Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 40

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 40
Hið svarta Framhaid aí bls. 17. arnir eru mestmegnis seldir til Saudi-Arabíu, Oman og Bah- rein. Þýzkur blaðamaður hefur ný- lega komizt í kynni við ófrjálst fólk austur þar. Hann heim- sótti þrælabúðir skammt frá Bender Abbas, sem eitt sinn var mikilvæg verzlunarstöð við Persneska flóann, en er nú lítið annað en miðstöð þræla- verzlunar. Hann kom til lítils þorps, sem var ekki annað en nokkrir strákofar. í hverjum kofa bjó stúlka, sem hafði það starf að sinna sjómönnum og öðrum gestum. Flestar þeirra voru ambáttir. Nokkrar mjög fallegar fjórtán og fimmtán ára stúlkur voru ekki „fyrir al- menning“, heldur voru þær geymdar til að sinna þeim gest- um, sem „Madame" forstöðu- konunni, þótti sérstök ástæða til að koma sér í mjúk- inn hjá. Stúlkurnar tilheyrðu „madame“ með húð og hári, rétt eins og önnur húsdýr. Amnars var líf þeirra líkt lífi vændiskvenna í hinum „frjálsa heimi“, að öðru leyti en því, að þær fengu aðeins litla vasa- peninga í sinn hlut. Hitt allt hirti „madame" en hún sá þeim fyrir klæðum og fæði, svo lengi sem þær entust, og þær höfðu það að mörgu leyti betra en hinar „frjálsu“ konur í ná- grenninu. Blaðamanninum tókst að vinna trúnað „madame" sem annars er ekkert um það, að vesturlandabúar séu að væflast í kringum „starfsemi“ hennar. Hann leigði sér sextán ára stúlku frá Belutschistan einn einn eftirmiðdag, fyrir þrjátíu þýzk mörk, (rúmlega 300 ísl. krónur) og fór út með henni að ganga og spurði hana um tilefni veru hennar þarna. Hún var dóttir fátæks bónda í þorpi nokkru í Suðaustur-Persíu. Hann var skuldum vafinn eins og allir aðrir bændur í þorpinu. Enginn mátti hverfa brott, nema hafa fyrst greitt allar skuldir sínar, til landeigandans. En svo var um hnútana búið, að það var næstum alveg úti- lokað fyrir bændurna. Skuld- irnar jukust á hverju ári. Og þannig voru allir raunverulega þrælar, þótt svo væri ekki talið í orði. Móðir stúlkunnar reyndi að vinna þeim inn nokkra pen- inga með því að hnýta teppi. Þessi teppi voru seld farand- sölum, sem fóru um og keyptu ýmislegt af íbúunum — meðal annars börn. Svo kom að því að þau gátu greitt skuldir sínar með því að selja hana. Blaðamaðurinn spurði stúlk- una, hvers vegna í ósköpunum hún sneri sér ekki til lögregl- unnar og bæði um aðstoð. „Lögreglan er á bandi við- skiptavina okkar,“ svaraði stúlkan. „Auk þess fá lögreglu- þjónarnir ókeypis þjónustu, ef þeir koma hingað, og falleg- ustu súlkurnar.“ „Og þeir vita að þú ert ambátt?“ „Vitan- lega“. „Ef ég fer með þig til Teheran og þú gæfir þig fram við lögregluyfirvöldin, yrðir þú frjáls. Þangað myndu þræla- salarnir ekki ná í þig.“ „Nei, en hvað ætti ég svo að gera? Fara í vændishús þar? Eða fara heim til foreldra minna og svelta?" „Þú gætir fengið þér vinnu.“ „Það eru svo margir atvinnulausir.“ Hann komst í ferð með þrælakaupmönnum, en varð að skilja við sig allar ljósmynda- vörur, og nákvæm leit var gerð að vopnum í farangri hans. í hvert skipti, er þeir nálguðust þorp, varð hann að fela sig, því kaupmennirnir sögðu hon- um, að ef þorpsbúar sæju út- lending með í förinni, héldu þeir, að verið væri að kaupa handa honum og heimtuðu helmingi hærra verð. En verzl- unin gekk illa og þá gripu þeir til gamalkunns óþverrabragðs. Tveir menn voru látnir dul- búast sem hljóðfæraleikarar. Þeir léku á götum þorpsins og ginntu konur og unglinga til að elta sig út fyrir þorpið. Þar var ráðist á fólkið og þeim álitlegustu rænt. Áður hafði raunar verið samið um þetta við höfðingja þorpsins, svo ekki þurfti að óttast eftirköstin, og honum voru greiddar vænar fúlgur fyrir. Eitt af því, sem gerir barátt- una gegn þrælahaldinu í þess- um löndum svo erfiða, sem raun ber vitni um, er hin óskap- lega fátækt í þessum löndum. Sannleikurinn er sá, að þræl- OPEL KADETT CAR A VAN NÝR VA6N OG VANDAÐUR fyrírTVOedaFIMMeda jafnvelSJÖ Vantar yður lítirin bíl, sem þó annar allri flutningaþörf yðar? Á hann að vera „praktískur“, en þó vístlegur? Ef til vill. líka kraftmikill, en þó léttur á.fóðrúm.? Þurfið þár að flytja vörur eða verkfæri vegna atvinnu yðar, en fjölskylduna í frístundum? Og.svo má hann ekki vera of dýr? Hefur yður verið sagt, að' þér séuð kröfuharður? Mjög líklega, ög' það eruð þér sannar- lega; En Tiafið þér þá skoðað Opel Kadett Caravan? Hann er smábíll, en býður upp á ótrúléga mögúleika. Tekur tvo í fram- sæti (ásamt fimmtíú rúmfetum af vörum), fimm 'farþega ef aftursætið er notað — og sjö, s'é ba'rnasæti (fæst gegn auka^ greiðslu) komið fyrir aftast í bílnum. Vélin er 46 hestafla.gír- kassinn fjórskiptur, samhraða. Og um útlitið getið þér sjálfir tiæmt. Komið, símið eða skrifið, við veitum allar' nán'ari uþp- lýsingar. 40 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.