Fálkinn - 13.07.1964, Síða 38
VARIÐ YKKUR A „ÞRENNINGUNNI“
Hvöi-á vegna eltir þú mig? spurði Alfreð prins og steig fram úr
k.iarrinu. „Ég hef áriðandi skilaboð til yðar hátignar," svaraði
Ottó rólegur. „Ég er Ottó frá Arnarkastala.“ Prinsinn horfði
undrandi á riddarann unga. Grunsemdir hans hurfu óðum. Ottó
skýrði frá hinu alvarlega ástandi, sem skapast hefði vegna að-
gerða Fáfnis og Norðmannanna. Þegar hann hafði lokið máli
sk" kinkaði prinsinn kolli. „Þetta styður minn versta grun,“
stundi hann. „É hef aldrei treyst Fáfni. En til allrar ógæfu
hefur faðir minn gert það.“ Og nú varð Ottó þess áskynja, að
hann og Klængur höfðu verið boðaðir til hirðarinnar og að
faðir hans væri að öllum líkindum þegar kominn þangað. „Hví
kemur þú ekki með mér?“ spurði prinsinn allt I einu. „Saman
getum við vonandi komið föður mínum í skilning um hvernig
ástandið sé i raun og veru.“
Næsta dag slógust Ottó, Ari og Danni í för með prinsinum og
fylgdarliði hans. Danni var tortryggnari en Ottó og Ari. Hann
hafði því gert sínar varúðarráðstafanir. Húfa og fleiri hjálpar-
tæki gerðu hann torkennilegan þeim mönnum, sem kynnu að
mæta þeim. Þeir komust til hallarinnar án nokkurra erfiðleika.
Sn—'-væmt skipun prinsins voru þeim fengin herbergi og þjón-
ustufólk í einni hallarálmunni. Fáfnir, sem var í uppnámi vegna
hinnar skyndilegu ákvörðunar Sigurðar víkings, fylgdist með
þessum atburðum með mikilli tortryggni. Á meðan tókst Ottó
að laumast í stutta rannsóknarferð um höllina. Hann komst að
tvennu athyglisverðu: Faðir hans var ekki í höllinni, en hins
vegar gamall kunningi: Rut frá Hrafnabjörgum. ,
Ottó sá á eftir Rut fyrir horn og kallaði til hennar eins hátt
og hann þorði. Stúlkan staðnæmdist og leit við „Ottó?“ spurði
hún undrandi og veikur roði færðist í kinnar hennar. „Hvernig
vogarðu þér að koma hingað í sjálfa ljónagryfjuna? Veiztu ekki
að Fáfnir er hérna?“ MÉg veit það,“ sagði Ottó, „Rut... ég þarf
að tala við þlg.“ Hún opnaði dyr og dró hann inn um þær.
„Það er hættulegt fyrir okkur bæði, ef við sjáumst saman,5*
sagði hún. „Hér verðum við ekki trufluð." Stúlkan horfði eftir-
væntingarfull á Ottó. „Jæja,“ sagði hún skipandi röddu.
FALKINN