Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 23

Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 23
morgun, sagði hún ánægjulega. Hann roðnar af gleði. Hann klappar uxunum á herðakambinn og horfir brosandi á hana. Hún er há og beinvaxin. Ung og ítur kona í vorgolunni. Andlitið er smáleitt, augun möndullaga, en blá eins og heið- ríkjan, glóbjart hár er bundið saman í hnakkanum með stórum borða. Kilían situr og horfir á hana meðan hann borðar úr skálinni, sem hún hefur fært honum. — Kristín, segir hann allt í einu. — Hefur þú hugsað um það, sem ég minnt- ist á við þig um daginn? Hann heldur áfram að borða, en bíð- ur svars hennar. Hún lítur ekki til hans. — Þýðingarlaust að hugsa um það, Kilían, svarar hún, Kilían kinkar kolli áhyggjulaus. — Það finnst mér líka, Kristín. Ekki að brjóta heilann of mikið, heldur grípa tækifærið. Annan eins snilling og mig finnur þú ekki á hverjum degi. Hann heldur áfram að tyggja, meðan hann talar. Kristín brosir ósjálfrátt. — Þú ert vonlaus, Kilían, en þú veizt hvað ég á við. Og hvers vegna! Þau sitja drykklanga stund án þess að segja neitt. Kilían snæðir. Katrín krotar með grein í moldina, lárétt og lóðrétt strik, sem verða að bókstöfum, nafnið: MARTEINN. Kilían virðir hana fyrir sér og hristir höfuðið. — Eins og grafletur, segir hann. Kristín hrekkur við. Svipur hennar lykst aftur. — Fimm ár! Og hve lengi ætlar þú að halda áfram að bíða? spyr Kilían. — Og hve gömul varstu þá? Sextán ára! Ertu sama enn í dag? Og Marteinn sá sami .... ef hann er þá á lífi? Kristín hlustar ekki á hann. Hún starir upp að skógarjaðrinum, en þar kemur í ljós maður, sem styðst við gild- an göngustaf. Kilían lítur í sömu átt. Hann bítur á vörina þétt. Allt í einu stekkur Kristín á fætur. Marteinn! hvíslar hún. — Það er Marteinn! Hún stendur snöggvast kyr og starir, eins og hún þori ekki að trúa sínum eigin augum. Svo hleypur hún allt í einu af stað í áttina til mannsins. — Marteinn! kallar hún. — Marteinn! Ókunni maðurinn hefur numið staðar við fyrsta hróp hennar, og styður sig við girðingu í skógarjaðrinum. Hann hefur viljað koma mér á óvart! verður Kristínu hugsað. Því aðeins hef- ur hann ekki skrifað. Hún ætlar að kalla á ný, en röddin bregzt henni. Marteinn! Marteinn! Hún hleypur .... og það er eins og hún sé að hlaupa yfir þau ömurlegu ár, sem liðin eru. Skyndilega nemur hún staðar. Lófar hennar lokast yfir ópið, sem er að brjót- ast fram af vörum hennar. Hún reikar og fálmar fram fyrir sig í leit að stuðn- ingi. Hún sér gegnum móðu, að maður- inn kemur nær, andlit hans vex út úr þokunni, framandi andlit. Hún riðar til og er öngviti nær. Hljómar frá kirkjuklukkunni þrengja sér með hægð inní vitund hennar. Hún hlustar í myrkrinu sem lokast um sál hennar. Það er eins og golan sem þýtur í furutrjánum, andi mjúklega á hana. En svo finnur hún, að það er andar- dráttur mannlegrar veru. Og hún finn- ur, að tekið er utan um hana, sterkum og öruggum armi. Allt í einu man hún hvað hefur gerzt og réttir sig snögglega upp. Hún horfir inní tvö augu, grágræn og grafkyrr augu. Þau eru eins og yfirborð á lygnu skógarvatni, djúp og órannsak- anleg. Kristín verður að víkja sér undan þessum augum. Hún snýr sér á hæli og losar sig við handlegginn sem hefur stutt hana. — Þér verðið að afsaka, stamar hún og finnur að blóðið þýtur fram í kinn- ar henni. — Ég hélt þér væruð .... ég villtist á yður og... Hún horfir á hinn ókunna mann. Hver er hann? Flakkari? Föt hans eru rykug og rifin. Skórnir eins og þeir séu mörgum númerum of stórir. Það er kalt í veðri og þó er hann aðeins klæddur blástykkjóttri treyju. Ekkert höfuðfat, engir vettlingar. En svo verður henni litið á hendur hans. Þær eru rifnar og óhreinar, en lóf- arnir eru sléttir. Þetta eru ekki hendur flakkara. Maðurinn lítur af henni og horfir út yfir akrana. Það bregður fyrir vonleysi hins veika dýrs í augum hans. Hann er FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.