn væri dauður. Hjónarúmið var í skoti í hinum enda stofunnar, innskot í veggnum. Þau hátt- uðu án þess að segja nokkuð orð. Slökktu ljósið og lögðu aftur augun. Og bráðum heyrðust rykkjóttar hrotur, dýpri frá honum og dálítið hærri frá henni. Þær runnu saman við sífellda hrygluna í manninum sem var að deyja. Rotturnar dönsuðu uppi á lofti. ★ Maðurinn vaknaði undir eins og fór að birta. Tengdafaðir hans var lifandi enn. Hann stjakaði við konunni, því að honum fór að verða órótt út af þessum þráa í karlfauskinum. — Phenie, hann er ekki dauður enn. Hvað eigum við að gera í þessu máli? Hann vissi að hún var stundum ráða- góð í vandræðum. — Hann lifir ekki daginn á enda, sagði hún. — Þér er óhætt að treysta aftur, dró gamli maðurinn andann enn. Nú var tengdasyninum öllum lokið. — Hvað finnst þér, að við eigum að gera, Phénie? Hún vissi heldur ekki hvað skyldi taka til bragðs. Þau fóru og töluðu við hreppstjórann. Hann lofaði að sjá gegnum fingur með þeim og gaf leyfi til að gamli maðurinn yrði grafinn á næsta degi eftir andlátið. Þau fóru til heilbrigðisfulltrúans og hann lofaði þeim að hann skyldi breyta dagsetning- unni á dánarvottorðinu. Hjónunum varð rórra og þau héldu heim. Þau háttuðu og sofnuðu eins og kvöld- ið áður og hroturnar í þeim og hryglan í gamla manninum héldu samsöng. Þegar þau vöknuðu um morguninn var hann ekki dauður enn. Þá greip skelfingin þau. Þau' stóðu við höfðalag föður síns og horfðu á hann, eins og hann ætlaði að gera þeim grikk, snúa á þau og koma þeim í vandræði af bölvun sinni. Mest gramd- tveir og voru að tala um kaup og sölur. Chicot og kona hans tóku á móti þeim óróleg og með æðrusvip og kveinuðu sáran. Þegar þau mættu fyrsta hópnum fóru þau bæði að gráta. Þau sögðu hvað fyrir hefði komið og frá allri þessari armæðu. Þau buðu gestunum að setjast og gengu á milli og afsökuðu sig. Sögðu að þetta mundu flestir hafa gert í þeirra sporum. Þau . samkjöftuðu ekki. Þau voru orðin svo málsskrafsmikil, að engir aðrir komust að. Þau fluttu sig úr einum stað í annan og sögðu: — Aldrei hefði mér getað dottið þetta í hug! Það er alveg óskiljanlegt, að hann skuli tóra svona lengi. Það gekk alveg fram af gestunum og þeir urðu dálítið hvumsa, eins og oft þegar brugðið er út af gamalli venju. Þeir voru í vafa um, hvað þeir ættu að gera og sátu þarna eða stóðu Framh. á bls. 28. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.