Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 10

Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 10
Ungi Davíð Lin stóð og lét sér leiðast úti í horni stóra danssalarins og virti fyrir sér fólkið sem steig dansinn. Tón- listin frá hornasveitinni barst handan frá þétt- riðnu bambusneti, sem óx í risastórum pottum. Hann var staddur í rík- mannlegum og sérkenni- legum salarkynnum, sem voru í eigu hr. Fang, sem var einn kunnasti bankajöfur í Shanghai. Á veggjunum hengu ný- tísku málverk og fornar pergamentsrúllur. Skvap- mikið tómt andlitið á hr. Fang dróst saman í brosviprur þegar hann lýsti því yfir að hann kysi ætíð það bezta úr gömlum tíma og nýjum — rúm væri nóg í húsi hans. í þessari andrá sat hr. Fang og virti fyrir sér veizlufólkið dansa og á hvora hlið honum sátu tvær ungar stúlkur, mjög snotrar. Önnur þeirra var dóttir hans, Phyllis, hin var nýjasta hjákona hans, ungt leikkvendi Þær voru jafnaldrar en mjög ólíkar. Davíð hafði þegar fyrr um kvöldið gengið úr skugga um að Phyllis væri fegursta stúlkan í salnum. Hann fékk ekki skilið hvernig feitur og ljótur hórkarl á borð við hr. Fang gat getið af sér dóttur svo tággranna. Óneitanlega var hún fín- gerð eins og bambusreyr, föl yfirlitum og hávaxin klædd grænum silkikjól. Hún hafði ekki borið lit í húðina, sem hafði á sér blæ fílabeins. Og hárið var frábrugðið því, sem gerðist á öðrum konum. Það var hvorki klippt né skorið né lagt. Það var sítt og slegið og dökkt og nú hafði hún dregið það saman í hnút á hnakkanum á mjög einfaldan hátt. Hún sat og virti fyrir sér gestina og um varir hennar lék ánægjubros, kyrrlátt og blítt. Hjákon- an var hins vegar öll á iði og teygði fagurskap- aðan kroppinn með fett- um og brettum á ýmsa lund. Andlitið var litborið og kringluleitt og Davíð lét sér nægja að horfa á hana sem snöggvast.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.