Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 28
Slæftan fellur Framhaid ai bls. 19. hefur þetta mikið breyzt. Ná- lægt konungshöllinni hafa risið upp myndarlegar ráðuneytis- byggingar og örfá stórhýsi hafa þegar verið byggð í verzlunar- hverfi miðbæjarins, fimm og sex hæða stílhrein og björt nýtizku stórhýsi. Þeim fjölgar hægt en stöðugt. Þýzk fyrirtæki byggja flestar stórbyggingarnar í Kabúl, en nokkur hundruð ýmis konar þýzkir sérfræðingar starfa þar nú og njóta mikilla vinsælda. Meiri en bæði Rússar og Bandaríkjamenn, sem eru þarna líka við ýmis konar upp- byggingarstarfsemi, sem þeir gefa og lána þó langtum hærri- hluta af en Þjóðverjar. En fyrir Afgönum eru Þjóðverjar jafn- miklir Aríar og þeir sjálfir. Það gerir muninn. Nú er vöxtur á flestum svið- um í Afganistan og Kabúl breytizt ört úr miðaldalegum múhameðskum kaupstað í nú- tímaborg. Þar snúast . . . Framhald af bls. 22 það hefur viljað brenna við að bílaleigur hafi átt litlum skiln- ingi að mæta hjá opinberum að- ilum í sambandi við lántökur og annað því um líkt. Það er ekkert leyndarmál að þær hafa verið sniðgengnar af lána- stofnunum. Því er borið við að bílar séu óæskileg fjárfesting. En því er til að svara að tveir þriðju hlutar af hverju bílverði rennur óskipt í ríkissjóð. Fjár- festing í erlendum gjaldeyri er því ekki nema einn þriðji af bílverðinu. Og ráðamönnum sést yfir þá staðreynd að bílaleigurnar afla gjaldeyris, sumar í ríkum mæli. Það er ekki óalgengt að ýmsir útlendingar setji það að skil- yrði fyrir að koma hingað til lands að þeim standi til boða bill frá bílaleigu. Þess eru dæmi að einn útlendingur hafi eytt áttatíu þúsund krónum á einu sumri í bílaleigu. Það er tvö- falt fob-verð bílsins. Og þótt hér sé um hámark að ræða þá eru það engar smávegis upp- hæðir sem útlendingar eyða hér í leigubíia þegar allt er reiknað saman. Okkur finnst því ekki nema réttlátt að opinberar lána- stofnanir sýni einhvern lit á því að styrkja þessa atvinnu- grein. Samtökin hafa tekið saman yfirlit um það hvað útlending- 28 ar verji miklu fé til leigu á bílum hér á landi og þar sést svart á hvítu að bílaleigurnar eru mun meiri gjaldeyrisklær en mörg fyrirtæki önnur sem njóta náðar og blessunar hjá því opinbera. Ekki gafst okkur frekari tóm til að spjalla við þá félaga, Guðbjart og Braga enda höfð- um við tafið þá nóg, síminn glumdi og sífelldur straumur manna út um dyrnar sannaði okkur að hér var líf í tuskun- um. Á verkstæðinu niðri ,á neðri hæðinni var unnið baki brotnu við að þrífa og bóna bílana sem nýkomnir voru úr leigu og gera þá klára fyrir næsta viðskiptavin. Þarna sner- ust öll hjól. Brú milli hjartna Framh af bls 11. — Viltu kyssa mig! góða nótt? — Jú, svaraði hún og lét var- irnar á sér strjúkast við kinn hans. Það var verra en ekki. Þau komust ekki nær hvort öðru, þess í stað fjarlægðust þau hvort annað óðum. Svo var það allt í einu dag- inn áður en hún átti að fara burt að þau uppgötvuðu hvort annað. Þau stigu dansinn í spilavítinu enn einu sinni, hún hjúfraði sig þétt upp að honum og allt í einu nam hún staðar, dró sig í hlé og horfði á hann stórum augum: — Fellur þér þetta í raun og veru? spurði hún. Hann varð dolfallinn. Rödd hennar var breytt, mýkri, dýpri. Hún tal- aði kínversku, þeirra eigin tungu. Því höfðu þau aldrei talað fyrr saman á kínversku? Að vísu töluðu þau sitt hvora mállýskuna, hún var upprunn- in að norðan og þau höfðu látið sem svo að enska væri nýtízku- legri, léttari í vöfum. En raun- in var önnur. Hann skildi hana fullkomlega þegar hún talaði kínversku. Hann horfði á hana fjálgur. Reykmettaður danssal- urinn hvarf honum sjónum í þoku. — Við skulum fara, sagði hún blátt áfram. Hún var ekki lengur söm. Hun sat svo keik og virðuleg í leiguvagninum að hann dirfð- ist ekki að snerta hönd hennar. Og þó fannst honum hún nær honum en nokkru sinni fyrr. Hann stanzaði á þröskuldinum hjá henni. En hún sagði: Framh. á bls. 31. falkinn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.