Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Síða 36

Fálkinn - 13.07.1964, Síða 36
RITHANDAR LESTUR Rithönd yðar sýnir yður sem ljósskolhærða unga stúlku. Þér eigið til með að vera stórlynd og ákveðin, en reiðist þó aldrei verulega. Þér eruð oft glaðiynd og eigið gott með að taka hlutunum með ró. Fortíðin hefur verið nokkuð erilsöm, og þér hafið átt vont með kyrrsetu. og verðið því oft mikið á ferðalögum þótt stutt hafi verið. Um þessar mundir virðist þér vera nokkuð taugaspenntar sem er kannski eðlilegt hjá þeim, sem eiga von á erfingja, sem ég held að verði karlkyns. Þér virðist hafa nokkrar áhyggjur um þessar mundir, en þér skuluð varast að sökkva yður niður í þunglyndi. Þér hafið verið að hugsa um ein- hverjar breytingar núna undanfarið, og ég held að það verði fyrr en yður grunar. Seinnipartinn í sumar megið þér búast við óvæntum tíðindum, sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á gang yðar í framtíðinni, yður til mikillar ánægju. r\ áaa.. /Jc/ /a/bydf oruomf,. Yður mun berast til eyrna miður góðar sögusagnir aS góðum kunningja yðar en ég held þér ættuð að leggja sem minnstan trúnað á það. Ég held að þér breytið til með í sambandi við áhuga- mál yðar núna í sumar, Þér eruð afar hugmyndarík mann- eskja, en hættir þó til að hlaupa nokkuð út í dagdrauma, sem getur verið nokkuð óþægilegt, þegar fram í sækir. Maðurinn yðar hefur verið við nám undanfarið og mér sýnist það ganga með ágætum, ef hann verður ákveðnari næsta vetur. Þér skuluð varast að vera spennt eða kvíðin því ég held að allt gangi vel hjá ykkur næstu árin. Þér skuluð varast að láta manneskju sem þér þekkið hafa of mikil áhrif á yður, því það getur haft frekar leiðinlegar afleiðingar seinna meir. Svo vona ég að þetta verði yður til einhverrar ánægju. Ó. S. Steinboginn Framhald af bls. 34. um sjaldgæfara, því ofan á harðindin bættist aflaleysi og ýmiss konar erfiðleikar af völd- um harðinda og tíðarfars við sjósókn. Það var því eins og allt hið illa steðjaði að þjóðinni í byrjun 17. aldar. Örlög ver- gangs- og förufólks urðu því tíðum þau, að það féll unn- vörpum, sérstaklega í vetrar- hörkum á leið sinni milli bæja eða sveita. Eitt af hlutverkum Skálholts- staðar var að gefa fátæku fólki ölmusu, er þangað leitaði. En ráðamenn stólsins voru oft naumir á slíkar gjafir, en samt voru þær eitthvað í brúki. Eins og áður var sagt, var erfitt að komast til Skálholts á flestum árstímum. En ein var þó sam- göngubót yfir Brúará, er mörg- um vergangsmanninum varð að liði. En það var steinboginn á 36 Brúará, smíð náttúrunnar sjálfrar. Á harðindaárunum leitaði förufólkið í stórhópum í Skálholt til ölmusu. Að þessu fólki varð mikil örtröð á staðn- um, sérstaklega þegar illa afl- aðist við sjávarsíðuna, og fisk- föng voru af skornum skammti á staðnum, naumlega handa heimilisfólkinu. Bryta staðar- ins eða ráðsmanni, eins og hann var líka nefndur, varð mikill vandi á höndum vegna þessa fólks, og reyndi hann á allan hátt að reyna að hafa það á burt og forða staðnum frá komu þess. Brytinn og biskups- frúin, Helga Jónsdóttir, ræddu um ráð til að losa staðinn frá leiðindum og hörmungunum, er af komu þessa . fólks stafaði. Brátt var fundið ráð, sem átti að leysa vandann. En lausnin varð eins og oftar í sögu kristn- innar á íslandi langt af vegi framkvæmda hugsjóna trúar- innar. Brytinn tók það til ráðs með samþykki eða að minnsta kosti vitundar biskupsfrúarinnar, að senda mannafla nokkurn til Brúarár, og láta brjóta niður steinbogann á ánni, því að bryt- inn var kominn að raun um, að ganga flökkufólks til Skál- holtsstaðar væri auðveldari vegna steinbogans. Brytinn lét því brjóta niður steinbogann af Brúará, og tortíma þar með einu merkilegasta náttúruundri landsins, sem hafði lengi verið til mikils gagns bændum og öðru alþýðufólki. Þetta