Fálkinn - 13.07.1964, Side 8
SJÁLFSÆVISAGA
hann minntist á að ég léti ame-
ríska sérfræðinga skoða mig.
Ég var fús að gera allt sem i
mínu valdi stóð til að vernda
hamingju okkar.
Hið sorglega og skyndilega
fráfall Ali Reza rétt fyrir brott-
för okkar gerði málið enn erfið-
ara viðfangs. Fram til þess tíma
hafði lausn málsins verið kom-
in undir vilja keisarans. Hann
hafði alltaf haft þessa lausn —
að útnefna Ali sem eftirmann
sinn. En nú var enginn löglegur
eftirmaður lengur. Allir hinir
synir Reza keisara voru fæddir
af Kadsharprinsessum og hann
hafði kveðið á skýrt og skorin-
ort að enginn sem væri af fyrri
vaidhöfum mætti setjast í Pá-
fuglsstólinn.
||
-H-fl.inn 8. desember 1954
komum við keisarinn á Pres-
byterian Medical Center á Man-
hattan. Var það álitin fullkomn-
asta klínik borgarinnar. Fræg-
Þegar honum var sýnd morð-
tilraun 1949, sem hann slapp
naumlega frá, reyndu ráðgjaf-
ar hans að fá hann til að skipta
um skoðun. Hirðmaður sem við-
staddur var sagði mér eftir
minni eftirfarandi:
Ráðherra: Er yðar hátign
ljóst að í dag hefði hásæti írans
fullt eins vel getað verið autt?
Keisarinn: Eins og þér sjáið
er allt í lagi með mig.
Ráðherra: Engu að síður
held ég að yðar hátign ætti
nú loks að útnefna hugsanlegan
eftirmann sinn.
Keisarinn var þá þrítugur að
aldri og hafði verið skilinn frá
Fawziu í tvö ár. Hann þótti all
djarftækur til kvenna, en ekk-
ert útlit var fyrir að hann hygð-
ist festa ráð sitt í náinni fram-
tíð.
Keisarinn: Upp á hverjum
viljið þér stinga?
Ráðherra: Kannski er augljós
lausnin fyrir yðar hátign að
útnefna Ali, bróður yðar.
Keisarinn: Ali? Ég vildi
gjarna fá að hugsa málið.
Ráðherra: Þetta þolir enga
bið, yðar hátign. Hvenær sem
þér leggið af sað í litlu flug-
vélinni yðar flýtum við okkur
að biðja fyrir yður.
Keisarinn, brosandi: Hafið
engar áhyggjur vinir mínir. Ég
hef hugsað mér að vera hjá
ykkur framvegis og guð mun
gæta mín.
Jafnvel þá gat enginn komið
inn vafa hjá keisaranum um
„köllun“ sina. Hann var sann-
færður um að hann og hann
einn gæti leitt þjóð sína götuna
fram eftir veg. Og ekki verður
því neitað að hingað til hefur
hann reynzt því fullvaxinn.
Honum þótti innilega vænt
um Ali Reza, sem var eini al-
bróðir hans og hann sagði oft:
„Ali er miklu betri maður en
ég.“
En bersýnilega áleit hann
ekki unga prinsinn hæfan til
að verða þjóðhöfðingja.
Svo að allt var við sama og
áður. Þó að heimsblöðin gæfu
oft í skyn, að Ali væri sjálf-
kjörinn erfingi krúnunnar hafði
hann aldrei opinberlega fengið
titilinn. Krúnan varð áfram að
vera háð lífi keisarans, meðan
hann átti engan son.
Ég fann að þrá hans eftii; syni
óx jafnt og þétt. Þar sem hann
elskaði mig reyndi hann eftir
beztu getu að dylja óþolinmæði
sína. En í slíkum málum er ekki
hægt að leika á konu, og ég
þjáðist af innsta hjartans
grunni að mér tókst ekki að
uppfylla þessa ósk hans.
Þess vegna hikaði ég ekki
andartak að samþykkja það, er
ustu læknar höfðu eftirlit með
sjúklingum og jafnframt nutu
þeir allra þæginda sem hugsan- <
leg og óhugsanleg voru á lúxus
hóteli.
í þrjá daga vorum við rann-
sökuð hátt og lágt. Og að þeim
loknum var okkur tilkynnt að
við værum bæði mjög hraust
og kenndum okkur hvergi
meins.
„Og hvað um mitt sérstaka
vandamál,“ spurði ég áköf.
„Við finnum enga ástæðu fyr-
ir því að yðar hátign geti ekki
orðið móðir,“ var svarið. „Þér
verðið aðeins að vera þolin-
móð.“
„Ég þarf ekki að ganga undir
neina læknisaðgerð, sem flýtti
fyrir líkunum til að verða
barnshafandi?"
„Nei, þetta er aðeins spurn-
ing um tíma.“
Þessi úrskurður gaf okkur
8
FALKINN