Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 7
á slcaltu stökkva strax og ]>ú sérö petta blaö því hika er sama og aö tapa. Svar til Lóu: Viö erum þér sammála um aö þetta er állt heldur leiöinlegt en viö þvl er litiö aö gera úr þvl sem komiö er. Þú getur nú unnt scemi- lega þínum hag þvi þú hefur slopp- iö vel út úr þessu máli. En olclcar ráölegging er sú aö þú aöhafist ekki neitt heldur látir viö þetta Sitja. Heimilisfang á sjónvarpsstjörnu. Kæri Póstur. Getur þú sagt mér heimilis- fang sjónvarpsleikarans Per- nell Roberts sem leikur Adam í myndinni Bonanza. Ef þú get- ur gefið mér upplýsingar um hann af því að hann er ekki svo mjög frægur veit maður svo ósköp lítið um hann. Ef ég get ekki fengið heimilis- fang Mr. Roberts, þá ef hægt væri heimilisfang Michel Landon sem leikur Joe í sömu mynd. Eg óska þess eindregið að þetta verði birt í 16. tölublaði og vona að þetta bregðist ekki. Evelyn. Svar: Hcett er viö aö þú veröir fyrir vonbrigöum því viö vitum hvorugt heimilisfangiö og höfum því miöur ekki getaö aflaö okkur þeirra. En eins og undir slíkum atvikum þá spyrjum viö livort einhver, sem les þessar \ínur viti þessi heimilis- föng og ef svo er þá er þess vin- samlegast fariö á leit aö þeir sendi okkur iínu og munum viö þá birta þessi heimilisföng. Fræðsla um áfengið. Háttvirta Pósthólf. Á þínum vettvangi hafa að i^ndanförnu farið fram talsverð- a,r umræður um sterkan bjór og áfengismál almennt. Heldur hafa mér fundist þetta ómerki- legar umræður og lítið komið fram sem kalla mætti árang- ur eða niðurstöður en á báða bóga hefur verið nóg af full- yrðingum. Einhver skrifaði þó og fór að tala um skóla fyrir drykkjumenn. Mér þótti þetta nú ekki neitt sérlega ,,sterkt“ bréf, því það var skrifað í hálf- kæringi en ekki af skilningi og Þ.Örf. j En það var út af þessum hálf- kaeringi sem mig langar til að leggja nokkur orð í belg. Þegar ég hafði lesið þetta fór að smá ÞrAíist með mér hugmynd, sem ég vil koma á framfæri. Ég veit ekki hversu mikil fræðsla er um áfengi og áfengis- mál í skólum landsins. Og held- ur er ég hræddur um að hana hafi með höndum menn, sem lítið þekkja til þeirra mála. En sem sagt mjór er mikils vísir. Ég vil auka þessa fræðslu i skólunum. Byrja strax í barna- skóla og halda síðan áfram gegnum allt fræðslukerfið. Ég vil að kennt sé um áfengiðj hættuna, sem af því getur hlot^ ist og eins hvaða ánægju megi af því hafa sé það umgengist á réttan hátt. Við eigum ekki að kenna með ,,fanatik“ heldur réttsýni. Og þannig náum við árangri. Við eigum ekki að banna heldur að kenna. Áfeng- ið er hægt að umgangast þannig að ánægju sé hægt að hafa af því alveg eins og hörm- ungina. En það verður víst seint hægt að koma í veg fyrir að ekki verði alltaf einn og einn sem fari í sorann. Svo þakka ég birtingu á þesu bréfi svo framarlega sem það birtist. P. L. Bylting. Kæri Fálki. Það var góð hjá ykkur hug- myndin um stjórnarbyltinguna — ein sú bezta, sem ég hef séð í blaði hér lengi. Greinin var skemmtileg og mér þótti þetta í alla staði mjög ágætt. Þið þyrftuð að koma með fleira af þessu tagi af og til. Það gerir skemmtilega tilbreytingu. J. K. Myndir eftir sögum Alister Mc Lean. Kæri Fálki. Eg er einn af þeim fjölmörgu, er á sínum tíma las söguna Byssurnar í Navarone eftir Alister McLean og einn þeirra, sem hef séð myndina í Stjörnu- bíó. Ég hef lesið allar sögur MacLean, sem út hafa komið á íslenzku og verð að segja að þær eru alveg sérstaklega spennandi og skemmtilegar. Þess vegna langar mig til að spyrja ykkur hvort þið vitið til þess að fleiri myndir eftir sög- um þessa ágæta höfundar séu væntanlegar hingað og þá hvenær. Ég vonast eftir að sjá um þetta fljótlega í blaðinu. M. L. Svar: Viö vitum ekki til þess aö nein- ar myndir eftir sögum McLeans séu vœntanlegar hingaö á næst- unni og eins ekki hvaöa sögur fleiri en Byssurnar liafa veriö kvikmyndaöar. ALDREI GEFAST UPP! Suður gefur — Austur og Vestur á hættu. ¥ D-10-8-3 ¥ G-7-2 ♦ G-4 * D-6-5-3 ¥ 7-4 ¥ 10-9-8-5-3 ♦ Á-K-9-6-3 * G ¥ 6-2 ¥ Á-K-6-4 ¥ 10-8-5-2 * K-9-7 * Á-K-G-9-5 ¥ D ¥ D-7 * Á-10-8-4-2 Sagnir: Suður 1 ¥ 4 ¥ Vestur pass pass Norður 2 ¥ pass Austur pass pass Vestur spilaði út í tígulkóng gegn fjórum spöðum Suðurs. Og er nokkur leið að vinna spilið? Eitt af því, sem maður verður að læra í bridge, er að gefast aldrei upp. Ef einhver möguleiki er til að vinna sögnina, sama hvað litill hann er, verður maður að reyna þann möguleika, sem býðst. Sem sagt. Suður er sagnhafi í fjórum spöðum og Vestur spilaði út tígulkóng. Austur lét tígultvistinn. Vestur skipti yfir í hjarta, sem Austur vann á kónginn og Austur spilaði síðan tígli, og Vestur vann á ásinn. Þar með hafði vörnin fengið þrjá slagi og útlitið var sannarlega ekki sem bezt, því sagnhafi varð að eiga alla slagina, sem eftir voru, til að vinna spilið. Allar líkur virtust benda til að minnsta kosti einn slagur tapaðist á lauf. Þegar Vestur vann á tígul- ásinn spilaði hann hjarta 10, sem Suður trompaði. Eftir nokkra umhugsun fann hann þá leið, sem hugsanleg var til að vinna spilið, og skipting þeirra var einmitt þannig, að spilið vannst. Suður tók tvívegs tromp og var inni í blindum. Hann spilaði nú laufadrottningu, og það gerði vörnina vonlausa hjá mótherjunum. Leggi Austur kónginn ekki á lætur Suður drottninguna fara, og fær þá gosa Vesturs í. Blindi er þá spilað aftur inn og laufi svínað gegnum Austur. Ef Austur lætur kónginn á drottninguna eins og skeði í spilinu, vinnur Suður með ásnum fær gosann í hjá Vestri, spilar blindi inn og spilar laufi og svínar. Eins og sést er það einasti möguleiki Suðurs til þess að vinna sögnina, að Vestur hafi gosann einspil í laufi. Það gefur ekki árangur að spila ásnum í von um, að kóngurinn sé einspil, því það hindrar mótherjana ekki í að fá laufslag. Sá möguleiki, að Austur væri einmitt með K-9-7 var lítill, en þar sem það va- <=“;-iasti möguleiki sagnhafa til sigurs, vaið hann að reyna hann. FÁLKINN i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.