Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 39
Leitaft aft lögbrjótum Framh. af bls. 37. þar með er draumurinn búinn. — Fer það í vöxt, að menn reyni að stinga af, ef þeir hafa valdið tjóni eða slysum? — Menn reyna það alltaf eitthvað. En úr því við minn- umst á það, er kannski rétt að yíkja aðeins að tilkynningar- skyldunni. Það segir skýrt í tögunum, að ef ökumaður verð- Úr valdur að tjóni eða slysi beri honum skilyrðislaust að gera lögreglunni viðvart. Og þar breytir engu um, þótt mótaðil- inn telji slíkt ekki nauðsynlegt. Éf ökumaður verður fyrir því oláni að aka á mann, en í Ijós kemur, að maðurinn telur sig ekkert slasaðan og telur ástaeðu- laust að kalla á lögregluna, ber ökumanninum samt að gera það og það getur margborgað sig fyrir hann. Það kemur nefni- lega oft í ljós að þótt menn haldi í fyrstunni að þeir hafi ekkert slasazt, koma meiðsli fram síðar, þegar „sjokkið" er liðið hjá og þegar dofinn, sem myndast fyrst við höggið, er farinn. Það er ekkert langt síðan, til dæmis, að foreldrar hringdu hingað og tilkynntu að ekið hefði verið á son þeirra og ökumaðurinn stungið af. Við fórum á vettvang og hittum verkamenn, sem voru að vinna skammt þar frá, er slysið varð. Þeir scgðu okkur frá málsat- vikum og við náðum í öku- manmnn. Hann reyndist vera atvinnubilstjóri. Hann hafði ek- ið rólega, þegar drengurinn kom og hljóp á, eða fyrir, bíl- inn. Drengurinn stóð strax upp og hljóp grátandi burtu, en var sýnilega ekkert meiddur. Maðurinn talaði við verka- mpnnina og ók síðan í burtu. Hgnn reyndi sem sagt alls ekki að „stinga af“ eins og það er kaliað, en honum láðist að til- kynna atburðinn til lögreglunn- ar| Hefði hann gert það, hefði hann sloppið við öll óþægindi. — En er ekki ástæðan fyrir þessu einmitt sú, að menn ótt- islj „óþægindi“ jafnvel þótt tkkert slys hafi caðið? 1— Það getur verið, en þá er það misskilningur. Er samtali okkar var hér komið, kom Sigurður aftur. Mágnús bjóst mótorhjólabún- ingi sínum og fór út í eftirlits- ferð, en við gengum út með Sigurði og Ásmundi Matthías- syni lögregluþjóni og stigum upp t græna „station“bifreið, R-9723 ng ókum í eftirlitsferð um borgina. Fyrst ókum við suður Snorra- brautina og inn á hið marg- umrædda Miklatorg, fyrsta hringaksturstorgið af mörgum, sem menn virðast alls ekki sammála um. — Hvað segirðu um hring- aksturstorgin? — Það er búið að þyrla upp margslags vitleysum um þau. Ég hef stjórnað umferðinni á Miklatorgi undanfarin ár, sagði Ásmundur, þegar hún hefur verið mest, í kringum hádegið. Og ég er hræddur um, að aðra hluta dagsins hefði býsna oft skapazt öngþveiti í umferðinni á gatnamótum Snorrabrautar, Miklubrautar og Hringbrautar, ef hringtorgsins hefði ekki notið við. Mér er nær að halda að þeir sem mest amast við torgunum, séu alls ekki of klár- ir á umferðinni þar. En þessi ár, sem ég hef stjórnað þar um- ferð í hádeginu, hefur aldrei orðið árekstur á sjálfu torginu á meðan ég hef verið þar. — Mörgum gengur illa að átta sig á því, að þeir sem eru í innri hringnum skuli eiga rétt- inn gagnvart þeim, sem eru á ytri hringnum, sagði Sigurður. — Þeir telja þetta andstætt varúðarreglunni til vinstri, en þeir skilja það ekki, að