Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Qupperneq 29

Fálkinn - 13.07.1964, Qupperneq 29
Ensku skólarnir Framhald aí bls. 23. fimm, með aðeins hálftíma hlé til bjórdrykkju. Maturinn var nægilegur, en fremur einhæfur: hálft pund af lambakjöti fyrir hvern nemanda á dag, og eins mikinn bjór og hann torgaði. Kvöldverður var kl. sex. Þá var unnið aftur, þangað til kl. átta, en þá lauk deginum með bæna- lestri í kapellunni. Á mælikvarða nútimans er þetta erfið dagskrá fyrir stráka á aldrinum átta og átján ára. En þriðjudögum og sunnu- dögum var ekki unnið, nema svolítið í „heimavinnu“ og svo voru auðvitað messur í kapell- unni. Að öðru leyti var dögun- um varið undir beru lofti, og var gengið upp á hæð eina í nágrenninu og efnt til knatt- spyrnu og knattleikja, og þar fram eftir götunum. En samkvæmt kvæði Mat- hews var föstudagur dies san- guineus, eða „blóðugi föstudag- ur vegna þess að: á föstudögum er okkur refs- að með blóðugri refsingu fyr- ir allar syndir vikunnar. „Krjúp á kné!“ Þá er tveim strákum skipað að losa axla- böndin sín . . Refsingin var ströng á fyrri öldum, en þó ekki eins grimm og harkaleg þá eins og hún varð seinna á 18. og 19. öldum, þegar grimdarlegasta mynd hennar varð aðaleinkenni þess- ara skóla. Ástæðan til þess var fólgin í skipulagi stofnandans, þar sem hann skipaði „foringj- ann“ — það er að segja drengi, sem áttu að hafa yfir- umsjón yfir hinum Þeir voru áíján að töiu, og urðu þrír þeirra að halda reglu í hverri svefnstofu skólans, en þær voru sex. Til að byrja með var öll refsing falin á hendur skóla- stjóranum. En þegar á leið fóru völd skólaforingjanna vaxandi, þangað til þeir urðu einræðis- herrar yfir öllum, sem settir voru undir þá. Skólastjórinn og kennarinn hættu að skipta sér af aga og stjórn í skólanum, nema í kennslustofunum, og það voru foringjarnir — strák- ar aðeins nokkrum árum eldri en þeir, sem voru undir þá gefn- ir — er veittu refsingu að eigin geðþótta. Auk þess kom fram þetta kerfi, sem heitir fagging í skólanum, og er ekki ósvipað þræiahaldi fyrri alda, þar sem yngri drengirnir voru skuld- bundnir til að þjóna foringj- unum .á allan hátt. Svo varð önnur breyting á seinni öldum, sem breytti eðli skólans til muna: inntaka nem- anda varð öðruvísi. William af Wykeham hafði kveðið svo á að enginn nemandi mætti vera ríkur; skólinn var ætlaður hinum snauðu og fátæku (pauperes et indigentes) og tekjur nemanda mættu ekki fara fram úr fimm merkum á ári, en það samsvaraði hér um bil 20,000 krónum í mynt nú- tímans. Því eins og var vikið Eið áður, var ekki ætlað að að- allinn og höfðingjarnir skyldu vilja láta mennta börn sín til prests. Samt sem áður voru fá- einar undantekningar, og jafn- vel í upphafi var nokkrum börnum höfðingja og stórmenna leyft að búa hjá skólastjóran- um sem einkanemendur. Þessir „utangarðsmenn“ (extranei) urðu að borga húsnæði og fæði, en fengu ókeypis kennslu, eins og títt var á miðöldum. Tekjur skólastjórans voru ákveðnar í reglum stofnandans, en eins og allir vita, hafa peningarnir það einkenni, að tapa vei'ðmæti sínu, og þetta gerðist á þeim dögum eins og nú. Því er ekki annars von, en að skólastjórarn- ir freistuðust til að bæta við hóp „útlendinganna" til þess að auka tekjur sínar. Þegar leið fram á 18. öld voru þessir há- bornu og velefnuðu einkanem- endur orðnir fleiri heldur en hinir sjötíu fátæku nemendur stofnandans. Hingað til hef ég skrifað um Winchester, skólann sem ég Þekki af eigin reynslu. Sjálf- sagt voru fleiri skólar þessarar tegundar stofnaðir, þegar fram liðu tímar. Árið 1442 stofnaði konungur- inn Henrík VI skóla við þorpið Eton, nálægt kastala sínum í Windsor, og hafði Wenchester sem fyrirmynd. Hann tók jafn- vel skólastjórann þaðan og stóran hóp af nemendum, til þess að tryggja það, að skólinn nýi gengi vel úr garði. Þá voru stofnaðir skólarnir við Rugby (1567) og Harrow (1571), Elísa- bet drottning 1. reisti nýjan skóia í Westminster, þar sem munkarnir höfðu haft klaust- ursskóla allt frá fornu fari. Svo hefur fleirum verið bætt við, þangað til tala þessára skóla er orðin um það bi] 100 í dag. En það er aðallega einum manni að þakka, að „public“- skólarnir fengu núverandi svip- mót sitt. llann hét Tomas Arnold og var bróðir Matthews Arno’ds, lióðskáidsins fræga. Hann hlaut menn'un sína við Winchester