Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Qupperneq 36

Fálkinn - 18.05.1964, Qupperneq 36
Gamli tíminn Framhald af bls. 15. — Víst er það. Ég kvæntist þetta en hef engan krakka átt. — Og hvernig var Ólafsvík í gamla daga? — Þetta var hálfgert hall- ærispláss Hér sást varla maður heima við, á sumrin mátti heita mannlaust, hér var ekkert við að vera. Og kvenfólkið fór líka strax eftir sumarmál. Nú er orðin breyting á, nú kemur það hingað af fjörðunum. Já, þetta var hálfgert hallærispláss ef ég á að segja eins og ég meina. Og það var voðaleg berklaveiki, ég gæti trúað að ég myndi eftir allt að 15—20 unglingum hér sem dóu úr berklaveikinni árið 1925. Það var bara svona. Og þrældómurinn, tómir árabátar Og það var svoleiðis að ef ég lagði inn fisk, gat ég ekki feng- ið út á hann nema í þeirri verzlun, aur sást varla. — Og heldurðu að fólki líði betur á sálinni nú á þessum allsnægtatímum? — Það hlýtur að vera, svarar Jón sem orðinn er 72 ára, það hlýtur að vera annað að horfa fram á sæmilega ævi en vand- ræðatíma. Þá var iðulega að konan missti rnann sinn, þá var komið til þeirra af oddvita og heimilið tekið upp. Ég skal segja þér eitt dæmi úr Staðar- sveit, þar voru hjón sem hétu Þórey og Árni og þau áttu fimm börn. Hann deyr úr lungna- bólgu, Árni, 45 ára gamall, eftir því sem nútímarnir segja. En ég veit bara þetta: oddvitinn fer daginn eftir jarðarförina til konunnar og ekki veit ég hvað þeim fór á milli en elzta telpan er send að Miðhúsum í Bx-eiðu- vík og með henni fer önnur kýrin og eitthvað af kindum. Næsta stúlka hét Sólveig og hún fór að Hólakoti til Jóns Sigurðssonar og með henni fara tveir hestar og eitthvað af kind- um. Að Ytri-Görðum fer dreng- ur sem Jón heitir og með hon- um hin kýrin og eitthvað af kindum. Hin dóttirin, Þórunn fer að Lýsudal og með henni hesturinn og það sem eftir var af kindunum. Þá er eitt barnið eftir, átta ára drengúr. Þeir segja henni, konunni, hún verði að sjá fyrir honum. Og á þriðja degi fer hún í vinnumennsku að Hofstöðum I Miklaholts- hreppi með drenginn með sér og pjönkurnar á bakinu og er þar um veturinn og síðan í Eyrarsveit. — Hvar bjuggu þessi hjón, Þórey og Árni? — Það hét Lukka, smákot eins og þetta voru. Og seinast var hún með Nikulási þeim ... Jökull. FulSkomnari tækni Framhald af bls 20. hjartasjúkdóma — hafa orðið til þess að dauðsföllum af þeirra völdum hefur fækkað um 44% á s.l. 15 árum. í því skyni að koma í veg fyrir og hindra hjarta- og blóð- sjúkdóma hafa tilraunir verið framkvæmdar um langt árabil á sjálfboðaliðum. Árið 1949 hófst ein slík til- raun með 5000 heilbrigðum konum og körlum. Sá hópur gengst undir skipulegar rann- sóknir á 20 ára tímabili. Vís- indamenn eru með því að kom- ast fyrir hugsanlegar orsakir þessara sjúkdóma. í sama skyni hafa 1500 konur og karlar, allt heilbrigt fólk, búsett- um öll Bandaríkin, heitið því að haga mataræði sínu sam- kvæmt ströngum fyrirmælum lækna. Þannig gætu vísinda- menn rannsakað áhrif ýmissa fæðutegunda á starfsemi hjart- ans. Þetta fólk neytir mjög lítillar dýrafeiti en þess meir af græn- meti og sjávarafla. Með því móti er talin minni hætta á að cholesterol myndist í blóðinu. Skurðlæknar Framh. af bls. 21. alveg lokaðai'. Dr. Bernhard opnaði æð nærri hjarta þessa tólf klukkustunda gamla sjúkl- ings og gat á þann hátt opnað blóðinu aðgang að lungunum þar sem súrefnið fékkst. Þessi uppskurður bjargaði lífi barns- ins en síðar meir, er því vex fiskur um hrygg, er nauðsyn- legt að gera annan uppskurð til að lagfæra betur hina með- faeddu galla. í Rochester General Hospital í Rochester, New York, lifði örsmátt kornabai'n (sem aðeins vó 1,4 kíló) af uppskurð sem var í því fólginn að lag- færa óeðlilega víðan samgang tveggja æða nálægt hjartanu. Telpan hafði fæðst fyrir tímann og er talið að hún sé minnsta barn sem nokkru sinni hefur lifað slíkan uppskurð, lyf höfðu verið reynd á henni árangurs- laust. Hún var 54 daga gömul þegar uppskurðurinn var gerð- ur. í dæmigerðri skýrslu frá bandarískum lækningastöðv-, um, segir frá því að skurðlæki-x-i ir í Baylor University hafi gert skui'ðaðgerðir á 500 ungbörn- um síðastliðin fimm ár og 363 þeirra hafi vei’ið bjargað frá bráðum bana. Skurðlæknarnir lagfærðu meðfædda hjarta- galla, meinsemdir í æðakerf- inu, fjarlægðu hindranir og komu fyrir bráðabirgðasam- gangi milli æða. Róttækasta hjartaaðgei'ðirv. sem nú þekkist er þó sú að fjarlægja með öllu sjúkt hjarta ' og græða í staðinn annað úr dánum manni eða algert gerfi- hjarta. Að þessu vinnur flokk- ur skurðlækna í Stanford Uni- versity í' Palo Alto í Kaliforníu. Ef þessir brautryðjendur hafa heppnina með sér er ekki ósennilegt að stofnaðir verði hjartabankar eins og augna-^ bankar, blóðbankar, og aðrir slíkir þar sem geymd eru djúp-. fryst mannabein, skinnbútar og aðrir líkamshlutar unz til þarf^ að taka að græða þá á sjúklinga sem þeirra þurfa með. Lengst hafa þeir náð í því að nema brott hjartað úr þrem-, ur hundum og græddu sam-, stundis sama hjartað í þá aftur, Hundarnir lifðu þi'jú ár eftir þetta við beztu heilsu og vaið ekki meint af. Hins vegar hafa slíkir hjarta- ,,flutningar“ til þessa strandað á sömu hindrun og flutningur annarra mikilvægra líffæra manna á milli, nýrna, lifur og lungna. En í flestum tilfellum hefur þetta farið út um þúfur nema helst þar sem náskylt fólk á í hlut. Líkami sjúklings bregst við hinu framandi líf- færi eins og hálfgerðum sjúk- Það er leikur einn rnpiiai POLYTEX # PLASTMÁLNINGIN SEM ER SÉRLEGA ÁFERÐARFALLEG AUÐVELD í NGTKUN, ÞEKUR MJÖG VEL CG FÆST í MIKLU ÚRVALI FALLEGRA LITA POLYTEX PLASTMÁLNINGIN SKER SIG ÚR i . ÞVÍ LITIRNIR HAFA ÓVENJU MILDAN OG DJÚPAN BLÆ Gerið heimiiið hiýlegra og vistlegra með Polytex 30 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.