Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Side 35

Fálkinn - 18.05.1964, Side 35
Nokkrir réttir úr nautakjöti Franskt buff. 4 sneiðar af nautslundum (filet) Salt, pipar 75 g smjör 1 dl rjómi y2 dl soð 1 msk. koniak. Nautakjötssneiðarnar, sem eiga að vera þykk- ar, steiktar í smjörinu 2—3 mínútur, krydd- aðar (Kjötið á að vera rautt að innan). Pann- an soðin út með soði, rjóma og koniaki, hellt yfir buffið. Parísarbuff. kg skafið nautakjöt Salt, pipar Sítrónusneiðar Framhald á bls. 40. Prjónuð sumartaska úr basti Efni: Nái. 6 búnt hvítt eða mislitt kunst- bast. Prjónar nr. 4%. Töskuhringir um 12Vz cm í þvermál, fallegur hnappur. Taft og vhiselin í fóður. Mynstrið: 1. umf. 1 sl. ★ slegið upp á 1 1. laus framan af, 2 sl. saman, dragið lausu 1. yfir, slegið upp á, 3 sl., endurtekið frá ★ út umf. 2. umf. og allar jafnar umf: brugðnar. 3. umf.: 1 sl. ★ 3 sl., slegið upp á, 1 1. laus fram af, 2 sl saman, dragið lausu lykkjuna yfir, slegið upp á, endurtekið frá ★, endurtekið með 1 sl. Prjónið 4. umf. Endurtekið frá 1—4 umf., sem mynda mynstrið. Aðferðin: Fitjið upp 62 1. og prjónið mynstrið. Þegar lengdin er um 20 cm eru felldar af hvoru megin 1, 2, 3, 4, 5, 6 1. í byrjun næstu umf. Aukið því næst út í næstu umf. 6, 5, 4, 3, 2, 1 1. hvorum megin. Prjónið 20 cm til viðbótar, fellt af. Pressað lauslega á röngunni. Frágangur: Fóðrið á að vera tvöfalt, svo klippt er úr taftinu 2 jafnstór stykki, sníð- ið eftir prjónaða stykkinu, bætið við 1 cm fyrir saumfari allt í kring. Klippið eitt hlið- stætt stykki af vhiselini, þó án saumfars, og jafnvel Vz cm minna en það prjónaða. Leggið taftið saman, látið réttuna mætast, saumið 1 cm breiðan saum allt í kring í saumavél. Op skilið eftir í kantinum að ofanverðu. Snúið taftinu við og komið vhiselininu f-''>-ir innan í í taftfóðrinu. Framhald á bls 40. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.