Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 8
FLUTNIN G ARNIR. Það er blátt áfram lygilegt, hvft auðvelt er að hagnast á hjátrú annarra. Það var ekki síður straum- ur upp stigana til mín heldur en áður hafði verið niður stig- ana til mannsins, sem bruggaði. Munurinn á mér og honum var hins vegar sá að ég þorði að auglýsa opinberlega starf- semi mína. Ég gat þess vegna tekið mér smá frí, þegar ég Ég er nefnilega ein af þeim, sem eru svo óheppnar að guð bíður eftir því að þær hjálpi sér sjálfar. Annars hef ég svo sem feng- ið marga spádóma um ævina. Ein kerlingin sagði mér til dæmis, að ég ætti eftir að búa í sveit allt mitt líf enda væri það minn draumur að umgang- ast dýr. Eins og ég sagði ykkur um daginn hefur það alltaf þjáð okkur gekk báðum erfiðlega að gera meira en tóra á laununum. Og það bæði fyrir og eftir kjaradóm. Það er annars hægara sagt en gert að byggja hérna í Reykjavík. Það eru óteljandi ferðirnar frá Heródesi til Píla- tusar til að sækja um lóðir og kaupa byggingarefni og allt annað, sem húsi tilheyrir. Svo ekki sé minnst á bless- aða iðnaðarmennina. húsbyggingum hefur enginn efni á alltof mörgum heimsókn- ' um til allt of margra vina. Eiginlega varð ég fegin að sjá aftur allar vinkonurnar bæði þær sem ég þekkti og þær, sem ég átti eftir að kynnast. Því þessar sem ég spáði fyrir , í síðasta mánuði komu aftur til að kynna sér, hver yrði nýjasti sjansinn þeirra og til að ráðgast um það við mig, hvort það væri heppilegt að , Framhaldssaga eftir INGIBJÖRGII JÓXSDÓTTOI ;a auðlegi og elsku maðurii að byggja okk; við vorum n rik. Þessu hafði rpáð fyrir mér En ég hef vantrúuð væntan' fórum verða no bæði g eins á na. mig að öll dýr virðist dreyma um að umgangast mig. Ég hata hins vegar dýr og mig langar alltaf til að hlaupa þegar ég sé hund. Þegar ég var fimm ára fór mamma mín með mig í sveit og þar voru beljur. Það var sama þó ég væri efst uppi í fjallshlíðinni. Þegar ég sá beljurnar leggja af stað heimleiðis þaut ég niður hlíð- ina og beint upp í fangið á mömmu. Þar var ég óhult. Það var nefnilega aldrei að nema blessuðum beljunum hug að elta mig upp líðina, en upp í fangið |ni mömmu komust þær sat ég nefnilega. spákonan sagði mér, að iri mikið piltagull og all- rlmenn elskuðu mig út af fannst mér gaman að un sagði mér líka, að ég idi aldrei gifta mig þrátt þessi hundruð ef ekki þús- sem gengu á eftir mér grasið í skónum. |að fannst mér sorglegt, því leið og hún sagði þetta vissi hún var að ljúga. var ég nefnilega harðgift ekk með minn þriðja son. lega hefði ég líka svarið það í þann tíð að ég ætti að auðgast svo á hjátrú annarra að ég gæti loksins látið rætast draum okkar hjónakorn- anna um einbýlishús. Því það var eins með mig og manninn á neðstu hæðinni Okkur gekk verst með eld- húsinnréttinguna. Samt var þetta íburðarlaus eldhúsinnrétting og alls ekki neitt merkilegt við hana. Að vísu var til þess ætlast að sjálfvirka þvottavélin og þurrkarinn, sem ég fékk mér væru innbyggð í eitt borðið, en maður skildi halda að laghent- um manni væri það ekki ómögulegt. Svo reyndist samt ekki vera. Fyrst munaði tveim senti- metrum að þvottavélin passaði í borðið. Svo munaði þrem sentimetrum að borðið passaði utan um þurrkarann. Ég var alveg hætt að mega vera að því að spá. Daginn út og inn neyddist ég til að sitja fyrir blessuðum iðn- aðarmönnunum mínum út um bæinn og heimta af þeim eitt og annað. Sentimeter hér og sentimeter þar og á endanum hafðist þetta allt. Samt var það ekki fyrr en ég hafði neyðst til að kosta upp á smáauglýsingu í Vísi í marga daga. VERÐ EKKI TIL VIÐTALS Á MORGUN SAKIR ÓFYRIR- SJÁANLEGRA ATVIKA. Mikið var ég fegin, þegar ég gat farið að auglýsa aftur: TEK Á MÓTI í DAG MILLI 9 OG 6. Ég tók mér nefnilega frí á kvöldin, því renniríið var farið að fara svo í taugarnar á elsku manninum mínum, að hann var farinn að skreppa helzt til oft í heimsókn til vina sinna. Og þegar maður stendur í giftast þessum eða hinum. Ég lagði mig alla fram til að segja þeim, það sem ég áleit að þær vildu helzt heyra. Auðvitað hefur mér mistekist á köflum eins og gengur. Ég man sérstaklega eftir móður' einnar stúlkunnar. Það var nefnilega þannig að blessuð stúlkan vildi endilega giftast strák, sem var dálítið fyrir að fá sér einn lítinn og skreppa hingað og þangað meðan hann var í því ásigkomu- lagi. Mér skildist á öllu að þetta væri bezti piltur inn við bein- ið og myndi reynast sómasam- lega sem eiginmaður. Leiðinlegur var hann að minnsta kosti ekki. Að vísu hafði hann einu sinni verið settur inn fyrir að hnupla strætisvagni. En jafnvel það hafði hann gert í beztu meiningu. Allir, sem leggja það í vana sinn að skreppa á veitingahús á kvöldin vita hve erfitt er að komast heim aftur. Tugir karla og kvenna ráfa um miðbæinn og vinka og veifa út öllum skönkum, kallandi í allar áttir á leigubíl. Stundum tekur svo langan tíma að fá bíl, að maður gæti gengið alla leið til Hafnarfjarð- ar á meðan maður bíður eftir bílnum. Og eins og ég sagði áðan virt- ist mér þessi piltur allra bezta grey. Hann hnuplaði að minnsta kosti strætisvagni og ók um bæinn með tugi manns, sem ekki komust heim. 0 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.