Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 22

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 22
 SJALFSÆVISAGA Mossadeq var af hinum mestu höfðingjaættum í Persíu. Hann var sonur Nadim-es-Sol- taneh prinsessu og hafði gengið að eiga dóttur dóttur Kadshar Shah, Musaffar-el-Din. Engu að síður bar hann hag alþýðunnar mjög fyrir brjósti, og hvatti hana til að rísa einhuga gegn „erlendum arðræningjum." Bergmálið af baráttu hans barst mér að sjúkrabeðinu. í fyrsta skipti varð mér kunnugí um þann þátt sem Bazaae — en það er verzlunarhverfi Teheran borgar — á í opinberu iífi borg- arinnar. Bazaar var lítið, nýtízkulegt veitingahús, þar sem stuðnings- menn Mossadeqs komu saman. Eigandi þess Hassan Shamshiri, var einn af upphafsmönnum hreyfingarinnar. Margir vina minna fóru þangað með leynd og þeir sögðu mér: „Áhrif Mossadeqs meðal fólksins fara dagvaxandi. Og nú líður áreiðanlega ekki langur tími, þar til hann kemst til valda.“ Þeir fóru ekki í iaunkofa með það að samúð þeirra og stuðn- ingur var með gamla bardaga- manninum. Þeir minntu mig á fyrirmenn við hirð Lúðvíks XVI, sem biðu eftirvæntingar- fuilir eftir byltingunni. Dag einn þegar keisarinn kom að vitja mín spurði ég hann: „Vita Englendingar um Mossadeq?“ „Já, ég hef margsinnis varað þá við “ svaraði hann. „Og hr. Grady ameriski ambassa- dorinn hefur einnig hvatt þá tiJ að gera ráðstafanir áður en það er um seinan. Til allrar óhamingju hefur það engan ár- angur borið hingað til.“ Mér varð fyrir alvöru ljóst, hve loft allt var lævi blandið og raunverulega eldfimt og ég skildi að áhyggjulausir skóla- dagar mínir voru horfnir fyrir fullt og allt. En ég iðrast ein- skis. Þvert á móti hafði ég áhuga á vandamálum þjóðar- innar og þeir erfiðleikar, sem ég vissi að yrði við að glíma stöppuðu aðeins í mig stálinu. Með bjartsýni æskunnar sá ég sjálfa mig leysa hin flóknustu vandamál með þrautseigju og góðum vilja. Ég hafði gefið orð mitt og ég var ákveðin í að uppfylla skyldur mínar svo vel sem ég fremst megnaði. E .■-^ftir manuð var eg nægi- lega hress til að fara á fætur. Strax næsta dag fór ég í skóg- arferð. Þessar fjórar vikur hafði ég nærzt á vökvum. Nú stóðst ég ekki freistinguna að gæða mér á Ijúffengu sviss- nesku konfekti, sem vinir mín- ir höfðu sent mér. Taugaveiki er eins og allir vita innvortis sjúkdómur og ég hefði ekki getað gert meiri vit- leysu. Mér sló hastarlega niður aftur og fékk auk þess snert af lungnabólgu. Hitinn fór yfir 40 stig og næstu þrjá daga sveif ég milli heims og helju. Eina nótt var ástandið svo alvar- legt, að dr. Ayadi var kvaddur til að gefa mér sprautu. Ég er þeirrar skoðunar að houm einum og hæfileikum 22 hans sé að þakka, að ég lifði af. Auðvitað var ég enn mátt- farnari en áður og Mohammed Reza var smám saman að verða órólegur. Hann var áfjáður í að kvænast mér sem allra fyrst, bæði af stjórnmálalegum og persónulegum ástæðum. Áður en langt um liði mundi hefjast trúarlegur syrgjenda- tími í Persíu og má þá engin gifting fara fram. Þessi tími hefst um miðjan febrúar og stendur nokkra mánuði. Ef gift- ingin færi ekki fram fyrir þann tíma, yrði að fresta henni fram í mai eða júní og tilhugsunin ein þótti keisaranum mjög ógeðfelld. Hann spurði prest- ana ráða og þeir sögðu: „Síðasti dagur, sem hjóna- vígslan mætti fara fram á er 12. febrúar. Á þeim degi eru stjörnurnar mjög hagstæðar fyrir hjónaband Hans Hátign- ar.