varð því hið hörmulegasta tiltæki. Að vísu má álykta, að straumur förufólks minnkaði talsvert til Skálholtsstaðar, eftir að stein- boginn var brotinn. Þegar Oddur biskup frétti til- tæki brytans ávítaði biskup hann mjög fyrir tiltækið og kvað honum og fjölskyldu sinni myndi stafa af þessu mikil ó- hamingja. Ekki getur sagan, hvernig brytanum varð við á- vítur biskups. En hitt varð stað- reynd, að hann hlaut uppskeru verks síns, því hann drukknaði skömmu síðar í Brúará. En fjölskyldu biskups hefnd- ist einnig fyrir þátttöku Helgu biskupsfrúar í þessum verkn- aði. Tvö yngstu börn biskups- hjónanna í Skálholti urðu að bera hefnd hinna duldu vætta, er ráða furðum náttúrunnar. Eiríkur Oddsson varð vangef- inn hjárænulegur og einkenni- legur í háttum, en hinn dug- legasti bóndi og farsæll í bún- aði. Oddur biskup, faðir hans, fékk honum til handa gott kvonfang og góða bújörð. Kona hans var Helga Guðmundsdótt- ir úr Bæ í Borgarfirði. Þau bjuggu á Fitjum í Skorradal. Hjónaband þeirra varð stutt, því Eiríkur missti Helgu eftir fárra ára sambúð. Svo er mælt, að þegar Helga kona Eiríks var borin til moldar, hafi einhverj- ir af vinum hans samhryggst honum. Eiríkur tók hluttekn- ingunni heldur fálega og mælti: „faðir minn gefur mér aðra konu.“ Sú varð líka raunin. Oddur biskup festi Eiríki syni sínum aðra konu, Þorbjörgu dóttur Bjarna sýslumanns Oddssonar á Burstarfelli. Eirík- ur hlaut viðurnefnið heimski af hjárænuskap' sínum og ein- kennilegheitum. Frá honum eru fjölmennar og merkar ættir. Margrét Oddsdóttir bar þau líkamslýti, sem eru einna verst og mest áberandi ungri konu, þvi önnur kinn hennar var blómleg og fögur, en hin föl og visin. Hún trúlofaðist síra Þórði Jónssyni í Hítardal, en í sundur dróst með þeim, og var því um kennt, að leyfis- bréf frá konungi kom of seint. Margrét bjó miklu rausnarbúi á eignarjörð sinni Öndverðar- nesi í Grímsnesi. „Hún dó jóm- frú Anno 1655 dag 24. Maii.“ Þungur varð dómur örlag- anna yfir börnum biskupshjón- anna í Skálholti af vitund móður þeirra í niðurbroti stein- bogans á Brúará. En ef til vill var þó dómur hinna fátæku þyngstur, því fyrirlitning og hatur eru oftast þyngst í raun. Bændur í Biskupstungum sökn- uðu mjög steinbogans á Brú- ará, en fengu lítt úr bætt. Þó greina heimildir að árið 1680 hafi bændur í Biskupstungum tekið sig saman og reynt að bæta úr brúarleysi árinnar. Jón Jónsson, smiður í Miklaholti og aðrir forustumenn sveitarinnar tóku sig saman og veltu stórum björgum ofan í árþrengslin, til að gera brú á ána. En þessi til- raun bar lítinn árangur, því í vatnavöxtum ruddi áin björg- unum og stórgrýtinu á braut. Sagan af niðurbroti steinbog- ans á Brúará, er örugglega sönn, því enn þann dag í dag sjást greinilega minjar hans. Nú eru tvær brýr á Brúará. Önnur er á aðalþjóðveginum skammt frá Spóastöðum. En fyrir fáum árum var önnur brú byggð á ána ofar, á leiðinni úr Laugardal austur að Múla í Biskupstungum. Þar sem sú brú yfir ána, er skammt að hinum forna steinboga eða rétt- ara sagt leifunum af honum. Ég held, að það væri ómaksins vert fyrir ferðafólk, er þarna á leið, að ganga þangað upp eftir og líta á hin fornu verksum- merki. (Heim.: Biskupasögur Jóns Halldórssonar, Sturlungá, Biskupasögur Bókmenntá- félagsins, Annálar o. fl.) Soraya Framh. af bls. 9. skyldi missa allt, sem mér var hjartfólgnast. Kannski ofmat ég stöðu mína og gleymdi að þrátt fyrir evr- ópska menntun sína var keis- arinn austurlandamaður í húð og hár. Rómantískar pipar- júnkur hafa sagt, að hann hefði átt að fara að dæmi hertogans af Windsor, sem sagði af sér konungdómi vegna konunnar, sem hann elskaði. Að sjálf- sögðu bar slíkt skref aldrei á góma milli okkar og hefði vissulega ekki hvarflað að mér. Fornar persneskar erfðavenjur FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.