Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Síða 37

Fálkinn - 13.07.1964, Síða 37
sátu í blóði hans: engin kona — hversu heitt sem hann unni henni, gat verið honum meira virði en land hans, krúnan og þrá hans eftir erfingja. Ætlaði hann sér í raun og veru að gera tilraun til að bjarga hjónabandi okkar? Reyndi hann af einlægni að fá samþykki hinna vísu manna til bráðabirgðalausnar? Eða var þetta yfirskin eitt til að koma mér burt úr landinu? Ég get ekki svarað þessum spurning- um með neinni vissu. Allt sem ég veit er, að hann leyfði mér að halda áfram að vona í lengstu lög og styrkti mig fjár- hagslega til hins síðasta. Hinn 13. febrúar 1958, um það bil sjö árum eftir giftingu okkar fór ég frá Teheran. Keisarinn og ráðherrar hans fylgdu mér á flugvöllinn og líf- vörðurinn heilsaði eins og venjuiega. Fyrir utan Moham- med Reza og mig gat enginn getið sér til um, að kannski sæjumst við aldrei framar. JHL ylgdarlið mitt var hirð- marskálkurinn Garagozlou og kona hans og ungfrú Sagemiihl. Af einskærri tilviljun var faðir minn, sem hafði verið í einka- heimsókn í Teheran, á leið til Evrópu aftur með sömu flug- vél. Hann vissi jafn lítið og hin. Keisarinn hafði beðið mig þess, að fyrst um sinn léti ég ekk- ert uppi við hann. Þarflaust að segja, að mér reyndist það erf- itt, því að ég hafði alltaf verið nátengd föður mínum. En það var ekki árangurslaust, að þessi síðustu sjö ár hafði ég lært að dylja tilfinningar mínar. Alla leiðina til Genúa gerði ég það á listilegan hátt og enginn af mínum nánustu hafði hugmynd um, að þetta væri annað og meira en ánægjuleg leyfisferð. Ekki tók betra við í St. Moriz. Á Palace hótelinu var fullt af kunningjum, sem sífellt voru að bjóða mér út. Þeir buðu mér til Suvretta og á mikið síð- kjólaball í Cresta klúbbnum. Hvar sem ég fór varð ég að brosa og vera kát, hvernig sem mér var innanbrjósts. Hugur minn var alltaf i Te- heran. Fyrsti fundur Ráðsins átti að vera daginn eftir brott- för mína og keisarinn hafði lof- að að láta mig samstundis vita, hvað gerðist þar. Samt sem áð- ur hringdi hann ekki og nokk- urra klukkustunda bið var mér sem eilífð. Á þriðja degi gat ég ekki beðið lengur og pantaði sjálf símasamband við Teher- an. Þegar Mohammed Reza kom í símann sagði ég eins ró- lega og mér var unnt: „Hvað er að gerast? Hvað hefur verið ákveðið?“ Hann svaraði í hirðuleysis- legum tón, sem ég þekkti bara alltof vel. „Ég hef stungið upp á annaðhvort Golam Reza eða Abdul Reza, en þeir vilja hvor- ugan.“ „Er umræðunum þá lokið?“ „Nei, við hittumst aftur og ég ætla enn að reyna, hverju ég get áorkað. Það er bezt fyrir yður að vera um kyrrt þarna og ég skal hringja jafnskjótt og ákvörðun hefur verið tek- in.“ Af rödd hans fannst mér mega ráða, að ég gæti fullt eins gefið upp alla von nú þegar. Eins og alltaf þegar erfiðleikar mættu mér gat ég ekki grátið, en þegar ég hafði lagt símtólið á fékk ég ofsalegt skjálftakast. Ég trúði móður minni nú fyrir öllu og spurði hana: „Hvað eigum við að gera núna? Ég vildi helzt fara frá St. Morizt eins fljótt og unnt er. Mér finnst mesta kvöl að búa á hóteli innan um margt fólk þegar svona stendur á.“ „Við getum ekki rokið burtu," sagði móðir mín. „Ég mæli með því að við leitum ráða hjá herra Garagozlou.“ Hirðmarskálkurinn var elsku- legur maður og hingað til hafði hann ekki rennt grun í, hvað var á seyði. Hann unni mér sem dóttur sinni og þegar við trúðum honum fyrir, hvernig málin stóðu varð hann þrumu- lostinn og tók að gráta mjög. „Það getur ekki verið satt, það getur ekki verið satt,“ sagði hann í sífellu milli gráts- ins. Loks var það ég, sem reyndi að hughreysta hann. Við dvöldum enn nokkra daga á hótelinu til að draga ekki athyglina að okkur, en því miður var herra Garagozlou ekki jafn duglegur og ég að leyna geðshræringu sinni á al- mannafæri. Hvað eftir annað varð ég að minna hann á: „Ver- ið ekki svona dapur. Þér megið ekki láta á neinu bera.