Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Side 36

Fálkinn - 22.06.1964, Side 36
Tvær lystugar eplakökur 250 g hveiti 100 g smjör ögn af salti 2 msk. sykur Nál. 1 dl vatn 1 kg epli Hveitið sáldrað, salti og sykri blandað saman við, smjörlíkið mulið saman við, vætt í með það miklu af köldu vatni, að deigið verði meðfæri- legt og auðvelt að fletja það út» Deigið látið bíða vel til-byrgt um V>| klukkustund, áður en það er flatt úti og tertumót þakið að innan með því,; ■ Flysjið helminginn af eplunum skerið þau smátt, setjið eplin ofan b mótið, stráið vel af sykri ofan á, ef vill er gott að krydda annað hvort með kanel eða rifnum sítrónuberki. Hinn helmingurinn af eplunum flysjaður og nú eru þau skorin í báta, sem raðað er fallega ofan á litlufl eplabitana (sjá mynd). Örlitlum-V' sykri stráð ofan á. Bakað við meðal hita um 30—35 mínútur, þar til deig- ið er gegnbakað og eplin fallega gul- brún. ' Kaka.þessj er jafngóð, hvort held- ur hún er borin fram heit, volg eða köld. Sé hún heit eða volg er gott að bera með henni ís. Eplakaka mcð hlaupi. Bakið tertubotn úr: 200 g hveiti, 140 g smjör, 70 g sykur og 1 egg. Notið fingurgómana til að mylja smjörið saman við sáldrað hveitið, blandið sykri og sundurslegnu eggi saman við. Deigið látið bíða um V2 klst. áður en það er flatt út. Hyljið botn og hliðar á tertumóti með laus- um botni útflöttu deiginu. Bakað vicj 200—225° í nál. V2 klst. Flysjið 1 kg af eplum skiptið þeira í 4 hluta langsum, takið kjarnahúsið úr og skerið síðan eplafjórðungana í smærri bita þversum. Sjóðið eplin í það miklu vatni, sem í er sykur og vanilla og Va sítróna, að þau fljóti og sjóðið bara eitt lag í einu. Gætið þess að sjóða eplin ekki of mikið. Takið þau upp með gataspaða, svo sígi vel af þeim. Hellið eplasafanum í gegnum stykki, takið 3 dl af saftinni og setjið út i hana 5 blöð af útbleyttu matarlími; látið kólna. Á meðan er eplabitunum raðað í kalda tertuskelina, ásamt rúsínum, sem hafa legið í bleyti yfir nótt t. d. i' madeira eða eða sherry. Flysjuðum og flöguðum möndlum stráð yfir. Þegar saftin er orðin köld og að því komin að hlaupa, er henni hellt yfir. Kakan geymd á göldum stað, þar til saftin er hlaupin. Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.