Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 32
HVAÐ GERIST I N/ESTU VIKU ? Hrútsmerkiö (21. marz—20. avríl). Þessi vika verður yður á ýmsan hátt mjög hag- stæð. Ef þér notið til fullnustu þau tækifæri. sem yður b.ióðast og gerið enga vitleysu getið þér undirbúið framtíðina mjög vel. NautsmerkiÖ (21. avríl—21. maí). Þér ættuð að fara gætilega í sakirnar og ráðast ekki í neitt, sem gæti verið hættulegt því horf- urnar eru ekki sem beztar um þessar mundir fyrir yður. Fimmtudagurinn getur orðið mjög hagstæð- ur. 9 O Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní). Þér ættuð að lagfæra ýmislegt, sem aflaga hef- ur farið á héimilinu að Undanförnu og þess vegna ættuð þér að dveljast sem mest heima við. Farið gætilega i fiármálum. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlí). Ef þér hafið fastákveðið eitthvað með sumar- fríið ættuð þér að hugleiða málið enn betur því svo gæti farið að yður bærist i þessari viku mjög skemmtilegt tilboð. Ef það berst ekki þá farið í hina fyrirhuguðu ferð. LjónsmerkiÖ (23. júlí—23. áaúst). Ef þér getið mögulega komið því við þá farið í smáferðalag um næstu helgi. Sú ferð mundi verða yður til mikillar ánægju. Fyrir Þá, sem ólofaðir eru verður þessi vika mjög rómantísk. Jómfrúarmerkiö (2i. áaúst—23. sept.). Fyrir Þá sem fæddir eru í ágúst verður þessi vika einkar ánægjuleg hvað samskipti við aðra við kemur. Þeir sem fæddir eru í september ættu að taka lífið rólega. Voc/arskálarmerkiö (2i. sevt.—23. okt.). Þér ættuð að vera varkárari í athöfnum yðar en þér hafið verið undanfarið. Það eru ekki allir viðmælendur vinir og það ættuð þér að hafa sérlega hugfast. Velklædd kona vandar val sitt. Hún kýs sér beztu og þægilegustu föt, yzt sem innst. Það er þýðingarmikið að velja sér hentug og þægileg slankbelti og brjósthaldara. SvorÖdrekamerkiÖ (2U. okt—22. nóv.). Þessi vika verður með einkar rómantísku móti og þér ætuð að gera yður dagamun um helgina og skemmta yður. Sunnudagurinn verður mjög sérstæður og minnisstæður. SLANKBELTIÐ MODEL 700 gerir vöxtinn mjúkan og spengilegan. Fáanleg með og án renniláss í 3 stærðum í hvítu og svörtu. BRJÓSTHALDAKI MODEL 235. Með eða án hlírabanda I A og B skálastærðum bæði í hvítu og svörtu. Fást í vefnaðarvöruverzlunum um land allt. Heildsala: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO„ H.F. Reykjavík. LADY H.F. Iífstykkjaverksmiðja, Laugavegi 26 — Sími 10-11-5, Boaamannsmerhiö (23. nóv.—21. des.). Þér ættuð ekki að láta bað dragast öllu lengur að kippa í lag ýmsu, sem aflaga hefur farið I sambandi við fjármálin að undanförnu. Gætið þess að eyða ekki meiru en þér aflið. SteinaeitarmerkiÖ (22. des.—20. janúar). Þessi vika verður með rólegra móti en um mið.ia vikuna munu þeir atburðir gerast, sem þér hafið lengi beðið eftir. Farið samt ekki óðs- lega að neinu og gætið varkárni. Vatnsberamerkiö (21. janúar—18. febrúar). Þér ætuð að fylgjast betur með á vinnustað heldur en þér gerið og gæta þess vel að hlutur yðar verði ekki fyrir borð borinn. Miðvikudagur- inn verður skemmtilegur. Fiskamerlciö (19. febrúar—20. marz). Þér ættuð að styrkia þau sambönd eftir megni, sem þér hafið stofnað til að undanförnu þvi það mun varða yður miklu þegar fram líða stundir. Farið gætilega í fjármálum. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.