“ Siðan kvaddi keisarinn á sinn fund læknaráð. Þeir létu í ljós mikinn efa, þar eð þeir vissu, að ómögulegt var að ég hefði náð fullri heilsu fyrir þann tima. En því var lofað, að athöfnin yrði eins blátt áfram og stutt og mögulegt væri. Ég hafði aðeins verið á fótum þrjá daga, þegar ég hinn 12 febrúar klæddist brúðarkjólnum sem Christian Dior hafði gert og hafði beðið síðan í desember. Eins og allir geta skilið var ég mjög veikburða. Ég býst ekki við að ég hefði getað kom- ist skikkanlega frá þessu, ef töfin hefði ekki glætt vonir mínar og ákefð. |» JB-W rúðarkjóllinn minn var mjög glæsilegur úr tjulli og silfurbrókaðe og hann vóg um það bil fjörutíu pund. Auk þess bar ég hálsmen og armband með sams konar gimsteinum og kóróna sú, sem lánuð var handa mér fyrir þetta tækifæri. Meðan þjónustustúlkur og hárgreiðsludömur hjálpuðu mér að búast til brúðkaupsins var enn deilt um, hver ætti að koma og sækja mig. Sífelldar símahringingar milli hallanna til að reyna að útkljá vanda- málið. „Borgarstjórinn,“ sagði einn. „Bróðir keisarans,“ sagði annar. ,,Ég,“ sagði Shams prinsessa, sem áleit að hennar væri rétt- urinn þar sem hún var eldri systir keisarans. Að lokum fékk hún vilja sínum framgengt og rétt fyrir klukkan fjögur kom hún í upp- hitaðri bifreið að húsinu mínu. Sðan var lagt af stað í heiðurs- fylgd eftir snæviþöktum göt- um Teheran í áttina til Marm- arahallarinnar. Þar varð önnur töf. Neðst í tröppunum stóðu fjórar litlar brúðarmeyjar, sem áttu að halda undir brúðarslörið, en það var þá allt ofg þungt fyrir þær. Tvær þjónustustúlkur voru í skyndi kvaddar til og þær aðstoðuðu mig upp tröpp- urnar og inn í Speglasalinn. Salurinn var skreyttur með tvö hundruð orkideum, þúsund rauðum nellikum og tólf hundr- uð sýringum. Ættingjar okkar voru viðstaddir en aðrir gestir voru boðnir fyrir utan Aga Khan og konu hans, sem var einhver fegursta og glæsileg- asta konan íveizlunni. Þar sem engin upphitun var í höllinni hafði keisarinn látið koma fyrir ofnum á óteljandi stöðum og hann skipaði einnig svo fyrir, að gætt skyldi, að dyrnar væru lokaðar. Hann leiddi mig að legubekk, þar sem hann gaf mér brúðargjöf sína, sem er táknræn talin fyrir brúðguma kristalker með ilm- sykri. Um leið kom ekkjú- drottningin að og stráði sykri yfir höfuð okkar — og er þetta einnig talið táknrænt, þótt ég hafi aldrei vitað hver merking- in er. Vígsluna framkvæmdi Imam Dojoumeh, sem er meðal vin- sælustu presta Teheran. Þrátt fyrir gróskumikið skeggið var hann ungur maður sem numið hafði í Lausanne, samtíða ein- um föðurbræðra minna. í tóm- stundum sinnti hann hinum ýmsu páfagaukstegundum sin- um og á ferðalögum í Evrópu var hann alltaf klæddur að vesturlanda sið. Síðar varð hann náinn vinur minn og hollur ráðgjafi. Þegar ég hafði sagt ,,já“ ótal sinnum eins og persneskir gift- ingarsiðir bjóða, var mér enn ekki fullljós sú byrði sem ég hafði tekið á mig. Kannski gild- ir svipað með flestar ungar brúðir, sjálfsagt mundu fáar geta sagt síðar meir, að þær hafi í raun og sannleika skilið þær stórfelldu breytingar, sem verða á lífi hvers einstaklings við giftinguna. Ég giftist ekki aðeins karlmanni og fjölskyldu hans, eins og oft er sagt, heldur tengdi ég saman mín örlög hinna tuttugu milljón lands- manna minna, og héðan af yrði ég að vera að mínu leyti ábyrg fyrir velferð þeirra. Þegar við höfðum tekið á móti hamingjuóskum erlendra FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.