Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Side 30

Fálkinn - 20.07.1964, Side 30
LITLA SAGAIV EFTIM VVILLY BREIMHOLST Peter Moore ritstjóri brosti aðeins dálitlu fyrirlitningar- eða öllu heldur umburðarlynd- isbrosi að hinum unga manni, sem skálmaði um gólf í öngum sínum í biðstofu fæðingardeild- arinnar. Augsýnilega var þarna á ferðinni einn af þessum ungu vesalingum, sem áttu í vænd- um fyrsta barnið og þoldu allar heimsiná kvalir að ástæðulausu. Guð minn góður, það tók því þó varia að taka barnsburð svona nærri sér. Sko, hvað hann átti i miklum örðugleik- um með hnútinn á hálsbindinu, sko, hvað hann tottaði sígar- ettuna ráðleysislega. Hann var kófsveittur og hrökk í kút við minnsta hljóð. Nú hafði hann bráðum reykt tvo pakka. — Hægan, hægan, ungi vin- ur, leyfði Peter Moore sér að segja, fáið yður sæti og slakið á. Horfið bara á mig! Ungi maðurinn hnoðaði sígar- ettustubbnum ofan í troðfullan öskubakkann og kveikti í ann- arri með skjálfandi hendi. — Bíðið þér einnig? spurði hann, — ég á við ... er konan yðar einnig að ala barn? Moore ritstjóri kinkaði kolli og hélt áfram að lesa í viku- blaðinu sér til afþreyingar. — Hafið þér átt í þessu áður? hélt ungi maðurinn áfram, ég á við ... er það fyrsta barn yð- ar? Moore ritstjóri kinkaði kolli aftur. — Þetta er í þriðja sinn sem það kemur fyrir mig, hélt ungi maðurinn áfram, og losaði enn ÆGAIM, HÆGAN, . M00 meira um bindishnútinn, það er jafn hræðilegt í hvert sinn. í fyrsta sinn var það stúlka og í seinna skiptið drengur. Þessi hræðilega óvissa! Maður hefur ekki hugmynd um, hvort Georg litli eignast litinn bróður eða Brenda litla eignast litla systur. ... þessi óvissa tekur á taug- arnar. Ég ... Moore ritstjóri kveikti í pípu sinni í makindum, rólegur á svip. — Maður veit ekki hvort það verða tvíburar, hélt ungi mað- urinn áfram hásum rómi og fitlaði við sígarettupakkann og missti allt úr honum á gólfið. — Það kemur aðeins fyrir í einu tilfelli af 200 þúsund, sagði Moore sefandi. — Eða — eða þríburar. Við höfum illa efni á því, skiljið þér, en auðvitað viljum við ... — Það kemur ekki fyrir nema í einu tilfelli af 900 þús- und, sagði Moore hughreyst- andi. Setjist þér nú rólegur og kvíðið engu, hugsið um eitt- hvað annað. Ekki er ég skjálf- hentur. Ekki dreifi ég sígar- ettum um allt gólf af tómum taugaóstyrk. Nei, það geri ég ekki. Vitið þér hvers vegna? Af því ég geri mér ljóst að ég fæ hér engu um þokað. Mér stendur á sama um hvort það verður drengur eða stúlka. Barn er barn og barnsburðúr er barnsburður. — Já ... að vísu ... en ef þér skylduð nú eignast fjór* bura? Hvað þá? — Vitið þér hversu miklar líkur eru til þess að það verði fjórburar? Ein fæðing á móti fjórum milljónum. Ég hef sjálf- ur nýlega, ég er ritstjóri „Shef- field Times“, skiljið þér, ég hef sjálfur nýlega skrifað grein um ... Dyrnar að fæðngarstofunni opnuðust og hjúkrunarkona gekk inn með dúðað reifabaiJn í fanginu. Ungi maðurinn þorði tæpast að draga andann, hann stóð sem negldur við gólfið og góndi á hjúkrunarkonuna. u — Er þetta mitt? spurði Moore ritstjóri rólega. — Nei, þetta á hr. Pendow^r! Það varð drengur hr. Pendow- er! Til hamingju! Ungi maðurinn hrópaði upp yfir sig af hrifningu. — Bravó! öskraði hann og faðmaði hjúkrunarkonuna og barnið af alefli. — Snertið ekki við því! skip- aði hún. Setjist þér niður. Svo megið þér koma að líta á moð- urina og barnið eftir hálftíma. Hjúkrunarkonan hvarf á brott. — Strákur! veinaði hr. Pen- dower ofsakátur, einmitt það sem ég hafði óskað eftir. Nú -á ég tvo syni. Viljið þér reykja? Fáið yður vindil. Fáið yður sex vindla. Eigið þá alla. Nú skal halda hátíð. Br-av-ó! Moore ritstjóri hristi höfuð- ið í uppgjöf. Umburðarlyndis- bros lék um varir hans yfir þessu taumlausa hátterni unga mannsins. Svo opnuðust dyrnar að fæð- ingarstofunni og hjúkrunar- konan birtist. — Hr. Moore, viljið þér að- eins líta inn fyrir? Moore ritstjóri lagði viku- blaðið virðulega frá sér, hag- ræddi hálsknýtinu lítið eitt og gekk rólegum skrefum á eftir hjúkrunarkonunni. Tuttugu sekúndum seinna sviptust dyrnar upp á gátt, Moore ritstjóri þaut inn og þreif símann í biðstofunni, valdi

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.