Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 38

Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 38
• Barnið á götunni. FÁLKINN tekur til meðferðar mál, sem varðar alla foreldra. í greininni er rætt um kæruleysi þeirra foreldra, sem láta börn sín leika sér á götunni, um ófullkomin tæki á leikvöllum borgarinnar og sitthvað fleira. FÁLKINN \ I NÆSTU VIKU • Jarðgöngin undir múrinn. Erlendur Haraldsson blaðamaður skrifar fyrir FÁLKANN frá Berlín. Að þessu sinni heimsækir hann stærsta kvikmyndaver í Berlín og er viðstaddur upptöku á nýrri mynd um Berlínarmúrinn. • Einu sinni kom höfuð af manni... Jökull Jakobsson skrifar fyrir FÁLKANN frá París. Hann heimsækir listmálarann Ferro, þar sem hann býr í Latínuhverfinu. Greininni fylgja skemmtilegar myndir, sem Ferro hefur telíið út um gluggann á herbergi sínu. Þær gefa góða mynd af hinu fjölskrúðuga götulífi í París. • Tvær smásögur og þriðji hluti hinnar nýju framhaldssögu eftir Hans Eric Horster, höfund Gabrielu. • Tvær nýjungar hófust í þessu blaði og vildum við vekja athygli lesenda á þeim: FÁLKINN kynnir væntanlegar kvikmyndir heitir nýr þáttur, sem birtist í hverju blaði. Vísnakeppni Fálkans er á blaðsíðu 5 í hverju blaði. Þar geta þeir sem hagmæltir eru botnað fyrriparta um margvísleg efni og unnið til bókaverðlauna. DIESELVELAR 3 TIL 2000 HÖ œp hundrað ára ^'reynsla í smíði ^mótorvéla tryggir qœði DEUTZ diesel- vélanna. Umboðsmenn: H.F. HAIUAR, Reykjavík HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Sam Eisenberg, slátrari í Detroit, er stundum utan við sig. Nýlega fékk hann manni, sem bað um niðurskorið flesk, böggul með peningum í, sem hann hafði verzlað fyrir um daginn. Hann uppgötv- aði þetta ekki fyrr en hann kom í bankann og ætlaði að fara að leggja flesksneiðarnar inn á hlaupareikning sinn. En áleggskaupandanum þótti áleggið hart undir tönn og skilaði því aftur. Það voru 197 dollarar. ★ í Tennessee í Bandaríkjunum giftist 17 ára gamall piltur, Clarence Houck, 45 ára konu, Ann Statum, sem er ekkja. Hún á sex börn, sem öll eru eldri en brúðgumi hennar, og amma er hún orðin fyrir löngu! ★ Hjón í New York, sem misstu einka- son sinn í Kóreustríðinu, sneru sér til yfirvaldanna í Vínarborg, og báðu um að fá barn þaðan, sem þau gætu tekið sem kjörbarn. Þau fengu það, og barnið reyndist vera barn sonar þeirra, sem hann hafði átt, er hann var í hernáms- liðinu í Austurríki! 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.