Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Page 27

Fálkinn - 05.09.1962, Page 27
réttir úr egfljum og Tómatar fylltir með osti: Veljið jafna, fallega rauða tómata. Skerið lok af þeim, þar sem stilkurinn hefur setið. Fjarlægið kjarnana, en látið skilrúmin halda sér. Leggið tómata á hvolf, svo að renni úr þeim. Hrærið smurost út með rjóma, svo að hann líkist þykku smyrsli. Kryddið hann með sellerisalti og pipar. Stráið dálitlu salti og pipar innan í tómatana og fyllið þá síðan með ostinum. Fallegt. er að gera það með sprautu- poka. Berið tómatana fram til kvöldmatar með smjörsteiktum rúgbrauðs- eða hveitibrauðssneiðum og agúrkusneiðum. Skreytið fatið með steinselju. Á mynd- inni er notaður dill. Hrá eggjarauða í tómat: Skerið lok af tómötum, sem þurfa að vera það stórir, að þeir geti rúmað heila eggjarauðu. Holið tómatana út að hálfu, stráið salti og pipar innan í þá og hvolfið þeim síðan. Látið með gát eina eggjarauðu ofan í hvern tómat, búið til krans úr fínt skornum graslauk kringum eggið. Ber- ið tómatinn fram á smurðri rúgbrauðs- sneið í hreiðri af niðurklipptum salat- blöðum. Egg í sinnepsmajones: Sjóðið eggin í 6—7 mínútur, alls ekki lengur, því að rauðurnar mega ekki verða of harðsoðnar. Takið skurnina utan af eggjunum og setjið þau í litlar skálar. Hyljið eggin með majones, sem krydduð hefur verið með salti, pipar, ediki og það miklu af sinnepi, að það bragð sé ríkjndi. Skreytið með kaperskornum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.