Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Page 12

Fálkinn - 22.06.1964, Page 12
Anna María skrifaði Kon: tantín ekki oft, hún notaði heldur símann. Þegar Anna María prinsessa giftist Konstantín Grikkjakonungi í september næstkomandi, verður hún yngsta drottning í heimi. Stutt er síðan hún kvaddi skólasystur sínar í kvennaskóla í Sviss, þar sem hún eyddi yndislegustu dögum æsku sinnar. r Þegar Páll Grikkjakonungur lézt, breyttist líf Önnu Maríu prinsessu gjörsamlega. Hún hafði þá um nokk- urt skeið verið á kvennaskóla í Sviss og lifað glaðværu og áhyggjulausu lífi skólastúlkunnar. En allt í einu blasti alvaran við: Hún hafði verið trúlofuð Konstantín Grikkjaprinsi og var aðeins beðið eftir að hún yrði myndug og þá gæti brúðkaup þeirra farið fram. Raunar hafði Anna María verið send í kvennaskóla í Sviss. Uppeldi hennar og menntun hafði í engu verið frábrugðið því sem stúlkur frá hinum beztu f jölskyldum í Danmörku fá, en þegar Páll Grikkjakóngur lézt var hún á 18. ári og á aðeins sex mánuðum varð hún að læra það sem erfiðast er allra hlutverka í lífi kon- unnar: Það að vera drottning. Önnu Maríu hafði liðið vel í skól- anum, þótt hann væri strangur. Kennslustundir hófust kl. 7 og vinnu- deginum var ekki lokið fyrr en 11 um kvöldið. Dagurinn byrjaði með kennslustund í frönsku, en þar fékk Anna María mjög háar einkunnir, Konstantín og Anna María þegar þau kunngjörðu trúlofun sína. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.