Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 12
„Ég.“ „En fyndið. Hefur þú reynt manninn hjá Loustic? Ein af vinkonum mínum beinlínis til- biður hann.“ „Morrie. Ég er búin að segja þér, að ég á ekki grænan eyri. Eins og Nell litla. Og nú hef ég atvinnu, manstu það ekki?“ „Ég trúði aldrei þessum sög- um um, að Dot hefði dáið alls- laus. Það er bara ekki líkt henni,“ sagði hann, og rétti mér köku úr marsipan og möndl- um. Ég drakk kampavínið og nartaði í kökuna. Herbergið, eem við sátum í, hafði breytt etórkostlega um svip frá því eem það var, á meðan ég dvaldist þarna með Ellie og Harold. Það hafði verið geð- fellt, furðulega ríkulegt her- bergi í villu, sem leit út fyrir að vera í eigu auðmanns. Ég mundi eftir því, að Ellie hafði eagt, að Morrie hefði „franska hóru“, sem greiddi fyrir þetta allt. Nú þegar maður leit á her- bergið, var auðvelt að sjá, að það var Morrie, sem borgaði, Og að þetta var villa Morries, því hún var nákvæmlega eins og hann sjálfur. Bækur, nýjar og gamlar, opn- ar og lokaðar voru alls staðar í etöflum. Ritvél, sem séð hafði fífil sinn fegri var miðpunktur borðs, sem við höfðum ein- göngu haft fyrir blóm. Haugar af handritum, leiðréttum próf- örkum og vélritunarpappír voru á víð og dreif um allt. í einu horninu stóð hjólaborð frá eldhúsinu hlaðið drykkjar- föngum. Yfir arninum hékk mynd eftir Picasso, sem ég hafði ekki séð áður. Hún var frá fyrstu árum listamannsins, 12 og af kornungri stúlku með sítt hár. „Aha. Þú ert búin að taka eftir henni," sagði Morrie og fylgdi eftir augnaráði mínu. „É flyt hana með mér hvert, sem ég fer. Ég dýrka hárið á henni ... Nú skalt þú segja mér allt um sjálfa þig frá því ég sá þig síðast. Ég tel ekki með, þegar við hittumst þarna um daginn. Þú varst svo uppveðruð af því að vera einn leikarinn í kvik- mynd um lækna. Segðu mér frá dauða Dot. Hvers vegna þurfti hún að deyja? Ég hélt, að Dot hefði verið vitibornari en að gera svoleiðis nokkuð. Meðal annarra orða, kjóllinn þinn er ekki sem verstur, ástin mín, og mér líkar vel, hvað hann er fleginn að framan, mjög lokkandi, en hann er orð- inn dálítið gamaldags, eins og þú veizt. Nú eru allir í Empire- stílnum aftur. Háir að framan. Beinir. Þröngir. Mjög æsandi.“ Mér fannst Morrie ágæt- ur. Dr. Whittaker hefði ekki geðjast að honum. En hverju skipti það svo lengi, sem Morrie líkaði vel við mig á móti. Ekk- ert fór í taugarnar á mér í sam- bandi við Morrie, ekki það, hve óþolinmóður hann varð, ef maður kom of seint, ekki hve hispurslaust hann setti út á út- lit manns, ekki sá siður hans, að slást upp á ókunnuga menn á börum úti, og ætlast til þess af manni, að fylgja honum fast eftir í því efni. Og ég vildi, að hann væri ánægður með mig, eins og ég vildi að dr. Whit- taker og Harold væru það lika. Mér gekk það ekki sem bezt í augnablikinu. Ég andaði djúpt og hvri„ð' svo að revna að p- Morrio um. að það, sem ég væri að gera, væri „gáfulegt“ en það var lýsingar- orðið, sem hann notaði, þegar hann lýsti blessun sinni á ein- hverju. Hann hlustaði þögull á sögu mína, en rauf aðeins þögnina með því að opna nýja kampa- vínsflösku, sem var vel þegið. Við vorum bæði búin að fá nóg að drekka til þess að vera í ljómandi góðu skapi. „Þú hefur ekki minnzt á Joe ennþá.