Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 30
FIIMGRALIPUR Knophöj, forstjóri fyrir Skandinavísku eplaskífupönnu- verksmiðjunum, h.f., var mað- ur, sem gerði miklar kröfur til starfsfólks síns. Nú hafði hann auglýst eftir nýjum einkaritara. Hann var að mörgu leyti ó- venjulegur húsbóndi. Til dæm- is gaf hann dauðann og djöful- inn í það, hvort einkaritararn- ir hans hefðu fallega fætur eða ekki og fyrir brjóstmáli þeirra hafði hann ekki nokkurn minnsta áhuga. Til allra hamingju fyrir ung- frú Lottu Lind, sem sannarlega gat ekki hrósað sér af miklu á þessu sviði. Það eina, sem mað- ur tók eftir, þegar hún gekk inn til að sækja um þessa lausu stöðu, var raunverulega stóru, dökku hornspangargleraugun liennar. — Kunnið þér erlend tungu- mál? þrumaði í Knophöj for- stjóri, þegar hún hafði setzt fyr- ir framan hánn. — Ensku, þýzku, frönsku, spönsku, portúgölsku og ít- ölsku .... perfekt! Egregio Ho ricevuto la sua onorata del venti corrente. — Hjálpi mér! tautaði Knopöj forstjóri undrandi. Hann kunni bara nokkur orð í sænsku. Nu skal den lilli halvan förgá, för- gá! Það var nú allt og sumt. — Við eigum viðskiptavini í Shanghai, sem kaupir epla- skífupönnur af okkur — til að búa til í kínversk svöluhreiður, skiljið þér. Við erum vanir að skrifa honum á nokkurs konar heimatilbúnu esperanto, en þér kunnið ef til vill einnig kín- versku? Ungfrú Lotta ýtti ögn við stóru hornspangargleraugunum, sem höfðu þann leiða vana að vera alltaf að renna alveg nið- ur á nefbroddinn. — Nei, sagði hún, en ég er alveg til með að sökkva mér nið- ur í að læra hana. Ja, hérna! Þetta var stúlka, sem hafði svörin á reiðum hönd- um. — Og vélritun, hélt Knophöj forstjóri áfram, hvernig eruð þér í henni? Góð, þakka yður fyrir! Ég klára mig með 760 áslætti á mínútu, ef þér getið lesið svo hratt fyrir, herra forstjóri. — 760 áslætti á mínútu! taut- aði Knophöj forstjóri. Fyrrver- andi einkaritarinn hans hafði notazt við einsfingurskerfið og í mesta lagi haft 760 áslætti á klukkustund! — Það er útilokað ungfrú. Það getur enginn! — Ég get það! — Gott! Þá eruð þér ráðnar! Þér getið byrjað strax. Ritvélin er þarna! Ungfrú Lotta settist við vél- ina og Knophöj forstjóri las henni fyrir bréf til viðskipta- vinar. Lotta skrifaði á vélina með slíkum hraða, að forstjór- inn sá fingur hennar nánast eins og í þoku. Á sömu sekúnd- um og hann lauk við að segja „í von um að móttaka heiðraða pöntun yðar, kveðjum við yð- ur með sérstakri virðingu,“ þreif Lotta bréfið úr ritvélinni, braut það eldsnöggt saman, stakk því í umslag, frímerkti það og kastaði því í kassann fyrir ÓSENDAN PÓST. Frá því hún þreif blaðið úr ritvélinni og þar til það lá í kassanum liðu aðeins tvær og hálf sekúnda. — Déskotinn sjálfur! tautaði forstjórinn.Aldrei nokkurntíma hafði hann séð neitt þessu líkt. Hann kallaði á skrifstofustjór- ann sinn. — Nú skuluð þér bara sjá! sagði hann. Ég er búinn að fá nýjan einkaritara. Hún hefur 760 áslætti á mínútu. Ég veit ekki, hvað yður sýnist! — Svo hratt getur enginn skrifað, sagði skrifstofustjórinn. — Hún getur það! Forstjórinn tók að lesa nýtt bréf fyrir og talaði eins hratt og hann mögulega gat. — Vér staðfestum með mikilli ánægju, að vér höfum móttekið heiðraða pöntun yðar, dagsetta í gær, á tólf tylftum á sand- blástnum, handsteyptum, emelr eruðum eplaskífupönnum með svartlökkuðu skafti. Hafið þér þetta, ungfrú? Ungfrú Lotta hafði það þeg- ar fyrir löngu. Hún sat og blað- aði í vikublaði og beit þess að- eins, að forstjórinn læsi áfram. Hann hélt áfram og ungfrú Lota sló á ritvélalyklana, svo hratt, að það var neistaflug út frá vél- inni. — Takið nú eftir, Madsen, þegar ég les fyrir síðustu lín- una, sagði Knophöj forstjóri stoltur, nú skuluð þér sjá stúlku, sem er fljót að póst- leggja bréf! Tilbúnar, ungfrá Lotta: Um leið og vér þökkum pöntun yðar, erum við áfram reiðubúnir að veita yður þjón- ustu vora áfram og kveðjum yður með sérstakri virðingu.... Forstjórinn þagnaði. Ungfrú Lotta hafði þegar lokað ump- laginu og frímerkt það og kast- að því í kassann, sem var merkt- ur ÓSENDUR PÓSTUR. — Ég hækka laun yðar þeg- ar í stað um 1000 krónur! sagði forstjórinn hrifinn. Þá vakti Madsen skrifstofustjóri athygli hans á því, að það ætti að und- irskrifa bréfin, áður en ungfrú Lotta lokaði þeim. — Alveg rétt, já! Forstjórinn opnaði bréfið, sem hann hafði lesið síðast fyrir og þreif penn- ann sinn upp um leið og harih renndi augunum yfir bréfið. Hann kipptist við. Þar stóð: Vistfstmmkllngu avröfmmó^- tekið hrðap)&s% dstagratlftlft- m sndblsnhndstptA/“-........... Willy Breinholst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.