Fálkinn - 13.07.1964, Síða 15
Það var að minnsta kosti
blessunaryert.
„Fáið yður dálítið af sykur-
kökunum mínum, Ég lærði að
gera þær, þegar ég var í
Briissel. Mér líkar ekki við
þessa Belgi — þeir geta ekki
einu sinni gert það upp við sig,
hvaða mál þeir vilja tala — en
þeir eru ekki sem verstir mat-
reiðslumenn."
Á meðan ég drakk teið, og
borðaði hverja sneiðina á fætur
annarri af sykurkökunni — ég
borðaði alltaf eins og hestur,
þegar ég var niðurdregin —
reyndi ég að hugsa ekki um
það, að Madame Prosper tæk-
ist að finna foreldra barnsins.
Ég hafði mikinn áhuga á að
beina viðræðunum inn á aðrar
og skemmtilegri brautir, svo ég
sagði: „Þér þekkið lækninn
mjög vel, eða er það ekki?“
Ánægjan geislaði af henni.
Ég hafði náð enn sterkari tök-
um á henni, vegna þess að ég
borðaði svo mikið af kökunni
hennar. Henni geðjaðist vel að
mér, af því að ég var vingjarn-
leg, ung, útlend og þar að auki
í vandræðum. Henni líkaði ég
vegna þess að ég var tilbreyt-
ing í lífi hennar. Álit hennar
á mér hafði ekki minnkað, þe-
ar hún komst að því, að ég
kynni ekki eða strauja eða þvo
af barni. Ég var skjólstæðing-
ur hennar.. Nú var hún í rétta
skapinu til þess að hægt væri
að fá hana til að segja mér
leyndarmál.
„Segið mér eitthvað meira
um dr. Whittaker. Sagði hann
ekki, að hann hefði einu sinni
málað —“
,,Já, það er stór sorg í lífi
hans. Hann hefur orðið fyrir
mörgum, en ef til vill var þetta
sú fyrsta. Hann á mjög bágt.“
En sú vitleysa! Hann er svo
— það er allt í lagi með hann.“
„Það er hans vörn gegn líf-
inu. Hann þekkir sig vel á þess-
um slóðum. Hann sagði mér, að
hann hefði verið hér, sem ung-
ur maður, stúdent. Honum
þykja fjöllin falleg. Hann hef-
ur alltaf elskað Frakkland.
Hann hafði vonazt eftir að geta
málað hér.“
Ilún beygði höfuðið fram á
í gegnum lágar dyr.
við, eins og hún væri að ganga
„En maður hefur ekki tíma
til þess að mála, ef maður er í
læknisfræði ...“
„Hanp hafði aldrei hugsað
sér að verða læknir heldur
málari. Móðir hans > lista-
maður, mjög fræg á sínum
tímá. Faðir hans var skurð-
læknii , mikill maðui — snobb,
en mjög fágaður. Ég held ekki
að lækninn okkar langi til þess
að líkjast honum. Faðirinn
lézt, þegar Alexandre var
drengur, og móðirin, — það er
mikil sorgarsaga.
Oh, haldtu nú áfram, hugs-
aði ég og reyndi að láta ekki sjá
óþolinmæðina á mér, á meðan
hún var að segja mér frá ein-
hverju, sem ekki var spennandi
eða sarglegt.
„Hún dó úr krabba, þegar
hann var nítján ára. Hann
hafði rétt lokið námi, var far-
inn að mála fyrir alvöru. Hann
var vanur að mála úti undir
beru lofti allan daginn — hann
málaði hvað sem var. Hafið,
himininn, langar og blautar
skógargötu, akrana, hafnirnar,
skipin, gömlu hlóðirnar, ljósið.
Alltaf það sem bjart var. Stund-
um málaði hann í hellirigningu,
og hann sagði mér — hugsið yð-
ur bara — að rigningin -hefði
verið svo mikil, að hún þvoði
alla málninguna af striganum
jafnóðum og hann málaði.
Hann sagðist hafa séð sýnir. Og
þá varð móðir hans veik, hún
dó mjög fljótlega á eftir, vesa-
lings konan, aðeins eftir þrjá
mánuði. Og hún grátbað hann
að fara að læra læknisfræði.
„Oh — en —“
„Nei, nei,“ sagði Madame
og las í andliti mínu. „Enn er
til fólk, sem hugsar um það,
sem foceldrar þess segja, og
finnst það verði að standa við
heit, gefin við banabeð.“
„Ég sagði ekki, að maður
ætti ekki að gera það.“
„Mörgum finnst það nú samt.
Alexandre er einmitt á þeim
aldri að hann tilheyrir kynslóð
sem ber virðingu fyrir hinum
látnu.“
„Það, sem ég ætlaði að segja,
var aðeins, að deyjandi fólk
hefur ekki rétt til þess að
þvinga ættingja sína til þess að
lofa hinu og þessu.“
„Þér eruð harðar, mademoi-
selle,“ sagði Madame Prosper
með aðdáun. „Ef til vill var
hann fæddur læknir."
„Mér finnst þetta hljóma lík-
ar því, sem hann hafi verið
fæddur málari. En hann getur
nú enn orðið það. Honum er enn
umhugað um málaralistina . ..
hvers vegna málar hann ekki
núna?“
„Þér verðið að spyrja hann.“
„Svo hann hætti við allt, og
varð læknir . ..“ svaraði ég.
Það var mollulegt í herberg-
inu. Það var þjakandi og niður-
drepandi þar inni. Ég var hálf-
hrædd við að heyra meira um
Alexander Whittaker. Að hann
I
væri ekkill, eða hefði misst
barn, eða eitthvað annað hræði-
legt hefði komið fyrir í lífi
hans. Mig langaði til þess, en
ég vildi samt ekki vita leyndar-
málin í andliti hans.