“ „Hann vildi ekki kvænast mér, elskan, þegar hann komst að því, að ég átti enga pen- inga.“ „Varstu undrandi?" „Nei.“ „Hvers vegna i ósköpunum vildirðu þá giftast honum?“ „Hann hæfði mér.“ „Já, já,“ sagði hann stríðnis- lega, ,,ég veit, hvernig þið er- uð, þessar konur, sem eigið pen- inga. Þið veljið menn á sama hátt og þið veljið föt. Þú varst vön að eiga módel-menn, Mar- tine, sem gengu við veðrið, eins og það var í það og það skiptið. Þessi á sjóskíðunum. Geturðu hugsað þér hann innan dyra?“ „Þú segir þetta aðeins af því að þú ert sú tegund, sem vill vera innan dyra.“ „Jæja, við erum það nú ein- mitt á þessu augnabliki, ekki satt? Ég er bara að bíða eftir tækifæri til þess að stökkva." Á meðan á kvöldverðinum stóð, sem var reyktur silungur, kálfakjöt með ostsósu, og kald- ur sítrónubúðingur, sat Morrie handan við nokkur kerti, sem hann sagði, að ráðskonan hefði endilega viljað hafa á borðinu, og masaði. „Ég hugsa, að henni finnist ég líta betur út í demp- uðum Ijósum. Það er kjamm- inn á mér. Hann er orðinn svo breiður, svo breiður, eins og þú veizt.“ „Þú verður að hugsa um ald- ur þinn, þú bjáni.“ ,, Aðeins þegar ég sé þig svona ætilega fyrir framan mig,“ sagði hann, og stakk skeiðinni í búðinginn. Þegar hann svo fór að tala um fólkið, sem við þekktum sameiginlega, fannst mér það vera orðið að hálfgerðum draugum. Eins og dagblöð úr öðrum heimi. Ég spurði sjálfa mig, hvort það hefði nokkurn tíma verið til. Eina raunverulega manneskjan var Morrie sjálfur. „Tucks-hjónin eru komin hingað inn á höfnina,“ sagði hann með fullan munninn. „Það getur vel verið, að þau líti inn seinna í kvöld. Er það ekki í lagi?“ „Að sjálfsögðu." „Lygari. Ég held þú hafir snúið bakinu við fyrra lífi. Hvað er það, sem þú hefur fundið, og getur komið í stað- inn fyrir það?“ sagði hann fljótmæltur. „Látum okkur iíta aftur yfir þann hlutann, sem fjallar um peningana hennar Dot. Það vantar eitthvað, finnst þér það ekki? Hvað um hiuta- bréfin sem hún átti í matvöru- fyrirtækinu?11 „Það hefur enga þýðingu að spyrja mig um slíka hluti, Morrie. Þú veizt, að ég hef aldrei vitað neitt um kaup- sýslumál.11 „Mér finnst einhver snjall lögfræðingur ætti að bregða sér til New York fyrir þig til þess að sjá, hvernig þessu er öllu háttað,“ sagði Morrie. Það var augljóst, að hann langaði til þess að trúa því. að ég væri enn sama stúlkan, sem hann hafði þekkt, og hann hélt, að eins væri ástatt fyrir mér. Mig langaði ekki að segja hon- um, að á þessu augnabliki væri það einmitt það siðasta, sem ég gæti óskað mér. Við sátum saman við opinn giuggann og ilmurinn af sítr- ónum og öðrum jurtum barst inn. Morrie tók af borðinu, og neitaði að þiggja hjálp mina við það — honum geðjaðist ekki að konum með óhreina diska, sagði hann og kom aft- ur til þess að segja: „Tucks- hjónin ættu að vera komin eft- ir tíu mínútur. Hvað eigum við eftir að tala um?“ „Maður gæti haldið, að þú værir að stjórna einhveijum stjórnarfundi.“ „Ég hef alltaf litið á vini mína eins og hlutabréfhafa." „Þeir eru hlutaféð." „Alveg rétt. Snúum oi.kur FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.