Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Síða 20

Fálkinn - 18.05.1964, Síða 20
Sakir þess að margir sjúklingar lifa ekki af fyrsta hjarta- slag sitt, haía séi fræð: vf'ai' lengi verið á þeirri skoðun að eina ráðið til að vinna bug á hjarta- og æðasjúkdómum sé í því fólgið að koma í veg fyrir sjúkdóminn nógu snemma. Vísindamenn nota árangurinn af áralöngu rannsóknarstarfi á sjúkdómsorsökum til þess að fuilkomna sjúkdómsgreiningu hjarta- og æðasjúkdóma áður en sjúkdómurinn hefur lamað hjartað og starfsemi þess svo að ekki verður að gert. Fulikomnari tækni hefur gert þetta kleift. Til dæmis hefur tæki eitt, létt í meðförum, gert iæknum möguiegt að fylgjast með starfsemi hjartans meðan sjúkling- urinn er að sínum daglegu störfum við venjuleg skilyrði. Tækið er borið í ól svipað og Ijósmyndavél og leiðslur tengdar við hörundið á brjóstinu. Tækið er kallað hjartnemi og sýnir á segulbandi allar breytingar á hjartslætti. Með rafeindatækni getur læknirinn lesið á tíu mínútum 60 klukku- stunda „upptöku“. Þessi tæki og önnur svipuð hafa verið reynd og prófuð í nýrri deild í ST Vincent-spítalanum í Portiand í Oregon. Þar hefur komið í ljós að fóik sem hafði ekki minnstan grun um að nokkuð væri bogið við starfsemi hjartans, hafði slæma hjarta- og æðasjúkdóma á byrjunarstigi. Sennilega hefði verið um seinan að hjálpa mörgu þessu fólki ef hjartneminn hefði ekki komið til sögunnar. Slíkar rannsóknir er ekki hægt að gera á iöngum tíma ef sjúklingurinn þarf að sitja eða liggja allan tímann. En þetta nýja tæki hefur þróast frá öðru tæki svipuðu sem notað var til að fylgjast með hjartslætti geimfara úti í geimnum. Þó dauðann beri brátt að hefur það venjulega tekið blóð- tappann sem orsakaði hann langan tima að myndast, stundum mörg ár. En fram að þessu hefur læknum yfirleitt reynst ókleift að fylgjast með eða uppgötva slíka myndun. Með því að beita nýjum aðferðum er hægt að ganga úr Fuilkomnari tækni ■ sjúkdómsgreiningu eykur llkur fyrir lækningu skugga um hvort blóðtappi er að myndast. Geislavirku efni er dælt í smáum stíl í blóðið. Siðan er næmum mælitækjum komið fyrir nálægt hjartanu. Ef æðaþrengsii og samdráttur dregur úr blóðstraumnum getur læknirinn á augabragði séð hvað er um að vera með því að iesa úr þessum mælinga- tækjum. Og nú er notuð jafnvel enn fljótvirkari aðferð. Hægt er að senda gegnum venjulegan síma hjartalínurit og linurit er sýnir rafbreytni (electrical activity) hjartans til rafeindaheila í Washington sem á augabragði framkvæmir sjúkdómsgreiningu svo nákvæma að það tæki margar klukku- stundir að vinna sama verk. Þó vísindamenn hafi öðlast margvíslegan fróðleik um og kunni orðið margar aðferðir til að finna hjarta- og æðasjúk- dóma, þá vita þeir sáralítið hvaða vörnum verður við komið. Fyrir um það bil 15 árum var sprautað kvenhormónum í karlmenn í því skyni að leysa upp i blóði þeirra efni sem kallað er cholesterol en það var taiið valda blóðtappa og öðru slíku. Nýlegar tilraunir í Bandaríkjunum virðast sanna þessa kenningu og um ieið skýra það fyrirbrigði að færri konur en karlar skuli fá hjartaslag. Ný lyf gegn háum blóðþrýstingi — sem tíðast leiðir til Framhald á bls. 36. Sjúklingurinn til vinstri hefur verið útbúinn með tæki sem komið er fyrir undir hörundi hennar og örfar og stillir hjart- sláttinn. Læknirinn til hægri heldur á „útvortis örfa“ sem hafa má í vasa eða í ól um hálsinn eins og röntgenmyndin að baki þeirra sýnir og eru þá leiðslur tengdar við hjartað. ■ , 1| !,ri\ r: \ 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.