Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Page 9

Fálkinn - 20.07.1964, Page 9
Eftir skilnað minn hefði ég þvi átt að taka upp fyrra nafn mitt Soraya Esfandiary. Keisarinn óskaði þó ekki eftir því og þess vegna gerði hann undantekn- ingu á lögunum og sæmdi mig titlinum keisaraleg prinsess.a. Eftir því sem ég bezt veit er þetta í eina skipti, sem hann hefur leyft undanþágu á lög- um föður síns. Samkvæmt því er ég því „jafningi“ systra hans. Ég fékk diplomata vegabréf og persn- esk sendiráð erlendis urðu á- fram að koma fram við mig eins og meðlim keisarafjöl- skyldunnar. Auk þess varð ég samkvæmt þessu hærra sett meðal evrópska aðalsins en margir tignarmenn. Allt þetta skiptir mig harla litlu máli, því að fljótlega komst ég að því, að það var ekki mikils virði. Margt fólk sem ég hafði kynnzt við hirðina í Teheran og reynt að verja fyrir árásum óvina voru meðal hinna fyrstu að snúa baki við mér. Til dæmis frétti ég það á leið til Bermuda að ýmsar fjöl- skyldur, sem ég hafði talið meðal beztu vina minna væru nú — aðeins fáeinum dögum eftir skilnaðinn — að kynna dóttur eða frænku fyrir keisar- anum sem hugsanlegan eftir- mann minn. Þeim fannst hæfa að nota ógæfu mína til að auka eigin áhrif við hirðina. Þetta var mér mikið og al- varlegt áfall en jafnframt lær- dómsríkt fyrir mig. Nú varð mér loksins ljóst hvað raun- verulega vakti fyrir fólkinu, sem í sjö ár hafði ekki getað fulllýst því, hvað því þætti vænt um mig. Þarflaust er að segja, að ég hefði á engan hátt lagt það keisaranum til lasts, ef hann hefði kvænzt strax aftur. En i fyrsta lagi þjáðist hann sjálf- sagt ekki síður en ég og í öðru lagi var hægara sagt en gert að finna honum hæfa konu. Það kom mér ekki á óvart þegar ég fregnaði í desember 1958, að hann hefði ákveðna evrópska prinsessu í huga. Ég þekki hana lítið eitt og hún er töfrandi stúlka. En eins og all- ar aðrar evrópskar prinsessur varð hún að spyrja sjálfa sig hvort hún mundi ekki tilneydd að sæta sömu örlögum og fyrri keisaraynjurnar tvær. Jafnvel þótt hún fæddi honum börn var enginn kominn til með að segja, að hún mundi ekki eiga tvær, þrjár eða jafnvel fjórar stúlkur áður en sonur fæddist. Það var ekki fyrr en síðla árs 1959 að keisarinn tilkynnti fyr- irhugaða giftingu sína og Farah Diba. Eins og allir þeir, sem óskuðu honum góðs gladdist ég vegna þess. Ég skildi einnig hvað það var honum mikils virði, þegar hún ól honum son- inn sem hann hafði beðið eftir í tuttugu ár. Svo að fórn mín varð ekki árangurslaus. Þegar ég lít um öxl finnst mér að ég hafi tekið hina einu réttu ákvörðun — ákvörðun sem einnig hefur víkkað sjóndeildarhring sjálfr- ar mín. IX. Aðdáendur mínir og ég. Mtr egar ég kom til Mun- chen frá Grikklandi síðastliðið sumar höfðu þrír njósnarar tekið sér bólfestu við húsið mitt og voru þeir á vegum vikublaðs eins í París. Frá morgni til kvölds þrömmuðu þeir fyrir ut- an hliðið og skrifuðu niður og tóku myndir af hverjum sem kom og fór. Þar sem ég var þá að vinna að bók þessari fór ég sjaldan út. Morgun einn kom umboðs- maður vátryggjendafélagsins, sem ég skipti við, að hitta mig að máli, og hefur þessi maður lengi annast málefni mín. Þeg- ar hann kom út þustu blaða- mennirnir að honum og spurðu hann: „Hvað voruð þér að gera hjá Soraya? Hvers vegna sjáum við prinsessuna svona sjaldan? Eruð þér nýjasti vinur henn- ar?“ „Ég er umboðsmaður vá- tryggjenda hennar,“ svaraði gesturinn. „Ha! Ha! Ha!“ öskruðu Frakkarnir. „Þessi var góður! Býsna frumlegur!“ Maðurinn steig upp í bifreið sína án þess að segja orð. En ekki gáfust snáparnir upp. Þeir veittu honum eftirför og næstu þrjá daga slepptu þeir honum ekki úr augsýn. Það var ekki fyrr en þeir komust að því, að hann var kvæntur mað- ur og átti tvö börn, að þeir létu hann í friði. Þessi skopleikur um raun- verulega og tilbúna vini mína hefur nú haldið stöðugt áfram í nær fimm ár. Meðan ég bjó hjá foreldrum mínum var ég einkum nefnd í sambandi við ýmsa þýzka tign- armenn og iðnaðarkónga, menn sem ég hafði hitt nokkrum sinnum í persneska sendiráðinu í Köln eða ég hafði hitt á ferðum mínum frá liðnum ár- um. í október stakk einn af þess- um