Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 36

Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 36
□TTD — BARDAGINN UM ARNARKASTALA COf KAATIM TOONOa tTUOO-S 1 langan tíma var mjög tvísýnt um, hver sigraði. Báðir litu ekki af hvorum öðrum. Ottó hafði tekið eftir því að Fáfnir átti stundum í erfiðleikum með að stjórna hesti sinum. Skepnan fór ekki alltaf eftir skipunum hans. Þetta var veiki punkturinn í vörn Fáfnis. Aftur hófst návígið. Ottó hleypti hesti sínum af stað. En í staðinn fyrir að stefna upp að Fáfni, hleypti hann framhjá honum. Fáfnir tók í tauminn og reyndi að snúa hest- inum, svo að Ottó kæmist ekki upp að þeirri hiið, sem hann var óvopnaður. En hann gat ekki snúið hestinum nógu fljótt. Ottó notaði þetta tækifæri til hins ýtrasta. Það söng í sverði Ottós. Fáfnir rak upp öskur og greip um særðan handlegginn. Sverðið rann úr greip hans. Ottó stöðvaði árásina og beið eftir því að óvinurinn tæki upp vopnið. En Fáfnir hafði þegar fengið nóg. Hann sparn hælunum í hestinn og lagði á flótta. Ottó var ákveðinn í því að láta hann ekki sleppa og hóf eftirför. En nú kom hinn dularfulli reiðmaður út úr skóginum og hleypti hesti sínum í veg fyrir Ottó. Ottó beið ekki eftir því að sjá hver þessi reiðmaður væri heldur stefndi með fullum hraða á hann. Hann klauf skjöld hans í tvennt með einu höggi og annað högg þeytti sverði andstæðings- ins burtu. Augnabliki síðar horfði Ottó agndofa á andlit óvinar- ins. Það var ekki karlmaður. Það var stúlka, Rut. Hann tók eftir þvi hve augu hennar voru full af hatri. Stúlkan sneri hestinum og reið á brott. Þegar hún hafði farið svolitinn spöl, leit hún til baka. Svo var að sjá að svipur hennar hafði breytzt. Ottó þóttist sjá, að hún gréti. ,,Rut“, kallaði hann. En hún leit ekki aftur við og hélt inn í skóginn á eftir bróður sínum... Ottó stöðvaði hest sinn og horfði á eftir Rut, þar sem hún hvarf inn í skóginn. Þetta breytti gjörsamlega áætlun hans um eftir- förina. Hvers vegna fannst honum, að hann gerði stúlkunni alltaf eitthvað rangt til í hvert skipti, sem þau höfðu hitt hvort annað? Ég hef tapað þessum bardaga, hugsaði hann. En þá heyrði hann allt í einu hávær köll að baki sér. Hann leit í kring- um sig og sá þá Lamba og Stefán koma ríðandi í áttina til sín. 36 FÁLKINN „Náðirðu Fáfni?“ spurði Lambi. Ottó hristi höfuðið. „Hann slapp“. „Eigum við að fara á eftir honum?“ spurði Stefán víg- hreifur að vanda. En Ottó yppti öxlum: „Það er gagnslaust", sagði hann. „Hann fékk sín laun“. Fundur hans og Rutar hafði gjörsamlega svift hann sigurgleðinni. Hann reið heim til kastal- ans í þungu og döpru skapi og hlustaði varla á glaðvært mas félaga sinna tveggja.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.