Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 20
SIGURLAUG BJÖRNSDÓTTIR — Hollara að vera undir handleiðslu kennara. Það er erfitt að ná í Sigurlaugu Björnsdóttur kennara í Hafnarfirði, en hún hefur kennt þar í St. Jósepsskóla um árabil. Hún svaraði spurningunni þannig: — Nei. Og skyldunámið finnst mér að megi ekki stytta. Það er erfitt að fá vinnu fyrir unglinga að vetri til við þeirra hæfi, enda held ég, að unglingum innan 15 ára aldurs sé hollara að vera undir handleiðslu kenn- ara en á ýmsum vinnustöðum. Að vísu eru margir nem- endur orðnir leiðir, einkum þeir sem eru ekki fyrir bók- námið, en þar ætti verknámið að geta bætt úr og er nauðsynlegt að hafa það sem fjölbreyttast. Einnig ber að athuga, að miðskólastigið sé í sambandi við barna- skólana, því að börn innan fermingar eiga tæplega samleið með unglingum í gagnfræðadeild. — Ég álít, að skólatímann í gagnfræðaskólum og æðri skólum beri alls ekki að lengja, því að sumarvinnan gerir mörgum kleift að stunda framhaldsnám á veturna, sem þau hefðu ekki efni á annars. Hvort lengja beri skólatímann ár hvert í barnaskólunum er því til að svara, að hafa þá kennslu ekki í sama formi og á veturna. Mörg börn dvelja á sveitaheimilum á sumrin og er það þeim bæði andleg og líkamleg heilsulind. En væri ekki hægt að breyta sveita- skólunum í vinnu- og sumarskóla fyrir kaupstaðarbörn, sem ekki eiga kost á dvöl á sveitaheimili? — Ef börn geta verið í umsjá móður sinnar eða annars uppalanda að skólatíma loknum, er það óþarfi að námið fari fram í skólanum að öllu leyti. En ef móðirin vinnur úti finnst mér barnið verða að njóta aðhlynningar í skólanum. Finnst mér brýn nauðsyn að hafa lesstofur í öllum barnaskólum og matstofur, þar sem börn einstæðra mæðra geta fengið máltíðir fyrir sanngjarnt verð. — Ég held, að heppilegast sé að barnaskólinn byrji klukkan hálf níu fyrir 10 ára börn og eldri, en kl. níu fyrir yngri börn. Síðan fái börnin matarhlé. Ég tel óæskilegt að vekja börnin mjög snemma á morgnana, því að víða er farið seint að hátta. Einnig er mjög óæskilegt að kenna í matartímanum milli tólf og eitt, því að þá er maturinn orðinn æði ólystugur, þegar börnin koma loks heim. ★ Helgi Tryggvason æfingakennari við kennaraskólann svaraði spurningu okkar á þessa leið: — Með því að þræða sauðagötu skræðufræðinnar verður skólaganga alltaf löng og leið. Þjóðfélagið gerir stöðugt meiri kröfur og til þess að vera hlutgengur, þarf kunnáttu. Meira vinnur vit en strit og halda þarf námfýs- inni við með réttum kennsluaðferðum. Hér á landi eru vetur langir og dimmir, við erum vorþyrst og viljumnjóta sumarsins. Þess vegna væri erfitt að auka innikennslu. í þess stað kæmi sumarvinna, námskeið á dvalarheimil- um, þar sem iðkun á ýmsu fer fram, sem eykur yndi og verður nemandanum til gagns. Skólinn er ekki ein- göngu bundinn við bækurnar. í skólamálum megum við ekki vera þröngsýn. — Margir eru þeirrar skoðunar, að börnin hafi of lítið að gera í barnaskólunum, en námið aukist um of, þegar komið er upp í unglingaskólann. Á nemandann séu lagðar allt of þungar byrðar á of löngum vinnudegi. Hér er bráðrar athugunar þörf. Það þarf að jafna kennslunni á aldursstigin. Umfram allt þarf námsefnið og bækurnar að vera við hæfi nemenda og þannig þarf að skilja við þá að kennslustund lokinni, að þeir séu fúsir til að nota tómstundir sínar til frekari náms. Tómstundum fer alltaf fjölgandi og svo mun verða áfram. Skólaár okkar er styttra en í mörgum Iönd- um en tvísetning styttir skólatíma á hverjum degi, því held ég að ekki verði komizt hjá heimavinnu, enda er hverjum nemanda hollt að vinna að einhverju leiti sjálf- stætt og ef nemandi les vel heima, er kennarinn miklu frjálsari í að verja tímanum í eitthvað annað, sem auðgar Þess vegna vil ég hafa heimavinnu og börnin vilja það. Hvað snertir tímann tel ég varasamt að byrja of snemma vegna þess að nú á dögum fara börn yfirleitt seint að HELGI TRYGGVASON — Meira vinnur vit en strit. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.