Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 18
Enn var klukkan ekki orðin sjö. Jön
gaf sér góðan tíma til að kveikja á
tækjunum, mögnurum fyrir grammó-
fóna og hljóðnema. Síðan kveikti hann
á fjarrita, sem veðurstofan sendir veður-
fréttirnar á sunnan af flugvelii og stað-
settur er í setustofu framan við þular-
stofuna, tróð sér í rólegheitum í pipu og
setti piötu á fóninn. Svo dró hann þjóð-
vinafélagsalmanak upp úr vasa sínum
og lagði það á borðið, ásamt dagskránni.
Ekki ætlaði Jón að mæla tímann á
almanakinu, eins og Pálína frænka hans
kvað hafa verið gert á íþróttamönnum
vorum í útlandinu, heldur kvaðst hann
alltaf hafa það við hendina, þar eð í
því væru ýmsar hagnýtar upplýsingar
um daginn. sem væri að byrja, og er
þar með fundin skýring ó hinni næstum
ótrúlegu kunnáttu, sem Jón hefur
ávallt á reiðum höndum urri dagatal
vort og samtíð.
Svo fór fjarritarinn að tifa, klukkan
nálgaðist sjö. Eina mínútu fyrir sjö reif
Jón veðurfregnirnar af^ íjarritanum,
gekk inn í þularstofuna og lokaði. Ör-
skömmu síðar heyrðist klukkan stóra
slá i hátalaranum á veggnum og siðan
kom kunnugleg rödd: Útvarp Reykja-
vík, útvarp Reykjavík, Ríkisútvarpið
býður 'yður góðan dag. í dag er mið-
Framhald á bls. 39.
Og í hádeginu fær hann sér ódýran og góðan málsverð í
veitingastofu útvarpsins. Þetta borð hafa þeir, er við það
sitja, sjálfir nefnt „Gáfumannaborð“. Frá vinstri: Thorolf
Smith, Sigurður Sigurðsson, Jón Múli og Haraldur Ólafsson,
fréttamaður (snýr baki í myndavélina).
Svo sezt hann
hann niður við
skrifborðið sitt,
athugar
lengd laganna og
raðar þeim
saman, svo allt
passi og athugar
með kynningar.
En hann skrifar
þær ekki niður
heldur mælir
þær allar
af munni fram,
þegar þar að
kemur.