Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Page 27

Fálkinn - 18.05.1964, Page 27
stjórnborðsmegin við skipið. Það var eins og heljarhönd hæfi það á loft og kastaði því niður á bakborðshlið. Skipið fór alveg á hliðina og í kaf, allt nema stjórnborðssíðan. Um leið og það kastaðist með slíku heljarafli niður í sjóinn, brotn- uðu allar rúður úr stýrishúsinu og skipstjóraklefanum. Guð- mundur skipstjóri, sem stóð við stýrið stóð um stund á bak- borðsvegg stýrishússins og sjór- inn hækkaði í sífellu unz aðeins höfuðið var upp úr. Um stund virtust möstrin snúa niður, en síðan tók skipið að rétta sig. Möstrin komu úr sjó og síðan þilfarið. Er bakborðssíðan kom upp úr, sást að borðstokkinn vantaði: Brotsjórinn hafði hrifsað allt lauslegt af þilfar- inu og megnið af borðstokkn- um. Máttarviðir voru flestir brotnir niður við þilfar. Guð- mundur sneri skipinu upp í og andæfði með stefnu til suð- vesturs. Kristján Fredreksen hafði verið á leið aftur þilfarið er brotsjórinn hóf skipið á loft. Hann fór kulmegin aftureftir og komst með snarræði að stiga, sem lá upp á stýrishúsið, Þar hélt hann sér meðan . á þessu stóð. Auk þeirra skemmda, sem þegar er getið, slitnaði bak- borðsstaf af frammastri, vír- rúlla, sem boltuð var í þilfarið fram á slitnaði upp. Akkeri sem þar var fór fyrir borð og siglingaljós á yfirbyggingu, svo og allt annað lauslegt sópaðist í sjóinn. í lúkarnum fór allt úr skorðum. Eftir áfallið var allt í einum graut, fatnaður rúm- fatnaður matur og matarílát. Gunnar vélstjóri fór aftur í vél, þó meiddur væri og þar, ekki síður en í hásetaklefa var ömurlegt að litast. Þykkar járn- plötur úr gólfi vélarrúmsins höfðu losnað og kastast upp á véiina, allt lauslegt var úr skorðum gengið, en vélin gekk. Þeir Gunnar og Kristján unnu að því að koma hlutunum fyrir í vélarrúminu eftir því sem við varð komið. Þegar sjórinn fyllti stýrishúsið og skipstjóraklef- ann, varð bæði talstöð og berg- málsdýptarmælir óvirkt. Vb. Sigrún var því sambandslaus við hina bátana og Akranes- radíó, þar sem Guðmundur Guðjónsson sat og kallaði á bát- ana til skiptis og miðaði stefnu þeirra. Nú var komið að hádegi á laugardag. Nokkur leki hafði komið að skipinu þar sem mátt- arviðir borðstokks höfðu brotn- að niður við þilfarið. Óvistlegt var nú orðið hvar sem var. Kalt í hásetaklefa, þar sem ekki var hægt að kynda elda- vélina, en allar rúður brotnar í stýrishúsi og í vistarveru skip- stjóra. Guðmundur stóð við stýri. Hann var alvotur eftir áfallið og vistin köld í glugga- lausu stýrishúsinu. Þórður stýrimaður hvíldi hann um stund, en enn þá hvessti og Guðmundur kom fljótlega að stýrinu aftur. Vindur var nú allmjög genginn til vesturs og undir kvöld var vestan stór- viðri og stórsjóir. Alla nóttina andæfði vb. Sigrún gegn ofviðr- inu, ljóslaus, brotin og illa til reika. Alla þessa nótt stóð Guð- mundur við stýri og varði skip sitt áföllum. Þegar dimmdi varð erfiðara um vik, þar sem illa sást til brotsjóanna. Eftir að vindur snerist til vesturs, gekk á með afspyrnu hvössum hryðjum en á milli þeirra var bjart og tunglsskin. Sagði Guð- mundur síðar að það hefði orð- ið.til mikillar hjálpar. Um nóttina bar vb. Sigrún suð-vestur yfir Flóann og um klukkan sex á sunnudags- morgun höfðu skipsmenn land- kenningu. Þeir sáu vita aftur úr og sagði Guðmundur skip- stjóri að þeir myndu vera í Miðnessjó en vitinn, sem sást of skamma stund tii þess að hægt væri að átta sig til fulln- ustu, mundi Garðskagaviti. Enn þá var veðurofsinn svo mikill að Guðmundur taldi ekki ráð- legt að slá undan, en brátt fór að skíma og veðrið heldur að lægja þótt enn þá væri stór- viðri. Ekkert sást til lands vegna særoks og myrkurs, er þeir hófu undirbúning að land- töku. Þeir tóku rúmdýnur, gegnvættu þær í olíu og bundu færi i:m. Um átta leytið sneri Guðmundur skipinu undan og hélt með mjög hægri ferð ská- halt undan veðrinu með stefnu sem næst norðri. Um leið létu þeir dýnurnar fyrir borð og festu færið aftur á. Olían smit- aði út og lægði sjóina, sem komu æðandi á eftir skipinu, en þess naut of skamma stund við: Sjórinn tætti dýnurnar og eftir nokkra stund voru þær horfnar. Þeir reyndu þá að hella olíu í sjóinn, en rokið þeytti henni út í buskann. Þórður stýrimaður fór nú upp á stýrishúsið og hélt sér þar í handriðið. Hann skyggndist um til lands. Allt í einu reið brotsjór á skipið stjórnborðs- megin og kastaði því á hliðina líkt og daginn áður. Aftur fór Framhald a næstu siðu FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.