Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 6
lUTHANDAR ILENTUR Rithönd yðar bendir til, að þér séuð glaðlynd ung og skemmtileg stúlka, þ. e. s. a. þegar skapbrigði yðar leika ekki á veikum þræði. Þér getið skipt snögglega skapi og orðið mjög reið, og þ ó þér séuð ekki langrækin getið þér verið nokkurn tíma að jafna yður eftir að þér hafið gefið skapsmunum yðar lausan tauminn Þér getið verið afar hreinskilin og segið oft yðar mein- ingu hispurslaust og gæti ég trúað því að það hefði ekki alltaf komið sér vel fyrir yður. Þér hafið gaman að mikilli tilbreytingu og eigið vont með að una yður mikið við það sama, það held ég að valdi yður nokkurri taugaspennu og eirðarleysi. Um þessar mundir virðist liggja yfir yður einhvers konar 1 unglyndi sem mér sýnist vera af áhyggjum eða hjartasorg. Ég mundi ráðleggja yður að nota aðrar aðferðir til að litta af yður, heldur en þér hafið gert undanfarið. UcJ tfl méJuA/vr* /jTUToÁ Framtíðin virðist vera nokkuð tvísýn, og er undir yður sjálfri komin hvora leiðina þér takið, en þér megið búast við nokkrum erfiðleikum næstu 1—2 árin, sem gæti stafað af andlegu álagi eða veikindum. En þér skuluð ekki kvíða neinu, því þér hafið sterkan mann á bak við yður, sem vill yður vel og á hann eftir að veita yður meiri og betri aðstöðu en yður órar fyrir í dag. En fyrir alla muni, haldið glað- lyndi yðar, því manneskjur með langvarándi fýlusvip, fara í taugarnar á fólki til lengdar. Þér hafið ágæta menntun og ég mundi ráðleggja yður að r.ota hana betur en þér gerið í dag. Svo skulum við láta þetta gott heita og vona ég að þér hafið einhverja ánægju af þessum skrifum. Kær kveðja. Ó. S. — Tókstu eftir því að ég er búin að láta laga hemlana á bílnum! Klósettmenning íslendinga. Háttvirta blað. Ég er búsett í Hlíðunum og það er í sjálfu sér ekki frá- sagnarvert að öðru leyti en því að hér rétt í grenndinni eru þau einu umferðarjarðgöng, sem finnast á íslandi. Nú ætla ég hvorki að gera þau að um- talsefni mínu né umferðina en mig langar aðeins til að víkja að þeim í upphafi þessa bréfs. Þegar þessi göng voru full- byggð og umferð hafin um hina nýju Miklubraut kom fljótt í ljós að umgengni um þau var lítt til fyrirmyndar. Menn not- uðu þau í öðrum tilgangi en til var ætlast. Svo var það að grein birtist um þessi göng í Fálkanum og hvernig væri um þau gengið og árangurinn lét ekki á sér standa. Göngunum var lokað og þau ekki opnuð aftur fyrr en sæmilega hafði verið að mönnum búið til að skjótast inn í afhýsi smá stund. Fyrir þetta vil ég þakka blað- inu alveg sérstaklega. Þessi umgengni um göngin undir Miklubrautina er ekkert einsdæmi á íslandi. Klósett- menning okkar — ef svo má að orði komast — er á mjög lágu stigi. Nægir í því sambandi að benda á mörg salerni kvik- myndahúsa, kaffi- og veitinga- stofa hér í borginni. Það er oft hörmulegt að koma inn á þessa staði. Setur brotnar, veggir kámugir, enginn pappír að ekki sé minnst á sápu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og til hábor- innar skammar þeim sem hlut eiga að máli. Nú vil ég ekki halda því fram að þetta ástand sé þeim að kenna, sem staðina eiga heldur þeirra, sem um þá ganga. En það réttlætir ekkert í málinu. Þeir, sem staðina eiga eða reka þá verða að sjá um að salernin séu í viðunandi ásig- komulagi og lagfæra þegar í stað það sem aflaga kann að fara. Þeir verða að reyna að hafa upp á sökudólgunum og kenna þeim almennilega um- gengni. Þessi mál eru okkur til hneisu og hinnar mestu van- virðu og heilbrigðisyfirvöldin verða að grípa hér í taumana og gera eitthvað í málinu. Svo vona ég að einhver, sem hefur með þessi mál að fjalla rekist á þetta bréf og það verði til þess að eitthvað verði að- hafzt í þessu máli. Með hinum beztu kveðjum og þökk fyrir birtinguna sem ég vona að verði. Hlíðarbúi. Svar: Já þaö er oft Ijótt aö sjá hversu illa er um salerni gengiö hér I borginni. Pennavinur. Kæri Fálki. Það voru tvær norskar stelp* ur sem ég þekki sem báðu mig um að útvega sér pennavini á aldrinum 14—16 ára. }■ Heimilisföng þeirra eru: Astri Hildre. Haramsöy, j pr Álesund, Möre og Romsdal Norge t og Björg Ulversted, Austnes Haramsöy, pr Álesund Möre og Romsdal Norge. Ég vona að þú gerir þetta fyrir mig. Með beztu kveðjum. Y. H. Hvað á að gera í málinu? Kæri Fálki. Mig langar til að spyrja þig um einn hlut vegna þess að ég þekki engan sem ég get spurt um svoleiðis og ef þú birtir ekk} nafn mitt þá veit enginn hvei; ég er svo þetta ætti að vera í lagi. Þannig er mál með vexti að ég er búin að þekkja strák lengi og við höfum umgengizt hvort annað lengi og við erum miklir, vinir. En svo fann ég það allt í einu að ég var hrifin af þess- um strák en ég þori ekki að segja honum frá því. Hann er sem stendur ekki með neinni stelpu en ég veit bara ekki hvort hann er nokkuð skotinri í mér og ég þori ekki að segja' honum þetta. Og nú langar mig til að spyrja þig kæri Fálki hvað þér finnist ég eiga að gera í þessu máli. Ég vona að þú svarir mér fljótlega því mér liggur mik- ið á. Ein fyrir norðan. Svar: Þaö er oft erfitt aö gefa ráö- leggingar í málum sem þessum. Nú er þaö greinilegt aö um er aö ræöa hvort þú eigir aö lirökkva eöa stökkva og viö mælum meö því aö þú stökkvir. Ef þiö eruö eins góöir vinir og þú segir í hréf- inu ætti þetta aö vera óhœtt Og úr þvi aö þér liggur svona nnlcíð 6 I FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.