Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 22.06.1964, Qupperneq 28
NILFISK VGRXDAR COLFTEPPIN því hún heíur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir tepp- in, kemst undir iægstu húsgögn og DJÚPHREINSAR jafnvel þykkustu gólfteppi fullkom- lega, þ. e. nær upp sandið smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem ber- ast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sog- afli. Aðrir NILFISK kostir: ★ Stillanlegt sogafl ★ Hljóður gangur ★ Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki, áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fylgja, auk venjulegra fylgi- hluta ★ Bónkústur, hárþurrka. málningarsprauta, fatabursti o. fl. fæst aukalega. ★ 100% hreinleg og auðveld tæming, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hrein- legustu rykgeyma, sem þekkjast í ryk- sugum, málmfötu eða pappírspoka. ★ Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hérlendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notkun enn, þótt ótrúlegt sé. ★ Fullkomna varahluta- og viðgerðarþjónustu önnumst við. Úrval annarra heimilistækja. Sendum um land allt. O.KOR1ERIJPH4MSE1II Sími 12606 - Suðurgötu 10 - Reykjavík Sendið undirrituðum nánari upplýsingar (mynd, verð, greiðsluskilm.f um: Nafn heimili: Síðasta ferftin Framhald af bls. 26. Hann bauð okkur skipstjór- anum að vera viðstaddir kvik- skurð annars kvendýrsins. Þetta skeði daginn áður en skipstjórinn missti vitið. Nú, við stóðum þarna og horfðum á hann. Fyrst eftir að við komum inn þyrptust dýrin að rimlunum og ýlfruðu og öskruðu. Óþægilega hátt. Alveg eins og þau væru að reyna að tala við okkur. Læknirinn firðflutti annað kvendýrið — þau voru tvö og tvö karldýr — yfir á skurðborð- ið og ólaði það þar niður. Svo hóf hann kvikskurðinn. Fyrst í stað veinaði kvendýr- ið afskaplega og mér finnst satt að segja enn þá að læknirinn hefði átt að gefa því eitthvað svæfandi. Það er ekki skemmti- legt að hlusta á dýr kveljast svona. En læknirinn benti mér á að þetta væri aðeins skynlaus skepna. Hann sagðist læra meira á því að deyfa ekki neitt. Smátt og smátt urðu hljóðin í kvendýrinu veikari og veik- ari. Loks hættu þau alveg. Skipstjórinn varð eitthvað ókyrr. Hann er svo næmur fyr- ir tilfinningum annarra. Það fylgir með þegar menn eru móttækilegir eins og hann. Stundum hefur hann lesið hugsanir dýra. Já, það er ótrú- legt en engu að siður satt. Ég trúi því að minnsta kosti, þó enginn annar hafi fengist til að trúa honum. En hann hafði verið við- staddur kviðskurði fyrr. Ég skil þetta eiginlega ekki. Ég á við, hvers vegna hann sleppti sér daginn eftir. Hann reyndi að kyrkja lækn- inn. Hrópaði að hann hefði myrt konuna sína. Ég varð að slíta hann af lækninum og við hjálpuðumst að við að leggja karlinn í bönd. Hann veinaði og grét alla heimleiðina og mér skilst að hann veini enn. En læknirinn getur gefið ykk- ur nákvæmari skýrslu um þetta en ég. Hann er sérfræðingur- inn. Því ég segi þetta með svo mikilli fyrirlitningu Hvort mér sé illa við lækninn eða hvað? Ja, mér er að minnsta kosti ekki vel við hann. Ég veit eigin- lega ekki hvers vegna, en mér er ekki beint hlýtt til hans sem stendur. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.