Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Page 19

Fálkinn - 20.07.1964, Page 19
góðar við Sovétríkin og flogið bæði til Taskent og Moskvu. Liggur fljótlegasta og mest notaða og ódýrasta flugleiðin til Vestur-Evrópu um þær borg- ir. Þótt slangur sé orðið til af bílunum í Kabúl, þá hefur samt enn fjöldi manna þar atvinnu af því að bera byrðar á baki sér milli staða og draga klossaða hlaðna tvíhjóla vagna. Og alls staðar sést ásninn, það þarfa dýr. Meira að segja götusalarnir láta hann standa undir varningi sínum allan dag- inn. Enn gengur mikill hluti kvenna í Kabúl með slæður fyrir andliti, þótt þeim fjölgi stöðugt, sem ganga slæðulausar, í stuttum kjólum og í háhæluð- um skóm. Hinar huldu konur setja samt sem áður enn svip sinn á bæinn. Reyndar er ekki alls kostar rétt að segja, að þær gangi með slæður fyrir and- liti, því að þær eru í víðum serk, sem hvílir á hvirflinum og fellur niður á hæla. Þetta er ein samfelld flík með aðeins einni lítilli rifu við augna- stað, sem þó er saumað fyrir með neti sem er nægi- íega þéttriðið til þess, að aðeins sér óglöggt í augu konunnar. Þessi aldagamli pokalegi búningur afganskra kvenna er ýmist svartur eða daufblár að lit. Þótt ekki sé hann fagur hefur hann setið fastur, valdið einni borgarastyrjöld og orðið einum konungi að falli. Hét sá Amír Amanullah og var sá sami kon- ungur og losaði Afgani til fulls undan brezkum áhrifum og gerði landið árið 1919 að sjálfstæðu og óháðu ríki. Engu að síður leyfðist honum ekki að hrófla við búningi hinna afgönsku kvenna. Amír Amanullah var ekki ánægður með það eitt að tryggja landi sínu frelsi. Er fullveldi lands- ins hafði fengizt viðurkennt (þar urðu Sovétríkin fyrst til, hvað Afganir munu lengi muna), varð konungi fljótlega boðið í opinberar heimsóknir til Evrópuríkjanna. Hreifst hann mjög af háttum þeirra og öllu líferni þar og ákvað að breyta háttum Afgana til vestræns vegar. Meðal annars skyldu konur leggja niður slæður sínar. Þótti mönnum þá nóg komið um nýjungar og út brauzt borgara- styrjöld í landinu, sem lauk með þeim hætti, að konungur varð að segja af sér árið 1929. Lifir hann nú í útlegð í Róm. Mohammed Zahir Shah, konungur sá, sem nú er við völd í Afganistan, hefur engu að síður fylgt í fótspor Amír Amanullah um margt, en farið hægar að og hyggilegar. Lengst hefur hann þó hikað við að hrófla við slæðuburðinum. Aðeins um tveim mánuðum áður en ég var þarna á ferð áræddu yfirvöldin loks að stíga verulegt spor í þá átt að fá slæðurnar lagðar niður, en höfðu þá áður tryggt sér eftir föngum samþykki allra helztu áhrifaafla í landinu. Gaf forsætisráðherrann, Sardar Moham- med Daud, út fyrirmæli á þá lund hinn 24. ágúst síðastliðinn. Ekki var slæðuburðurinn þó bannaður strax, heldur stranglega mælt með sérstökum klæðnaði kvenna um tíma, þar til slæðan yrði endanlega lögð niður og konur ganga með óhulin andlit. Á þessu millitímabili skulu konur bera stóra höfuð- klúta, ganga í síðum kápum og — æski þær þess — með sólgleraugu. Þessar vikurnar jókst sólgler- augnasala mikið í Kabúl. Ef undanskilin er tregða Afgana til að lyfta slæð- unni af konum sínum, þá eru þeir mjög framfara- sinna og dá sérstaklega allar tæknilegar nýjung- ar. Fyrir fjórum eða fimm árum stóð að sögn ekkert verulegt stórhýsi í Kabúl. Auk lágkúrulegra og dimmra leiríbúðarhúsanna stóðu þar aðeins gamal- dags einnar og tveggja hæða steinbyggingar. Nú Framh. á bls. 28. Götusali í Kabúl. Á fatamarkaðnum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.