Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 37

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 37
Það var tekið á móti Ottó með pompi og pragt, þegar hann kom til kastalans. „Komið þér, Ottó“, sagði Lambi. „Lávarður- inn þráir að fagna þér.“ Ottó var umsetinn og hermennirnir báru hann á höndum sér til Klængs lávarðar af Arnarkastala. „Sonur minn“, hóf hinn gamli lávarður mál sitt, “vegna hugrekkis þins og dugnaðar er Arnarkastali enn í okkar eign. Við höfum farið með sigur af hólmi yfir óvinum okkar. Þetta er gleði- dagur“. Ottó hlustaði þegjandi á. „Af hverju segirðu ekkert, Ottó?“ spurði faðir hans. „Er eitthvað að? Vertu glaður. Við höfum sigrað“. „Viltu lofa mér að vera einum augnablik," svaraði Ottó. „Ég veit ekki hvað amar að mér“. Hann gekk í áttina til brjóstvirkisins. Hann horfði döprum augum á lands- lagið fyrir framan hann. Hugsanir hans snerust um Rut,... bandamann hans og óvin í senn. Mundi hann nokkurn tíma sjá hana aftur? SÖGULOK. PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI „Það er skylda mín“, hélt lögfræðingurinn áfram, „að fá fórseta hinna sameinuðu landkönnuða erfðaféð, en honum er frjálst að gera hvað sem er við það.“ Panda og Aloysius frændi gátu ekki leynt vonbrigðum sín- um. Landkönnuðurinn einn var rólegur. Hann kinkaði kolli eins og hann væri fullkomlega ánægður með þessa lausn. „Ég er glaður yfir því, að þetta skuli fara á þennan veg“, sagði lögmaðurinn. „Nú er það skylda mín, að finna formann félags hinna sameinuðu landkönnuða. Meðal annara orða, þar sem þér eruð landkönnuður, getið þér þá ekki bent mér á formann- inn.“ „Vissulega“, svaraði landkönnuðurinn rólegur, „Þér þurfið ekki að leita langt. Ég er formaður félags- ins.“ Panda og landkönnuðurinn komu hlaðnir byrðum að gífurlega hárri byggingu. Það voru aðalstöðvar land- könnuðafélagsins. Dyravörðurinn heilsaði kurteislega. „Gaman að sjá yður aftur, herra formaður“, sagði hann. „Nokkrar skipanir?“ „Sendið út fundarboð til allra félagsmanna“, skipaði landkönnuðurinn. „Það á að verða sérstakur fundur strax“. Svolitlum tíma síðar sagði landkönnuðurinn fundarmönnum frá ævin- týrum sínum. Og þegar hann tilkynnti, að erfðafé frænda hans rynni í fjárhirzlur félagsins, fóru félag- arnir að syngja. Þeir sungu hárri raust: „Kátir voru karlar“. „Félagar," sagði landkönnuðurinn að lokum, um leið og hann tók útt þykkan seðlabunka úr kass- anum, „ég vildi aðeins leita samþykkis ykkar á því að veita þessum dygga og hjálpsama aðstoðarmanni mínum örlítinn þakklætisvott“. Tillagan var samþykkt einróma með lófaklappi. SÖGULOK. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.