Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 38

Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 38
VARIÐ YKKUR Á „ÞRENNINGUNNI" Konungurinn gerði mér boð að koma hingað,“ byrjaði Ottó. „Samt hefði ég ekki komið, nema...“ hann hikaði, af því að hann vissi ekki, hvort hann gæti treyst Rut svo vel að hann mætti minnast á krónprinsinn og áætlanir þeirra. „Nema...“ sagði Rut skipandi. „Nema vegna þess, að ég bjóst við að hitta föður minn hér,“ sagði Ottó fliótmæltur. „Hefur hann verið hér? Ég vona að ekkert hafi komið fyrir hann?“ Stúlkaa leit undan, miög vonsvikin. Hann hafði ekki komið vegna hennar. Hún stappaði niður fætinum og reif Upp dyrnar. „E£ þig langar til að hitta föður þinn skaltu fara út í Þrastaskóg.1 Og þetta er í síðasta skipti, sem ég hjálpa þér!“ Hún skellti hurðinni á hæla unga riddarans. Ottó starði steinhissa á lokaðar dyrnar, en yppti svo öxlum. „Ég virðist hafa hegðað mér rangt, enn einu sinni,“ tautaði hann. En í sama mund gerði hann sér grein fyrir því, sem Rut hafði sagt. „Þrastaskógi... hann mundi óljóst eftir nafn- inu... jú, það var fyrrum felustaður Fáfnis! Það þýddi að Hrafnabjargakappinn hefði íangelsað föður hans... eða enn verra! Hann flýtti sér til Ara og Danna til að segja þeim grun sinn. Skömmu síðar riðu þrír menn, klæddir einkennisbúningi konungsmanna, hljóðlega brott frá kastalanum. Danni hafði með lagni sinni dulbúið þá mjög vel. Er þeir félagarnir voru komnir nægilega langt frá kastalanum, knúðu þeir hestana sporum og stefndu til Þrastaskógar. Rut stappaði niður fætinum i klefa sinum, til að kalla á þernu sína. Er hún opnaði dyrnar stóð hún augliti til auglitis við Fáfni bróður sinn. Hann gekk inn og lokaði á eftir sér. „Ég þarf að ræða dálítið við þig,“ sagði hann fljótmæltur. „Ifm hvað?“ spurði Ruth og settist niður. „Um Ottó frá Arnarkast- ala,“ svaraði bróðir hennar og fylgdist vandlega með svip- brigðum hennar. „Geturðu ekki fundið eitthvað ánægjulegra umtalsefni?" hreytti hún út úr sér. Fáfnir hló ánægður. „Mér þykir það leitt! En við þurfum að koma Ottó í burtu, áður en * L hann fær tækifæri til þess að tala við konunginn. Þú verður að sjá um það!“ „Ég?“ sagði Rut undrandi. „Já, þú,“ svaraði Fáfnir. „Það verður mjög auðvelt. Þú þarft aðeins að segja honum, að faðir hans sé íangi minn í Þrastaskógi." fÁlkinn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.