Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Side 4

Fálkinn - 20.07.1964, Side 4
— Ég myndi í yðar sporum ekki ónáða nágrannann. Hon- um er svo assgoti illa við alla sölumenn! Er hún þess virði? Kæri Fálki! Ég skrifa ykkur hérna bréf til þess að leita hjálpar ykkar og ég vona að þið snúið ekki út úr þessu bréfi fyrir mér heldur reynið að hjálpa mér í þessu máli. Það kemur nefni- lega þannig fyrir að þið snúið út úr bréfum og mér finnst það ekki rétt. En svo að ég segi ykkur nú hvernig stendur á þessu þá er málið þannig að ég er svolítið hrifinn af stelpu. Hún hefur til þessa veitt mér frekar litla at- hygli heldur virðist hún hafa meiri áhuga fyrir öðrum strák sem á heima hérna líka. En um daginn voru nokkrar stelpur hér að tala saman um stráka og svoleiðis og þá sagði þessi stelpa sem ég er skotinn í að strákarnir yrðu að sýna eitt- hvað af sér til þess að stelpurn- ar gætu verið hrifnar af þeim. Hann yrði að sýna að hann væri karlmaður og þyrði t. d. að kasta sér í sjóinn fram af bryggjunni eða eitthvað svo- leiðis. Nú er ég að hugsa um hvort ég eigi að kasta mér í sjóinn svo hún sjái og vekja þannig athygli hennar á mér og sýna henni að ég geti verið karlmaður eins og hver annar. Mig langar aðeins til að leita ráða hjá ykkur. Mér var líka að detta í hug hvort ég ætti að sýna henni að ég þori að stökkva niður af tunnuhlaðan- um. Ég er nærri tiibúinn að gera hvað sem er bara ef það er nóg til þess að vekja athygli hennar á mér. En mér er illa við að standa í slagsmálum enda mun ég vera lítt góður í þeim efnum. Svo vonast ég eftir svari hið allra fyrsta. ' Steini. Svar: Steini minn, þetta er ekki svo auOvelt viOfangs. Þetta hefur vaf- izt fyrir fleirum en þér. Sumir liafa orÖiO skáld út úr öllu saman og látiO kvenmanninn lönd og leiO. Kannski œttir þú aO reyna þá leiOina. Hver veit? Þú skalt ekki fara aO stökkva í sjóinn. ÞaO eyOileggur fötin þín og hefur kannski ekki neitt upp á sig. Þú skalt lieldur ekki fara aö stökkva niöur af tunnulúaöan- um þvl þú gœtir hreinlega stór- slasaö þig og kannski jafnvel dáiö og þá hefur þú litiö meö kven- manninn aö gera. Aö vísu vœrir þú búinn aö vekja athygli hennar á þér en þá er þaö um seinan. Þú segist ekki geta staöiö f slagsmálU um en þaö veeri nú kannski hezta leiöin til þess arna. En þaö er þð aldrei aö vita. Þótt þú rotaðir þann sem veitir þér liaröasta keppni gæti þaö eins vel oröiö til þess aö ást hennar á honum yröi enn þá heitari. Þetta er sem sagt ekki auövelt mál en viö von- um aö þú getir ráöiö fram úr þvl. Önugheit í síma. Virðulega blað. Það er furðulegur hlutur hvað fólk getur stundum verið önugt við mann þótt manni verði það stundum á að hringja í vitlaust númer. Um daginn sátum við nokkrir að sumbli og þurftum nauðsynlega að ná í einn kunningja okkar. Við hringdum þegar klukkan var rúmlega hálftvö um nótt en vorum svo óheppnir að hringja í vitlaust númer og sá sem þar svaraði var bæði önugur og af- undinn og hafði hreinlega í hót- unum við okkur. Nú gerðum við þetta ekki með vilja og marg báðum hann afsökunar á þessu en hann æsti sig bara meira og meira upp. Svona- lagað finnst mér ekki hægt. Jói. Svar: Hvaö mundir þú segja ef þú vœrir nýbúinn aö festa blundinn og einhver hringdi svo í þig sem heföi ekkert viö þig aö tala i raun og veru og heföi aöeins liringt l skakkt númer. Segium nú svo aö þú œttir erfitt meö svefn. Og svo þegar þú vilt fara aö leggja á þá heldur hinn áfram aö taia og er stööugt biöjandi afsökunar á þessu leiöinda atviki. Þaö er ekki nema mannlegt aö bregöast svona viö þessu. Og kannski hefur mann aumingjann langað til aö koma l samkvœmiö til ykkar. En meöal annarra oröa. Var þetta algjör „óheppni“ eöa var þetta reglulega gott samkvcemi? Svar til E. Þótt ilta hafi tekizt hjá þér núna er elcki ástæöa til þess aö láta þaö á sig. Svona lagaö getur alltaf komiö fyrir og viö þvi er ekkert aö segja. Þú skalt því óbugaöur byrja aö nýju og vera viss um aö nú muni þér ganga betur en áöur. Svar til P. E. Þessi náungi sem þú ert aö skamma l bréfinu haföi fullan rétt til aö gera þaö sem hann geröi. Þaö varst þú, sem varst í órétti og þú mátt þakka fyrir aö hann 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.