Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Síða 19

Fálkinn - 29.06.1964, Síða 19
 Þeir sem áttu leið hjá Breiðholtsréttinni um fjögur- leytið mánudaginn 15. júní, anno domini 1964, ráku upp stór augu. Ýmsir kunnustu borgarar Reykjavikur stóðu á barmi malargryfjunnar miklu og ýmist teymdu reiðhjól eða hjóluðu, — sumir svolítið var- lega að vísu. Þarna voru samankomnir tíu mætir borgarar á vegum Fálkans og nafni hans, verzlunin Fálkinn lagði reiðhjólin til. Eins og flestum er enn í fersku minni kom einn af þekktustu hjartasjúkdómasérfræðingum heimsins hingað til lands fyrir skömmu og hafði hann orð á því, að nútímamenn hreyfðu sig allt of lítið. Hóglífið er heilsunni hættulegt, ekki hvað sízt hjartanu, og áðurnefndur sérfræðingur ráðlagði mönnum eindregið Þetta er óneitanlega frítt lið og föngulegt, búið að taka sér stöðu á Fálkahjólunum. Það er víst óþarfi að telja nöfnin upp en bezt að gera það samt. Frá vinstri: Séra Árelíus Níelsson, Guðmundur Jónsson, Kristín Anna Þórarins- dóttir, dr. Páll ísólfsson, Matthías Jóhannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Tímans, Sigurður Sigurðsson, íþróttafrétta- maður, Kristinn Hallsson, Nína Sveinsdóttir og Jón Múli Árnason. „Þó maður sé alveg klár í þessu er ekkert verra að æfa sig agnarlítið. Nei, enga vitleysu, þið takið enga mynd af þessu .. að selja stóru og fínu bílana sína, — og fá sér reiðhjól x staðinn. Ekki er okkur kunnugt um það, hver áhrif orða þessa mæta manns hafa oxð- ið, en ekki höfum við tekið eftir neinum þekktum borgurum á hjóli að undan- förnu. Líklega hafa þeir yfirleitt látið sér nægja að hugsa um í’eiðhjólin — og sitja áfram í makindum í dollaragrín- inu sínu. Því var það, að við leituðum til nokkurra þekktra borgara hér um dag- inn og stungum upp á því að þeir stigu á reiðhjól og rifjuðu upp listir sínar á því sviði. Er ekki að orðlengja það, að þeir tóku málaleitan okkar með miklum ágætum og sömu sögu er að segja af verzluninni Fálkanum, sem lagði okkur til hin ágætu Fálka-reiðhjól, sem vitan- lega gegndu sínu hlutvexki af mestu prýði. Við ókum inn að réttinni í þremur Steindórsbílum. í bílnum, sem fyrstur var á vettvang, var einn af okkar mæt- ustu klerkum, séra Árelíus Níelsson. Ég vissi ekki af því, þegar ég talaði við hann um að gera þetta, að hann gat eiginlega ekki neitað (og er nú raunar

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.