Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 42
— Víst gerir það til, sagði hann. Gerðu nú ekkert af þér, Rutb. Þetta var í fyrsta sinn, sem ha;.n hafoi notað fornafn henn- ar. — Ég er ekki móðursjúk, sagð' hún, ef þú átt við það. Hann lagði tólið á. Hún gekk að speglinum og leit á rjótt andlitið og úfið hárið. Dagur- inn hafði verið eilífð að líða og hún bjóst hálfpartinn við því, að hún væri orðin ellileg í út- liti. — Öllu er lokið, sagði hún í hijóði, dró gluggatjöldin fyrir og opnaði viðtækið. Langt og leiðinlegt kvöid blasti við henni, en verst af öllu var þó, að De- rek mundi aldrei hringja fram- ar. Allt í einu var dyrabjöllunni hringt. Ruth dró djúpt andann, gekk fram og opnaði. Þetta var ókunnur maður, hár og grann- ur, ljóshærður, laglegur og herðibreiður, miðmjór og krafta- legur og hélt á rósavendi. — Halló, Ruth, sagði hann og hún þekkti strax róminn. — Ég er Matthew Hardy. Ein- höfðaður. — Ég .... ég .... ég bjóst ekki við. Hún þreif í hár sér. Hann brosti breitt. — Þú hefðir flúið út um bakdyrnar, ef ég hefði boðað komu mína. Hann rétti henni blómin. Hún þakkaði fyrir sig og bauð hon- um inn fyrir hikandi og stam- *ndi. Hann leit i krinkum sig í stofunni augum kunnáttu- manns. Ruth var allt í einu orð- in feimin. — Verðurðu hér lengi? spurði hún. — Tvö ár. Ég er verkfræð- ingur. Hann hringdi sem sagt ekki. — Nei, svaraði Ruth stirð- lega. — Sá er vitlaus, sagði Hardy. En þá ertu þó laust í kvöld. Hann spurði hvort hún vildi koma að borða með sér, hún bar fyrir sig þreytu en þagnaði þegar hún leit í augu hans. — Þú gefst ekki upp, sagði hann. — Og þú ekki heldur, sagði hún. — Við gætum átt reglulega “kemmtilegt kvöld. — Ég fer ekki út með þér. Hann venti sínu kvæði í kross og grátbændi hana: — Hafðu nú samúð með einmana vesal- ingi. Bara þetta eina sinn. — Einmana? Ertu ekki með litla svarta bók fulla af síma- númerum? — Nei, sagði hann, hún er (2 FÁLKINN rauð. Sjáðu. Hann dró litla vasabók upp og úr henni datt lítil Ijósmynd. Þau beygðu sig samtímis. — Þetta er mynd af mér! hrópaði Ruth. — Ég stal þessu úr albúmi Madges, játaði Hardy. Fyrir- gefðu. Hann yppti öxlum. — Ég hef farið langan veg í leit að þess- ari stúlku. Ég gæti fundið upp á einhverju örþrifaráði, ef hún vill ekki eyða á mig einu kvöldi. Þau stóðu og störðu hvort á annað. — Allt í lagi, þú sigrar, sagði hún loks. Hann brosti. — Vertu ekki að flýta þér. Ég bíð þolinmóður. Hún hafði fataskipti næstum ósjálfrátt. Hún botnaði ekkert í þvi Iivað Hardy hafði verið á- gengur. Hafði hann í raun og veru skilið hvað hún hafði orð- ið að þola þennan dag? Hún kom aftur inn í stofuna meðan hann var að hagræða rósunum í vasa. Einhvernveg- inn var stofan ekki eins drunga- leg og áður. — Þetta verður skemmtilegt kvöld, sagði hann, það eru ótal hlutir, sem við getum deilt um og rifist. Veitingahúsið, matur- inn, leigubíllinn .... Ruth hló. Hann hjálpaði henni i kápuna og rétt í því að þau ætluðu að ganga út úr dyrunum hringdi síminn. Ruth nam staðar og starði á hann. — Þú ræður hvað þú gerir, sagði hann stillilega. Hann brosti uppörvandi og Ruth dró andann. Sumir eru þeir hlutir, sem menn verða að horfast í augu við, fyrr eða seinna. Illu var bezt af lokið. Hún var dálítið skjálfradda þegar hún sneri frá símanum og hélt áfram út. — Látum hann bera hringja, sagði hún og opnaði dyrnar. Búið í blokk Framhald af bls. 9. eins og yður. Ég hef það eftir góðum heimildum að þér séuð bæði eiturlyfjaneytandi og of- drykkjumanneskja.“ „Það fer nú sjaldnast saman,“ sagði ég einstaklega hógvær. „í yðar tilfelli altént,“ sagði konan. „Ég hef það eftir ólyg- inni manneskju. Svo haldið þér nektarpartý líka.“ „Ég?“ spurði ég aldeilis hlessa á tíðinni. „Já, þér! Konan, sem býr á móti yður sagði mér það sjálf. Hún sagði að það væri ekki að furða þótt þér kæmuð ekki heim um helgar annað eins leben og væri á yður. Þarna viðgengst svoleiðis ólifnaður að hinar og þessar kvensur döns- uðu um allsberar. Fý bara!“ „Ég veit ekki betur en ég dragi alltaf fyrir gluggana á kvöldin sagði ég óvart.“ „Ætlið þér svo að afsaka yður með því að þér hyljið bölvaðan ólifnaðinn?" sagði konan. „Það kæmi mér ekki á óvart þó þér berðuð blessuð saklaus börnin svo stórsæi á þeim.“ „Ég er fyrir löngu hætt að ráða við þá,“ sagði ég og það er alveg satt. Ég væri svo sem alveg til með að flengja þá einhvern tíma ekki eiga þeir það svo sjaldan skilið, en ég hef ekki taugar til þess og geri það því ekki. Kannski ég eigi það eftir.“ „Þér hafið fordjarfað ís- lenzka æsku,“ hvæsti konan. „Ég?“ stundi ég aftur svona líka hlessa á tíðinni. „Já, þér hafið dáleitt dóttur mína.“ „Ég?“ vældi ég aftur. „Viljið þér gjöra svo vel að halda kjafti meðan ég. tala?“ sagði konan. „Já,“ veinaði ég og skalf og nötraði. > „Það er líka vissara fyrir yður,“ öskraði konan. „Annars skal ég klaga yður fyrir lög- reglunni. Þér hafið ráðizt á mig og mína með svívirðingum í símann og hótað mér öllu illu. Ég skal svei mér láta taka yður í karphúsið." Svo skellti hún á. Það er alveg sama hvað ég á í höggi við margar reiðar konur og ég verð að viðurkenna það að síðan ég flutti í blokk hef ég fengið nóg af þeim fyrir lífstíð — ég læri aldrei að taká það létt. Ég lagði mig eftir matinn þennan sunnudag. Ég hætti samt ekki að spá. Peningarnir voru of lokkandi. Eða eigum við heldur að segja að einbýlishúsið hafi verið of lokkandi? Framhald í næsta blaði. KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.