Fálkinn - 05.09.1962, Síða 30
saman varirnar. Síðan varð andlitið al-
varlegt, næstum eins og skorið í tré,
þótt augun lýstu enn niðurbældri
gremju. — Tony er alls ekki svo slæm-
ur, sagði hún letilega. — Þér eruð
miklu verri.
— Þér megið aldrei sjá hann framar,
heyrið þér það? Þér verðið að forðast
Tony.
— Ég geri nákvæmlega það, sem
mér sýnist.
— Já, en þér verðið að lofa því.
Hún tók að hörfa frá honum. Hann
greip í handlegg hennar og hélt henni
fastri, þar til hún tók að streitast á móti,
sparkaði í sköfnunginn á honum og
barði hann miskunnarlaust með kreppt-
um hnefum, eins og hún hataði hann
meira en nokkuð annað í þessum heimi.
— Þér vogið yður ekki að snerta mig,
endurtók hún í sífellu. Hann snéri upp
á handlegg hennar: — Þér verðið að
lofa að forðast Tony! Hann fann, að hún
var hætt að streitast á m’óti. Andlit
hennar var hvítt, augun lukt, og allur
iíkami hennar hristist í hljóðum ekka.
— Leyfið mér að setjast, Ben, sagði
hún.
—- Ég ætlaði ekki að meiða yður.
Hún settist örmagna á lítinn legu-
bekk og hélt gamla sloppnum þétt að
sér. Ben sat vandræðalegur við hliðina
á henni og lagði handlegginn um öxlina
á henni. Skyndilega vissi hann, að hann
varð að kyssa hana. f fyrsta sinn þetta
kvöld var hann ánægður með sjálfan
sig, ánægður með hugsunina um, að
hann átti aðeins eina ósk: að elska
hana; þetta var einungis eðlilegur þátt-
ur í þeirri tilfinningu, sem hafði gagn-
tekið hann, þegar hann horfði á eftir
henni ofan úr glugganum.
í þjÓllBlstll . . .
Framhald af bls. 10.
mannsins, því að hann bjargar því, sem
sýnilegar hendur geta ekki bjargað.
— Þið boðið ykkar fagra erindi á
mjög hljóðlátan hátt?
Ólafur Tryggvason: Ég hef ekki trú
á því að berja málefni fram með ofsa.
Bylting er ávallt neikvæð. Tilgangurinn
helgar aldrei meðalið, hversu góður sem
hann annars er, vegna þess að lífið er
eilíft og hver athöfn er innlegg til lífs
eða hels, ljóss eða myrkurs.
Við slitum talinu og gengum fram í
stofu, þar sem húsráðandi sat ásamt
nokkrum vinum sínum. Þarna var hlýtt
og notalegt, eldur logaði á arni og menn
ræddust við. Dr. Kristján Eldjárn, sem
nýkominn var frá Nýfundnalandi, sat
næstur glugganum. Hann spurði Ólaf
Baldursson hvort hann sæi nokkuð með
sér. Ólafur svaraði um hæl, að með hon-
um væru tveir menn, sem væru mjög
óvenjulega klæddir. Annar væri mikið
fatlaður, en hinn myndarlegur maður
í skartklæðum.
Við urðum samferða út. Gestirnir
kvöddu þá nafna og húsráðanda. Þeir
Ólafur Tryggvason og Ólafur Baldurs-
son voru senn á förum norður, þaðan
sem þeir komu nokkrum dögum áður
til þess að lækna sjúka og hugga sorg-
mædda, sannir fulltrúar ogboðberarhins
góða í þessum heimi.
Sv. S.
Eruð þlr áskrifandi að Fálkanum?
n b □ oa
Ef svo er ekki þá er sínanúnerið
1221o og þér fáið blaðið sent
um hæ-1.
LITLA SAGAN
Framhald af bls. 24.
Berglund. En reynið að líta á málið frá
okkar sjónarmiði. Við höfum ekki efni
á því að hafa afgreiðslustúlku í kjóla-
deildinni, ef hún hefur ekki hæfileika
til þess og er ekki starfi sínu vaxin.
Við verðum að vera vissir um, að vinnu-
kraftarnir séu 100% virkir .... og þá
vissu fáum við með sálfræðiprófinu.
Hvernig er svo þetta próf?
■—- Það er að mestu fólgið í því,
hvernig menn bregðast við ýmsu og
hve greindir og hugmyndaríkir þeir
eru. Þetta er hið svokallaða Gitzbaum-
kerfi, sem nú er notað um allan heim
.... og er trygging yðar fyrir því, að
þér komizt á rétta hillu í lífinu, ungfrú
Berglund.
— Hafið þér sjálfur gengið undir
þetta próf, herra Filtenstein?
— Já, hvers vegna ekki? Má ég trúa
yður fyrir leyndarmáli? Þegar ég kom
hérna í fyrsta skipti, var ég bara venju-
legur gluggahreinsunarmaður. Þáver-
andi aðalforstjóri stórverzlunar, herra
Gitzbaum, hafði einmitt lokið við kerfið,
sem dregur nafn af honum, og var
ákafur í að reyna það. Ég hékk fyrir ut-
an gluggann og pússaði, og hann veif-
aði í mig um að koma innfyrir. Einni
klukkustund seinna hafði ég lokið próf-
inu .... árangurinn varð stórkostleg-
ur. Ég var á stundinni ráðinn sem yfir-
maður starfsfólks. Seinna þegar prófið
fór að verða alls ráðandi hér í fyrirtæk-
inu, fékk ég tækifæri til þess að láta
Gitzbaum forstjóra ganga undir það ....
og ....
Það var bankað hæversklega á dyrn-
ar.
— Kom inn.
Gamall sköllóttur maður með kúst
kom inn. Hann var klæddur í bláan
vinnugalla. Hann tæmdi öskubakkann
og pappírskörfuna. Hann leit rannsak-
andi til vindilstúfsins, sem Filtenstein
hafði lagt frá sér á marmara bréfapress-
una.
— Má ég fjarlægja hann, herra Filt-
enstein?
Yfirmaður starfsfólksins kinkaði vin-
gjarnlega til hans kolli og sagði:
— Gerðu svo vel, Gitzbaum.
30 fXlkinn