Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 6
FERÐAHAND-
BOKIN
er komin út
Nýlega er komin út bók, sem er hverjum þeim manni,
sem ætlar að ferðast um landið, nauðsynlegur ferða-
félagi. Það er ferðahandbókin, en útgefendur hennar
nú eru Örlygur Hálfdánarson og Örn Marinósson.
Ferðahandbókin kom síðast út árið 1961 og eins og
hvert mannsbarn getur séð, hefur margt það, sem upp-
lýsingar þarf að gefa um í slíkri bók, breytzt á þeim
tíma sem síðan er liðinn. Bók þessi þarf ávallt að flytja
nýjustu upplýsingar, án þeirra nær hún á engan hátt
tilgangi sínum. Erlendis tiðkast slíkar bækur mjög og
er vel til þeirra vandað og þær taldar ómissandi.
Við fljótlegan yfirlestur ferðahandbókar þeirra Örlygs
og Arnar virðist hún búin þeim kostum, sem góð ferða-
handbók þarf að vera búin. Satt að segja verður maður
undrandi við lestur hennar yfir því, hve margt er hægt
að telja upp í sambandi við þjónustu okkar við ferða-
menn, sem okkur finnst oft með réttu næsta bágborin.
Það er ef til vill erfitt að gefa tæmandi upplýsingar í
svona bók, en þótt við leituðum með logandi Ijósi í bók-
inni að einhverju, sem hægt var með sanngirni að kvarta
yfir að væri ekki í henni, tókst okkur ekki að finna það.
Flestir, sem eitthvað hafa ferðast á eigin spýtur um
landið, kannast við það, þegar þeir koma í ókunnugt
þorp, eða kaupstað. og þurfa að finna þar einhverja
ákveðna stofnun. Ér hægt að fá gistingu, er hægt að fá
mat keyptan? Er læknir á staðnum? Er lyfjabúð hérna?
Er hægt að fá gert við það sem er í ólagi í bílnum? Eru
verzlanir hér? Eru söluturnar opnir, eftir lokun? Er
hægt að fá filmur keyptar? Og hvar er hægt að fá þessa
þjónustu og hjá hverjum? Við öllu þessu eru veitt greið
svör i Ferðahandbókinni. Að ógleymdum upplýsingum um öll þau
fyrirtæki, ferðaskrifstofur, flutningafyrirtæki og þess háttar, sem
annast skipulagningu fólksfiutninga og fiutningana sjálfa.
Og Ferðahandbókin er ekki einskorðuð við byggðir og þjóðvegi.
í bókinni er að finna ýtaxlega grein með uppdrætti eftir Sigurjón
Rist um bifreiðasióðir hálendisins og er nafn hans eittf
næg trygging fyrir því, að vel er fyrir þeim kafla séð.<
Þá er að geta góðrar og ýtarlegrar leiðarlýsingar um
Vesturiand, eftir Gísla Guðmundsson, og fylgir henni
uppdráttur af svæðinu. Er ætlunin að birta smám saman
leiðarlýsingar af öllu landinu. Þessi kafli er kærkominn
öllum þeim, sem um þetta svæði fara, en einmitt núna
eru Vestfirðirnir að ,,opnast‘‘‘ fyrir ferðamönnum, og
flestir þar harla ókunnir.
Ekki má gleyma grein, eftir Finn Guðmundsson um
íslenzka fugla með teikningum af þeim og er hún vafa-
laust kærkomin náttúruskoðendum öllum. Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri, skrifar um lax og silungsveiði í,,
ám og vötnum, og þannig mætti lengi telja.
Hér hefur verið getið um nokkur stór atriði, en í
fáum orðum má segja, að þessi bók geymi upplýsingarj
um allt mögulegt, sem ferðamaður þarf að vita á ferðum
sínum um landið, og það er hiklaust óhætt að mæla
með því að þeir sem ferðast festi kaup á henni. Þær
krónur, sem hún kostar, munu koma margfaldar til
baka í ferðalaginu, auk þeirrar ánægju, sem það veitir
að vita, að hverju maður gengur á hverjum stað.