„Líf hans varð eintóm sorg,
þegar hann varð fullorðinn,“
sagði hún, eins og hún væri að
kveða upp dóm. „Og svo kom
hann hingað frá einni af borg-
unum ykkar í Mið-Englandi.
Læknirinn okkar dó. Við gát-
um ekki annað en gengið að
því.“
Mér fannst það ekki mikið.
„Ah, Martine! Þér hefðuð átt
að sjá hann, þegar hann kom
fyrst til þorpsins okkar. Hann
brosti aldrei. Andlitið var
gríma. Hve ólíkur hann var
drengnum, sem ég hafði þekkt.“
„Svo þér þekktuð hann, þeg-
ar hann var ungur?“
Madame Prosper hrökk við,
eins og ég hefði staðið hana að
einhverjum glæpi. Hún varð
eldrauð niður á háls, líkast því,
að ég hefði hellt köldu vatni yf-
ir hana.
„Já, nei. Ég vildi helzt ekki
þurfa að segja frá því.“
Það var þýðingarlaust að
þrátta. Hún leit út fyrir að vera
hrædd.
Ég þakkaði henni fyrir teið,
bætti síðan setningu við um
sykurkökuna hennar, og fór út
í góða veðrið, en það var dá-
lítið farið að kula, því tekið var
að kvölda. Ég labbaði heim á
leið eftir steinlögðum götunum.
Þorpið var lítið og rólegt, fá-
ar verzlanir og húsin voru
hlaðin úr steini og eins og
aprikosur á litinn. Hús læknis-
ins stóð við annan enda þorps-
ins og varðmaður á hæðarbrún.
Þarna var kaupmaður, sem
seldi vín, grænmeti, osta og
heimatilbúið fars beint frá eld-
húsi, sem var bak við búðina.
vo va.r slátrarinn í húsi, sem
eflaust var ekki yngri en frá
sextándu öldinni og það var
svo dimmt inni, hjá honum, að
maður gat ekki greint hið ágæta
kjöt hans. Þarna var líka kirkja
tileinkuð heilagri guðsmóður,
sem fólkið þarna um slóðir
dýrkaði mikið, og að lokum var
bær tvíburanna stærsta og
bezta búið í margra mílna fjar-
lægð.
Það var ekki þéttbýlt í sveit-
unum umhverfis. Dr. Whittak-
er sagði mér oft, að hann æki
400 kílómetra á degi hverjum.
„Hvers konar sjúkdóma fá-
izt þér aðallega við?“ hafði ég
spurt lotningarfull. Ég var
snortin af hugsuninni um að
færa þessu fólki heilbrigði og
öryggi, en barnsleg andlit þess
og mjúkar raddirnir féllu mér
vel.
„Alla venjulega sjúkdóma."
„Oh, læknir, þér eruð svo fá-
orður. Mislinga?"
„Auðvitað. Alla venjulega
barnasjúkdóma og svo þá, sem
fylgja ellinni. Slag. Sveitafólk-
ið hræðist það, því á eftir getur
það ekki unnið. Það er ekki
mikið um hjartasjúkdóma hér
um kring.“
„Ekki nema?“
Hann hafði látið, sem hann
tæki ekki eftir þessum kokteil-
brandara mínum.
Gigt. Brotnir limir. .Fæðing-
ar.“
„Þetta er fyndinn listi.“
„Læknisfræðin er fyndinn
hlutur, ungfrú Black.“ Og af
röddinn mátti greina, að sam-
talinu var lokið.
Þegar ég kom aftur til húss-
ins var allt hljótt. Ilmur af
kvöldverðinum streymdi út úr
eldhúsi Pascale.
Ég fór með Riette upp, gaf
henni að borða og lagði hana í
rúmið, og söng um leið óviðeig-
andi söng, sem okkur Joe hafði
þótt skemmtilegur.
Dr. Whittaker kom inn
skömmu síðar. Ég heyrði í
bílnum hans úti á heimkeyrsl-
unni, og svo var framdyrunum
skel't. Hann var kominn inn í
herbergið og farinn að lesa ný-
komið tímarit, og leit upp, þeg-
ar ég kom inn.
„Hvernig gengur hjá yður,
ungfrú Black?“
„Ég fór að sjá Madame Pros-
per. Hún saknar yðar hræði-
lega.“
„Hún saknar hússins. Hún
hefur búið hérna lengi.“
„En sú vitleysa, læknir! Ég
vildi að þér hættuð einhvern
tíma að vera svona — ómann-
legur.“
Hann hætti að fletta blöðun-
um í tímaritinu, hljóðið hafði
verið að fara í taugarnar á
mér.
„Ómannlegur ? “
Mér leið óþægilega eins og
alltaf, þegar ég hafði sagt eitt-
hvað léttúðugt við hann. Ég
hafði aldrei verið alvarleg eða
borið virðingu fyrir honum.
Það fór í taugarnar á mér að
verða að vera það, eða að vera
það yfirleitt.
„Þér eruð það, er ekki svo?
Eða, svo maður sá nákvæmur,
það er lífsstarf yðar. Ég á við,
ég veit, að þér eruð mjög vin-
gjarnlegur og starf yðar er
þýðingarmikið, en það er ekki
nóg. Að því undanskildu, að þá
er ekkert eftir, sem er þess
virði að sinna því lengur, nema
lækningarnar og að gefa soltn-
um börnum að borða. Brosið
Framh. á bls. 28.
15
FALKINN