Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Page 24

Fálkinn - 20.07.1964, Page 24
v'"!' • ••../ ,y,f, vt ,y.,y, ......................................................................................................................... ' ........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... " iiQaiW^ifBWtfWiwwiwriftu Við brugðuan ukkur í ökuferð eitt síðdegi um daginn með umferðarlögreglunni til að leita að nokkrum þeirra óþekktu manna, sem daglega stuðla að slysum og örkumlum samborgara sinna, oftast nær óafvitandi að vísu. Við tókum myndir af farartækjum þess- ara manna og spjölluðum við lögreglumennina, sem dag eftir dag reyna að koma vitinu fyrir þessa menn. — Jæja, karlarnir, eruð þið komnir til að sitja af ykkur? sagði Sverrir Guðmundsson varðstjóri í umferðarlögreglunni og Ieit upp frá kaffibollanum, er okkur bar að garði í Skáta- heimilinu um daginn, í kaffitímanum. Við héldum nú ekki en spurðum á móti, hvers vegna liðið væri svona þreytulegt. Við þurftum raunar ekki að spyrja, því ástæðan fyrir því var hin sama og fyrir spurningu Sverris, því við höfðum eldað grátt silfur við liðið uppi við Norðurá tveimur dögum áður, er það voru þar til að vernda Filippus drottningarmann af Englandi fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum. Þá urðu þeir að hjóla á mótorhjólum sínum í slagveðursrigningu á undan hertogabílnum og forsetanum — Guð má vita til hvers — fyrst frá Reykjavík til Þingvalla, þaðan um Uxahryggi til Borgarfjarðar að Norðurá og Stóra-Kroppi. Og þótt við værum ekkert sérlega hrifnir af nærveru lögregluþjónanna við Norð- urá er það þó víst, að við öfunduðum þá ekki af hlutskipti þeirra. Og þótt við hefðum raunar verið búnir að ákveða, að líta einhvern daginn til umferðarlögreglunnar, er því ekki að neita, að slarkferðalag „vélaherdeildarinnar“ upp í Borgar- fjörð varð til að ýta undir þá löngun okkar. — Hröktust þið ekkert á þessu ferðalagi? — Nei, við erum svo vel varðir, sagði Snjólfur Pálmason,: — við blotnum ekkert, nema það renni niður um hálsmálið| hjálmarnir eru tæplega nógu góðir í rigningu, það rennur; niður af þeim. Svo fyllast hanskarnir af vatni, því það rennurf ofan í þá, og við verðum öðru hverju að hella úr þeim. — Ég var nú svo heppinn, að það var gat á einum þumlinum á hægrihandar hanskanum mínum sagði Skæringur Hauksson| svo það rann alltaf beint niður. — Ha! Maður veit nú hvað þessi brandari á að þýða, sagðí Sigurður Ágústsson, varðstjóri. — Já, já, þú færð nýjan hanska, vertu bara rólegur. -i Og þessir ógnvaldar illa innrættra ökumanna héldu áfram að spauga meðan þeir luku úr kaffibollunum. Svo þurfti Sigurð- ur að bregða sér andartak frá og skikkaði Magnús Einarsson lögregluþjón til að seðja forvitni okkar á meðan. 24 FALKINIM

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.