Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Page 37

Fálkinn - 22.06.1964, Page 37
| Litlar rabarbara- ábætiskökur Vorrabarbarinn er mjög ijúffengur og sé hann soðinn varlega og kryddaður vel með sykri og van- illu, er hann prýðileg fylling í litlar ábætiskökur. — Hreinsið smáan rabarbara, skerið hann í jafna bita, sem soðnir eru í sykurlegi með vanillu. En gætið vel að suðunni, rabarbarinn á bara að verða meyr, má alls ekki sjóða í mauk. Látið síga vel af bitunum og þeir kældir. Botnarnir í kökurnar eru , búnir til úr: 250 g hveiti, 160 g smjöri (smjörlíki), 80 g sykri 1 egg, hnoðað léttilega saman, þarf að biða að minnsta kosti 1 klst, áður en deigið er flatt þunnt út. — Skornar út kringlóttar kökur, búnir til jafnstórir hringir, sem settir eru ofan á kökurnar sem grind í kring. Fallegt er að gára grindverkið með fingurgómunum. Kökurnar bakaðar, þar til þær eru gulbrúnar, við 225° í um 5 mínútur. Síðan er hægt að útbúa ábætiskökurnar á ýmsan hátt: 1. Fremsta kakan er þakin með rabarbara- og ananasbitum.Rjóma sprautað í kring. 2. Kakan til vinstri er aðeins þakin með rabar- barabitum, rjóma sprautað ofan á. 3. Kakan til hægri er þakin með rabarbarabitum sem hjúpaðir hafa verið með hlaupi (rabar- barasafi hleyptur með matarlími). Gróft, söx~ uðum möndlum stráð yfir. ' 4, Rabarbarabitunum er raðað ofan á í vajniiu- bráð (t. d. úr pakkabúðing). Skreytt með rjómatoppum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.