Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 25

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 25
myndum. Þar er ekkert að fela sig bak við ef formskynið brest- ur. Og þetta á jafnvel við um þær myndir, sem flokkast undir tassisma og ef til vill ekki hvað sízt um þær. Listferli Kristjáns verður ekki með réttu lagi skipt í ákveðin timabil eða skeið eins og tíðkast um marga málara aðra. Þó er hægt að greina á milli þriggja meginþátta í list- sköpun hans sem þroskazt hafa nokkurn veginn samhliða. Margir kannast við andlits- myndir Kristjáns, sumum finnst þau minna á „barna- myndir“, frumstæð, máluð sterkum dráttum og stórum flötum. Af þessum andlits- myndum má nefna Godot- myndirnar, Kristján Davíðsson er nefnilega einn þeirra fáu manna sem hafa séð Godot, þennan, sem beðið var eftir árangurslaust hér um árið. Yngstu andlitsmyndir Kristjáns eru frá 1961, ein þeirra heitir Beðið eftir Godot við sjó. í öðru lagi eru málverk Kristjáns sem byggjast að mestu á efniskenndri áferð, í þær notar hann ýmisleg efni sem gamlir menn hefðu svarið fyrir að ættu nokkuð skylt við myndlist: gabbrósalla, asfalt, brons og lím. Á vinnustofu hans í Ingólfsstræti (í sam- blandi við eignasölur og bók- bandsstofur) gefur að líta stóra mynd af því tagi, mestan hluta flatarins hylja úrklippur eða rifrildi af málgagni Framsókn- arflokksins, dagblaðinu Tíman- um. í fávisku minni hélt ég að þetta væri óunnin mynd, list- málarinn ætti eftir að mála yfir bændablaðið en hann sagði mér að myndin væri fullunnin. Tíminn er að sjálfsögðu ekkert aðalatriði, það hefði fullt eins getað verið gamall Moggi, þetta er ekki sósíairealismi í nýrri mynd. Þriðji meginþátturinn í list- sköpunin Kristjáns Davíðsson- ar er svo hin kólórisku málverk hans þar sem listræn uppbygg- ing myndflatarins ræður ríkj- um svipað og hjá þeim gömlu meisturum sem þó máluðu blóm, hús, landslag. Kristján Davíðsson hefur ef til vill framan af ævi átt skiln- ingsleysi og þrjózku að mæta á sama hátt og flestir koliegar hans meðal svonefndra ab- straktmálara. Hann hefur hins vegar ekki látið það á sig fá en haldið áfram ótrauður á þeirri braut sem alvarlegum lista- manni nútímans var sú eina fær. Hann hefur hiklaust og ófeiminn leikið á fiðluna sína á götuhorni um nótt. Fólkið staldraði ef til vill við til að horfa á manninn sem lét sér detta slikt og þvílíkt í hug. En Kristján hefur hlotið umbun og laun þótt ekki hafi það verið mark hans í sjálfu sér: Hann er orðinn eftirsótt- ur listmálari ekki síður en þeir sem mála gjárnar á Þingvöllum og hlíðar Bláfjalls. Sýning hans í Bogasalnum á dögunum var tvímælalaust súkses hann seldi upp á stuttum tíma. Fólkið er semsé hætt að furða sig á fiðlu- snillingunum sem standa á gatnamótunum í tunglsljósi, þeir eru orðnir sjálfsagðir hlut- ir þessir furðufuglar og ómiss- andi þáttur í listumhverfi venjulegs fólks nú á dögum, fólk er farið að leggja við eyrun. Kristján Davíðson listmálarí hefur lengi verið í hópi þeirra listamanna, sem sumir kalla klessumálara. Nú er hann orðinn einn eftirsóttasti listmálarí okk- ar, myndir hans rjúka út eins og heitar pylsur á þjóðhátíð. . .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.