Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Page 31

Fálkinn - 05.09.1962, Page 31
Jf dagAÍhA CHH KLIPPING OG RAKSTUR Mér er ekki eins illa við nokkurn hlut og að fara á rakarastofu. Ég vil helzt halda mínu hári en ekki láta rýja mig eins og hvern annan sauð, enda þótt konan mín vilji halda því fram, að ég sé af því kyni. En blessuð konan hefur aldrei verið í sveit og veit ekki hvað sauður er. Ef svo væri, hefði hún aldrei lagzt með mér í blessaða hjónasængina. Konan mín teymdi mig nú samt ekki á rakarastofuna. Ég dratt- aðist þangað lafhræddur einn daginn eftir skrifstofutíma. Ég opnaði hurðina á stofunni og gægðist inn. — Veskú, sagði rakarinn og mundaði rakhnífinn. Það er örlítil bið. Ég leit inn. Stofan var full af konum, sem biðu með sína krakka. — Það er alveg óhætt að stíga inn fyrir, sagði rakarinn. Blessuð börnin bíta þig ekki. Á sama augnabliki var rafmagns- skærunum kippt úr sambandi. Rakarinn rak upp óp. Lítill, ljóshærður snáði beit hann í fingur. — Sýndu nú, Nonni minn, hvað þú getur verið góður, sagði kona, sem stóð við hliðina á stólnum. Biddu nú rakar- ann fyrirgefningar. Þá tók strákur heljarmikinn stamp af rakspíra og opnaði hann, reis upp í stólnum og hvolfdi því yfir móður sína. — Hann er vel uppalinn sé ég, sagði rakarinn. — Eruð þér að draga dár að honum Nonna mínum, sem ég hef, ég einstæð- ingsmóðir hef alið upp með súrum svita, allt frá því ég átti hann hérna um árið. — Nei, nei, frú, sagði rakarinn auð- mjúkur, ég var einmitt að dást að því hve drengurinn virti uppeldið mikils. Þegar drengurinn var búinn að fá nóg af ólátunum, settist hann rólegur niður í stólinn og sagðist vilja rakstur. Rakarinn hlýddi þessu ekki en hélt áfram að klippa drenginn. Móðir hans undi sér hið bezta og las í blöðum. Ég sá að hún las Fálkann upp til agna. Þegar hún leit upp, var rakarinn búinn að snoða drenginn. Konan æpti yfir sig: — Gvöð, hjálpi mér, eruð þér búnir að snoða hann Nonna minn. — Já, sagði rakarinn. Það er venja mín að gjalda tönn fyrir tönn og auga fyrir auga. — Húrra, húrra, mamma, sagði Nonni litli, nú er ég eins og bófi frá Sing, Sing. Aumingja konan sagði ekkert fleira, en borgaði það, sem upp var sett og fór út hið bráðasta. — Næsti, veskú, kallaði rakarinn. Lítill naggur stóð upp. Hann var litlu hærri en tólf ára strákur en samt orðinn nauðasköllóttur. — Já, sagði hann. Ég ætlaði bara að biðja yður að snyrta svolítið kragann. — Ég sé engan kraga, sagði rakarinn afsakandi. — Nú, svo að hann er farinn líka. Ég hef sennilega ekkert tekið eftir því. Ég var sko að koma af síldinni og strákarnir á bátnum sögðu að ég gæti alls ekki látið sjá mig í bænum, nema ég léti klippa mig. Veslings maðurinn gekk út að svo búnu. — Næsti, kallaði rakarinn. Það var ég. Ég steig upp. Gekk hæg- um en öruggum skrefum í áttina að stólnum og settist. — Rakstur eða klippingu? spurði rakarinn. — Hvorttveggja, sagði ég. Hann hófst handa og masaði þessi lifandis ósköp. Hann talaði um það, hvað börn væru illa uppalin nú á dögum. Hvað þeir græddu mikið fyrir norðan á síldinni og hve mikill ólifnaður fylgdi í kjölfar peninganna. Það bættust sí- fellt fleiri og fleiri gestir við á stofuna, en ég sat hinn rólegasti og las danskt blað. Ég veitti því enga athygli, að rakarinn hafði fyrir löngu lokið við þá aðgerð, sem hann átti að fremja á mér. Ég var á kafi í frásögn um hvernig karlmenn ættu helzt að leggja snörur sínar fyrir kvenfólk. Allt í einu heyrði ég skæra rödd segja við rakarann minn: — Er það ekki farið að þynnast á honum? — O, jú. Því ber ekki að neita, svar- aði rakarinn. — Það er komið svolítið hreiður! Þá tísti í frú Dögun Anns. Hún var komin til að sækja mig. Dagur Anns. FALKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.