“ En sorgarsvipurinn á andliti hans sagði þó hinum gestunum ljós- ar en orð, að allt var ekki með felldu. Óvænt undankomuleið birt- ist nú fyrir okkur hinn 22. febrúar, þegar faðir minn hringdi frá Köln til að segja að hann hefði öklabrotið sig. Þetta var góð afsökun fyrir mig til að tína saman pjönkur mínar. Á heimili foreldra minna vonaðist ég til að fá næði að jafna mig eftir áfall- ið eins og bezt ég gæti. Keisarinn hafði hringt nokkr- um sinnum og hafði sagt, að hann ætlaði að senda þrjá sendimenn til mín. Fáum dög- um síðar komu þeir til Köln. Þeir voru dr. Ayadi, Yazdan Pana og kona hans og föður- bróðir minn Assad Bakhtiary. Hann var sá hinn sami föður- bróðir og hafði orðið mér sam- ferða til Teheran röskum sjö árum áður. v -■L azdan Pana og frændi minn höfðu verið viðstaddir alla fundi keisarans. Auk þeirra voru í Ráðinu Eghbal forsætisráðherra, Hirðráðherr- ann Ala, Imam Djoumeh, sem hafði gefið okkur saman, annar æðsti prestur, forseti öldunga- ráðsins og nokkrir aðrir ættar- leiðtogar. „Prestarnir voru á þínu bandi og dr. Egbal var vinsam- lega hlutlaus,“ sagði frændi minn. „Aftur á móti gerði sá góði Ala enga tilraun til að leyna andúð sinni á þér.“ í nokkra daga komst Ráðið ekki að samkomulagi. Mohana- med Reza gekk alltaf strax út úr herberginu eftir að hafa sagt þeim, að þeir skildu halda á- fram að ræða málið eins lengi og þeir vildu og þangað til þeir hefðu komizt að almennri nið urstöðu. Eftir þvi sém leið á umræðurnar unnu óvinir mín- ir smám saman hina hlutlausu og að lokum var tillögum keis- arans hafnað með nokkrum meirihluta. „Hvers vegna hefur þá keis- arinn sent ykkur til mín, fyrst svona fór?“ spurði ég þá. Eins og ég frétti síðar bárust fljótlega sögurnar og urðu þá miklar múgæsingar í Teheran. Konur þær, sem höfðu hjálpað mér með góðgerðarstarfsemina vildu skipuleggja kröfugöngu, en hún var bönnuð af logregl- unni. Og þrátt fyrir allar sögu- sagnir sem hníga í aðra átt er það staðreynd, að Ashraff prinsessa og ýmsir aðrir með- limir keisarafjölskyldunnar báðu keisarann með tárin í aug- unum að skipta um skoðun. Ýmsir aðrir merkismenn til- kynntu opinberlega að þeir væru á mínu bandi og meðal þeirra nokkrir, sem ég hefði ekki búzt við að vottuðu mer hollustu. Þeir lýstu yfir, að Mohammed Reza hefði auðveld- lega getað leyst vandamálið án þess að losa sig við mig, og þeir ákváðu að þiggja ekki framvegis boð til hirðarinnar. Kannski varð þessi mikia andstaða þess valdandi, að keisarinn taldi sig verða að gera eina tilraun enn, til að bjarga hjónabandi okkar, þó aðeins að nafninu til. Því að á meðan hafði Abdul Adhas bor- ið fram eftirfarandi tillögu: „Samkvæmt múhameðskum lögum hefur þjóðhöfðinginn rétt til að taka sér aðra eigin- konu til að hún megi ala hon- um erfingja þann sem við þrá- um öll mjög heitt. Ef keisara- ynja Soraya samþykkir þá til- högun, er engin ástæða sem mælir gegn því að hún snúi ekki aftur til hirðarinnar og lifi þar áfram við hlið þjóðhöfð- ingjans." endimönnunum hafði ver- ið falið það verk, að fá sam- þykki mitt. Ég starði agndofa á þá nokkur andartök og hróp- aði síðan: „Hvernig dirfist þið að koma með slíka uppástungu? Þið þekkið mig allir nógu vel til þess að vita, að ég mundi aldrei samþykkja slíka lausn.“ „Móoir keisarans sætti sig á sínum tima við það, að eigin- maður hennar kvæntist tveim- ur öðrum konum," sagði Pana hershöfðingi. „Já, en síðan hefur margt breytzt,“ svaraði ég. Að sjálfsögðu mátti finna ör- fá dæmi um fjölkvæni í Teher- an, og stafaði það einkum af því, að menn vildu ekki skilja börnin frá mæðrum sínum. En venjulega var reynt að halda slíku leyndu, vegna þess að það þótti gamaldags og flestir skildu á löglegan hátt áður en þeir gengu á ný í hjónaband. „Staða yðar yrði algerlega óbreytt,“ sagði frændi minn. „Kannski teoretiskt," svaraði ég. „En í framkvæmd gæti keis- arinn þetta aldrei, þvi að það er andstætt, eðli hans.“ Sendimennirnir höfðu ber- sýnilega litla trú á að för þeirra bæri árangur. Eftir nokkra þögn sagði Pana hershöfðingi við mig: „Hvers vegna flýgur Yðar hátign ekki til Teheran og ræð- ir málið einu sinni enn við keisarann?“ Hinir ráðlögðu mér einnig að fara aftur. Hefði ég farið að ráði þeirra kann að vera að Mohammed Reza hefði ekki fengið af sér að senda mig burt aftur. En ég vissi bara alltof vel, að þetta væri tngin lausn. Framh. í næsta blaði FÁLK.INN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.