ágætu mönnum upp á því að fylgja okkur til Baden- Baden og þar eð við höfðum engar aðrar ráðagerðir þágum við boð hans. Með okkur fóru foreldrar mínir og nokkrir aðr- ir menn og tókum við þátt í tveimur dansleikjum og eins og sjálfsagt var bauð hann mér upp í dans. Það nægði til að ákveðnir fréttamenn tilkynntu hástöfum um væntanlega gift- ingu. Auðvitað kynntist ég brátt fólki sem tilheyrði ekki kunn- injahóp foreldra minna. í hvert skipti sem ég heimsótti Evrópu meðan ég var keisaraynja hafði margt fólk verið kynnt fyrir mér og margir létu nú í ljós óskir um að hitta mig aftur. Jafnskjótt og blöðin tilkynntu komu mína til Munchen, Róm, Aþenu eða Madrid, fékk ég því boð úr öllum áttum. Oft þekkti ég ekki fólkið sem bauð mér. Kannski hafði það einhvern tíma kysst á hönd mína, og þar eð ég hafði hitt svo óskaplega marga, mundi ég ekki eftir þeim. Sumir þótt- ust einnig þekkja mig, þótt þeir hefðu aldrei verið kynntir fyrir mér. Ég gat sem betur fer leit- að til góðra vina um ráð, þeg- ar svo bar undir. flL yx'zt eftir skilnaðinn lang- aði mig sízt af öllu til að hitta margt fólk og kaus því að taka þátt í fámennum gleðskap. Ég afþakkaði því mörg heimboð. En á hinn bóginn eignaðist ég fjöldann allan af góðum og traustum vinum og kunningj- um. Stundum var kunningsskap- ur minn við meðlimi hins evr- ópska aðals rangtúlkaður. í Munchen átti ég að daðra við prins, sem var ekkert annað og meira en góður vinur, en í Portofino „trúlofuðu" þeir mig meðlimi spönsku konungsfjöl- skyldunnar. Þessi ungi maður og ég höfðum verið mynduð á dansleik í næturklúbb. Og þetta varð til að spekingar rit- uðu langlokur í blöð sín, að óhugsandi væru tengsl milli Bourbon og múhameðstrúar- konu. Enginn vafi leikur á, að slúð- ursögur þær sem blöðin blása upp um frægt fólk eru meiri og minni ýkjur. Margur „millj- óneri“ er í raun og veru að sál- ast úr áhyggjum út af peninga- málum og ýmsir af þeim sem kallaðir eru Don Juan sakir óteljandi ástarævintýra eyða flestum kvöldum einir síns liðs. Ég vil taka það fram, að það tók mig drjúgan tíma, áður en ég tók þá ákvörðun að afhenda opinberlega bók þessa og hér í níunda kafla að segja sannleik- ann um þann orðasveim, sem hefur verið um mig þessi síð- ustu ár. Ég er ekki beinlínis öldruð kona, sem dekrar við hjarta- sár frá liðnum árum; ég er enn ung, ég á lífið allt framundan og mig fýsir ekki að gera ná- kvæmlega grein fyrir öllum vinum mínum. En ég ætla samt í stórum dráttum að segja hvað gerðist og hvað var tilbúið. Síðla árs 1958 fór ég að líta í kringum mig eftir eigin heim- ili. Fram til þess tima hafði ég búið hjá foreldrum mínum og þau sýnt mér innilegt ástríki og skilning, sem og alla tíð, en auðvitað var ég ákveðin í að eiga mitt eigið heimili. Að mínum smekk þá var engin borg fegurri en Róm. Þegar ég var keisaraynja hafði ég dvalið þar nokkrar vikur á hverju ári og kynnzt fjölda fólks. Loftslagið féll mér vel í geð og þar eð ítalir hafa mjög áþekka skapgerð og Persar var ég sannfærð um, að ég mundi una vel hag mínum þar. Ég bað því Maria Grazia Ligoi'i, gamla skólavinkonu mína, að fylgjast með því, ef hún frétti af hæfi- legu húsi handa mér. Ég ósk- aði eftir að taka það á leigu í sex mánuði, áður en ég tæki endanlega ákvörðun. Á meðan fór ég með móður minni til St. Moi'itz. Þar kom- umst við fljótlega inn í hóp þar sem meðal annars var Jóhann- es prins von Thui'n og Taxis, prinsinn af Liechtenstein, prins Raimondo Orsini og meðlimir Guinnes fjölskyldunnar. Við iðkuðum iþróttir saman og hitt- umst nær því hvern eftirmið- dag til tedrykkju. Dag einn sagði Jóhannes prins frá hinum miklu hátíð'a- höldum í Múnchen, sem við þekktum öll af orðspori. Við ákváðum að hittast öll í Mún- chen í febrúar og taka þátt í gleðskapnum. Leyfið mér að taka fram hér og nú, að ég nýt af öllu hjarta að vera samvistum við góða vini. Mér finnst ekkert athuga- vert við það, meðan það er byggt á þeirri vitneskju að lifið er alvai'legt og áhugamálin eru ekki aðeins dans og fugl. Æska og gleði hi'ífur mig og því meir vegna þess að frá því ég var Framh. á bls. 37. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.