Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 30
MEIKl
BANNSETTUR
KVEIMNABÚSIIMIM
Hansen forstjóri fór á fætur
á hverjum morgni klukkan ná*
kvæmlega fimm mínútur yfir
átta, þvoði sér og rakaði sig,
drakk morgunkaffið sitt og
borðaði rúnnstykki með því,
las Moggann, stakk matarpakk-
anum í svínsleðurstöskuna,
kyssti konuna sína kveðjukoss-
inn og ók á skrifstofuna,
Nákvæmlega klukkan hálf-
fimm um daginn kom hann
heim aftur, rak hausinn inn um
eldhúsdyrnar, gaf konu sinni
lítinn koss á kinnina, setti tösk-
una frá sér í innbyggða skápinn
í forstofunni, fór í inniskóna,
las blöðin, borðaði, horfði á
sjónvarpið, drakk kvöldkaffið,
geispaði syfjulega nokkrum
sinnum, bauð Alice góða nótt
með kossi og fór að hátta.
Einu sinni í mánuði fór hann
með Alice í leikhús, einu sinni
I mánuði spiluðu þau bridge
með nokkrum vinum, einu sinni
í mánuði heimsóttu þau vina-
fjölskyldu sína og einu sinni á
ári fóru þau í hálfsmánaðar
ferðalag til Mallorca eða Costa
del Sol.
Hansen forstjóri var góður og
löghlýðinn borgari hvernig sem
á var litið, og góður og ástúð-
legur eiginmaður.
Öðru máli gegndi með Söfte-
berg, nábúann í einnar hæðar
húsinu við hliðina. Hann var
allt öðruvísi náungi og ákaflega
villtur. Alltaf var hann að finna
upp á einhverri vitleysunni.
— Nú hefur Söfteberg enn
einu sinni verið á fylliríi! sagði
Hansen stundum við Alice,
þegar hann kom heim, á meðan
hann setti svínsleðurtöskuna á
sinn stað. — Hann varð mér
samferða heim í bílnum og
hann sagði að hann hefði „slett
almennilega úr klaufunum“ á
sunnudaginn. Það er nú meiri
talsmátinn á manninum. Hann
sagðist hafa rekizt á nokkra
hressilega náunga og þeir hefðu
„dottið almennilega í það“. Þeir
hefðu orðið pöddufullir og
„gengið á brauðfótum,“ svo þeir
vissu tæplega, hvað þeir hefðu
gert. En þeir mundu þó, að þeir
— þeir voru fjórir — hefðu
náð í sex bjórkassa og leigt 64
manna rútubíl og keyrt með
nokkrum stelpum, sem þeir
rákust af tilviljun á, um bæinn
og það hefði verið ferðalag, sem
vert væri um að tala. Manni
leiðist svo sem ekki á meðán
hann rausar, hann Söfteberg!,
Eða þá að Hansen forstjóri
kom æðandi inn í eldhúsið til
Alice og dró hana með sér út
á veröndina.
— Guð má vita, upp á
hverju Söfteberg hefur nú tek-
ið. H-vað segirðu um þetta? Það
er hestur bundinn við fána*
stöngina hans! Hvar í skrattant
um hefur hann náð í hann?
Maður labbar sig nú ekki venju-
lega út og kaupir sér stóran
klumpslegan vagnhest eins og
30
FALKINN