College, en varð seinna skólastjóri í Rugby (1828—’42). Arnold var postuli einhvers konar „hermanna- kristni", sem kom fram á 19 öld í Bretlandi. Skáldsagan Tom Brown’s Schooldays, eftir Thomas Hug- hes, sem er frægasta skólasaga á enskri tungu, gerðist á dög- um Arnolds í Rugby. Eftirfar- andi kafli úr henni gefur nokkra hugmynd um áhrif og sjónarmið hins mikla „doktors" (Árnolds skólastjóra), þar sem höfundurinn segir frá predikun hans í kapellu skólans: Hvað var það, sem snart tilfinningar okkar og hélt áhuga okkar, hinna 300 hugsunarlausu og barnalegu stráka, sem óttuðust doktor- inn af öllu hjarta.... Það var ekki hin kalda, skýra rödd mannsins, er vildi leggja lífsreglur og áminna af hæðum ofan þeim sem börðust og syndguðu á jörðu niðri, heldur hin hlýja, lif- andi rödd mannsins, er barð- ist fyrir og samhliða okkur og hét á okkur, að iiðsinna honum og sjálfum okkur og hver öðrum. Og þannig seinlega og smám saman, en stöðugt og með vissu, varð hverjum strák Ijóst hvaða þýðingu lífið ætti að hafa fyrir hann; að það var engin paradís heimskingja eða letingja, þar sem hann var kominn af tilviljun, held- ur vígvöllur fyrirskipaður frá upphafi,. þar sem enginn er áhorfandi, en hver strákl- ingur yrði að leggja sitt af mörkum og og teílt var um líf og dauða . . . Og hann sýndi þeim með hverju orði frá predikunarstólnum og breytni sinni yfirleitt, hvern- ig þeir ættu að heyja þetta stríð, og gekk fram fyrir skjöldu, lagsmaður þeirra og höfuðsmaður herliðsins í senn .. . Það var aðallega Arnold, með kenningu sinni um út- valdna höfðingjastétt „krist- inna hermanna" sem markaði stefnu skólanna, þar sem ung- ir menn úr yfirstétt hlytu þjálf- un til að stjórna almúganum heima fyrir og frumstæðu fólki í öðrum löndum. Skólar eins og Winchester og Eton voru upphaflega ætlaðir fátæklingum, sem máttu ekki hafa meiri tékjur en 20,000 krónur á ári, nú kostar rúm- lega 50,000 krónur á ári að mennta strák í þessum skólum. Nú eru dagar höfðingjastjórn- ar og brezka heimsveldisins liðnir undir lok. Hvaða kosti hafa þá „public“ skólar, fram yfir hina? því skyldu mern eyða svo miklum peningum, til þes að láta mennta syni sína í þeim? Kennslan er vist yfirieitt betri hjá þeim, því að kennur- unum er betur launað, og auk þess er hlutfallið milli kennara og nemanda miklu hagstæðara (um það bil 1 : 25 í mennta- skólum ríkisins, en 1 : 15 í einkaskólum). Svo eru sið- ferðisleg áhrif skólanna talin sterkari, og tök þeirra á að móta persónuleika einstaklings- ins, bæði vegna heimavistar- innar og trúaráhuga: en hann er áberandi í flestum skólun- um, hvort sem er mótmælanda- trú þjóðkirkjunnar, eða þá ka- þólska eða fríkirkjutrúin (noncomformity), eins og í nokkrum tilfellum. En hér liggur önnur ástæða að baki, sem ef til vill ræður úrslitum þótt ekki sé hún al- mennt viðurkennd: „public" skólarnir setja nem- endur sína skör hærra öðru fólki. Þeir fá betra tækifæri til að komast í háskólana, eiga völ á betri atvinnu, vegna þess að það verkar einhvers konar „frímúrara" samkomulag milli þeirra, sem hafa verið i þessum skólum, að minnsta kosti þegar er um tvo jafngóða umsækj- endur að ræða. Það er ekki tilviljun ein, sem veldur því, hvað mikill meiri- hluti leiðtoganna á öllum svið- um: ráðherrar, dómarar, her- og sjóliðsforingjar, og svo fram- vegis, eru frá „public“ skólun- um, þar sem lítill minnihluti fólksins fær menntun sína þar, í samanburði við þá, er fá hana í menntaskólum ríkisins. í dag eru margir farnir að spyrja, hvort það sé réttlátt, eða jafnvel þolandi, að pening- arnir skulu ráða því, hvort börn fái fyrsta eða annars flokks menntun, og hvort þau fái betra eða verra tækifæri til að kom- ast áfram í lífinu. Þeir spyrja einnig, hvort það sé hollt þjóð- félaginu að þjóðin skiptist í tvo ólika hópa, sem jafnvel tala málið á frábrugðinn hátt, í landi þar sem menn þykjast trúa á lýðræði og jafnrétti. Sumir halda að einhvern veginn væri hægt að taka þessa skóla inn i menntunarkerfi rík- isins og fá þá til að opna dyrn- ar börnum almennii gs, eins og var ætlun stofnanda þeirra fyrr á öldum, og ráðamenn skólanna eru ekki allir mótfallnir þeirri lausn. Aðrir vilja afnema slíka skóla með öllu, sem úreltar og hættulegar stofnanir, er eiga Framh. á b.s. 31 FÁimnn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.