Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 24

Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 24
fölur og tærður. Þunnar og blóðlausar varir. Katrín knýr sig til að halda áfram. — Ég hélt .... þegar ég sá yður á- lengdar, að þér væruð .... þér voruð svo líkur unnusta mínum. Hún þagnar aftur. Tárin komu fram í augum hennar, en hún vildi ekki fara að gráta. — Eruð þér svangur? stamar hún enn. Hann hristir höfuðið, en hún les í rúnum ristu andliti hans, að maðurinn er hungraður. — Kilían hefur kannski leyft ein- hverju, segir hún. Maðurinn hrekkur við, þegar hún leggur höndina á öxl hans til að fara með hann þangað sem Kilían hafði set- ið að snæðingi. LIILA SAGAN: UNDRAVERÐUR ÁRANGUR Yfirmaður starfsfólksins, Filtenstein, fékk sér stóran reyk úr vindlinum hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti ungu stúlkuna, sem stóð fyrir framan hann, vel fyrir sér. — Svo þér viljið verða afgreiðslu- stúlka í kjóladeild okkar, ungfrú Berg- lund, sagði hann. — Já, sagði ungfrúin og kinkaði kolli, — en það þarf alls ekki að vera í kjóla- deildinni, ég hefi líka reynslu í snyrti vörudeild og barnafatadeild, og öðrum dömuvörum en kjólum. Filtenstein bauð henni sígarettu. — Nú skuluð þér heyra, ungfrú Berg- lund, — eins og þér ef til vill vitið, ráð- um við mörg hundruð manns á ári hverju í vinnu, og látum hvern mann, bæði þá sem voru fyrir og þá, sem ráða skal, reyna við próf, sálfræðilegt próf, áður en við tökum ákvörðun um, hvort ráða eigi viðkomandi mann og hvar hann — kemur að mestu gagni. Hafið þér nokkuð á móti því að reyna við slíkt próf, ungfrú Berglund? — Já, en ég hef verið afgreisðslu- stúlka í dömubúð og því líku og ég veit að það á bezt við mig. Filtenstein þaggaði niður í henni. — Segið þetta ekki. Sálfræðipróf okk- ar hefur borið undraverðan árangur. Ég minnist þess, að mjög ung stúlka 24 FÁLKINN Kilían er kominn aftur til uxanna. Hann stendur hjá eykinu, eins og hann sé aftur að byrja vinnu. Vindlingurinn hangir út úr öðru munnviki hans. Matarskálin er tóm. Kristín lítur vandræðalega til ókunna mannsins, en hann horfir á bláleitan tóbaksreykinn er hringar sig um höfuð Kilíans. Hann vætir varirnar með tungunni. — Það gerir ekkert til, segir hann. — En .... eigið þér vindling? Kilían lítur spyrjandi til Kristínar. Hún hneigir höfuð til samþykkis. — Hvaðan komið þér? spyr Kilían meðan hann kveikir í fyrir manninn. Ókunni maðurinn svarar ekki. Hann reykir, eins og tóbaksneyzlan seðji hungur hans. — Komið þér að austan? Ekkert svar. — Eða frá Tékkóslóvakíu? spyr Kristín. Maðurinn gerir hreyfingu með hönd- inni, sem gæti þýtt jákvætt svar. — Úr fangabúðum? Hann heldur bara áfram að reykja. sótti eftir stöðu sem lyftuvörður. Ég lét hana ganga undir prófið okkar og það kom í ljós, að það hefði verið hreinn glæpur að láta hana verða lyftuvörð. Hún hafði vit í kollinum, skiljið þér. Núna er hún einkaritari minn. Hún er sú bezta, sem ég hef haft. Ég get nefnt annað dæmi. Náungi einn sótti um árs- tíðabundna vinnu hér. Hann vildi verða jólasveinn í búðinni um jólaleytið. Hann gekk undir prófið og það kom í ljós, að hann hafði alveg geysilega sölumanns- hæfileika. Nú er hann verzlunarstjóri í herradeildinni og hefur sín 200 þúsund á ári. Hvað haldið þér að hann hefði fengið, ef hann hefði orðið jólasveinn? —• Nú, en ef ég geng undir próf og það kemur í ljós, að ég er bezt til þess fallin að vera lyftuvörður, eða skúr- ingakona. Hvað þá? Filtenstein yppti öxlum. — Það væri sorglegt slys, ungfrú Framh. á bls. 30. — Látinn laus? Eða á flótta? — Á flótta, svarar ókunni maðurinn stuttlega. Hann blæs reyknum frá sér í hringjum. Hendurnar eru hættar að titra. — Eigið þér heima langt í burtu? spyr Kristín — Langt burtu? endurtekur maður- inn eins og hann sé að spyrja sjálfan sig. Hann lítur út yfir akurinn. — En hvert ætlið þér þá eiginlega að fara? Kristín spyr ekki af forvitni, heldur miklu fremur af mannlegri samúð. Ókunni maðurinn lítur í kringum sig og brosir beisklega. — Hvert? Já, hvert þá? Það er svo sem nokkurnveginn sama. Kristín leggur höndina á handlegg hans. — Ég ætlaði ekki að særa yður með spurningum mínum, segir hún lágt. Maðurinn kyngir og heldur áfram að reykja þegjandi. — Er erfitt að fá vinnu? Maðurinn ypptir öxlum. — Hver skyldi vilja taka mann eins og mig í vinnu? segir hann. — Skilríkjalausan mann. — En það eru þó engir nú orðið, sem leggja nein ósköp upp úr skilríkjum,, segir Kristín áköf. — Að minnsta kosti ekki hjá okkur, þar sem alltaf er hægt að bæta við aukamanni. — Hafið þér annars nokkuð reynt til þess? spyr Kilían og lítur ögrandi á hendur aðkomumanns. Hann þegir. Hefur nú sezt á trjábol og andvarpar, uppgefinn og vonlaus. — Langar yður til að ná í atvinnu? spyr Kristín og tekur allt í einu eftir því að í rödd hennar er ákafi, sem hún skil- ur ekki sjálf hvernig stendur á.— Komið þá með mér heim. Faðir minn gefur yður áreiðanlega eitthvað að borða og tekur yður kannski í vinnu. Hann lítur allra snöggvast á hana. — Ég verð að halda áfram, segir hann og hristir höfuðið. — Ég verð að halda á- fram. — Svo þér viljið þá ekki vinna, segir Kilían og tekur aftur til við fyrra starf sitt. — Hvað heitið þér annars? spyr Krist- ín þegar þau eru orðin tvö ein. Aðkomumaður lítur snöggt á hana. Svo snýr hann sér frá henni og horfir niður fyrir fætur sér. Enni hans, hátt og hvelft undir hrokknu, brúnu hári verður þakið djúpum hrukkum, eins og hann berjist af alefli við að hugsa sig um. Líkt og hugsanir hans reyni að elta eitthvað uppi, sem ómögulegt sé að ná. — Hvað ég heiti? hefur hann upp eftir henni. Hvernig getur maður þurft að hugsa sig svo lengi um, til að muna nafn sitt? Aðomumaður lítur aftur og fram yfir umhverfið, eins og til að finna svar við spurningunni. Hann dregur nokkur strik í moldina með göngustaf sínum, og allt í einu kemur svarið. Framh. á bls. 34

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.