hring- torg er ekkert annað en bogin gata, sem skipt er í akreinar, og það má ekki skipta um akrein, ef það veldur truflun á um- ferð, sama hvort skipt er tii hægri eða vinstri. — Það gekk talsvert iila að venja menn á að aka ytri ak- reinina, sagði Ásmundur, en það er að lagast. Það er núna heimilt að aka eftir öllu torginu á ytri hringnum. Þegar ég byrj- aði, varð ég stundum að íara taisvert vestur á Hringbraut og reka menn þar á ytri akrein- ina, þeir vildu allir aka á þeirri innri, til að eiga réttinn og þurfa ekki að taka tiliit til um- ferðarinnar á hinni akreininni. En þetta er allt að breytast og nú eru menn farnir að nota ytri akreinina talsvert. Við ókum Miklubrautina sem leið lá inneftir og inn á Suður- landsbraut og inn á Langholts- veg. — Er Langholtsvegurinn ekki hálfgert vandræðabarn? — Jú, það má kannski segja, sagði Sigurður. Það 'ne,'ar verið rætt um að gera hann að sðal- braut, en við höfum lagzt gegn því, fyrr en betur væri frá honum gengið, settar gangstétt- ir og fleira gert. í þessum svifum ókum við fram á dráttarbíl með stórum aftanívagni, íullum af möl. Engin gaflfjöl var í bílnum og mölin gusaðist aftur af honum. Þegar hann kom á gatnamót Langholtsvegar og Eikjuvogs og beygði þar án þess að gefa stefnuljós, þótti þeim Sigurði og Ásmundi mælirinn fullur og settu sírenuna á. Ásmundur fór út og tók öku- manninn tali, en við lónuðum upp á Langholtsveginn aftur. Framhjá okkur ók grjótflutn- ingabíll, gulmálaður, í eigu Reyk j avíkurborgar. — Þessir borgarbílar eru orðnir fyrirmynd annarra í þvi efni, að þeir halda öllum öku- Ijósum svo vel við, sagði Sig- urður. Það er annars mikið vandamál, hve margir trassa það að halda stefnu- og hemla- ijósum hreinum, að ekki sé minnzt á númeraspjöldin. Af óhreinum ljósum getur stafað mikil slysahætta og það er ský- laus skylda að halda þeim hreinum, svo og númersspjaldi. Við ókum aftur niður Eikju- voginn til að ná í Ásmund. Ökumaðurinn á flutningabíln- um hafði sagt, að hann hefði verið með gaflfjöl, er hann lagði af stað. En stefnuljósin á aftaní- vagninum væru tengd við bíl- inn með kapli og hann þyrfti að taka úr sambandi, þegar sturtað væri og hann hlyti að hafa gleymt því að setja þau í samband síðast er hann losaði bílinn og /smundur gekk úr skugga um að ljósin voru í lagi, er þau 'nöfðu verið tengd. Við ókum Suðurlandsbraut- ina í átt til miðborgarinnar. — Hvað segið þið um há- mækshiaðann? Er hann ekki O' nn allt of lágur? — Hann er tvímælalaust orð- inn allt of lágur, víðast hvar, segir Sigurður, — og hann hlýt- ur að hækka. Göturnar verða að flytja miklu meira í fram- tíðinni, það sér hver maður. Maður verður líka að horfa upp á það á hverjum degi, ag þessi 35 kílómetra hámarkshraða- regla sé brotin, og það eykur ekki virðinguna fyrir lögunum, að enginn virðist taka þessa reglu orðið hátíðlega. Það þarf að hækka hámarkshraðann á beztu götunum, því eins og ég sagði: Það hlýtur að koma að því, að hann verður að hækka. Við vorum komnir á móts við Túnin, þegar Ásmundur fceygir til tnrgri. — Við ætlum að sýna yKkur héina dálítið dæmi um það, hve hiiðulausir menn eru um rétt hins gang- andi manns á götunum, bótt ekki séu þeir undir stýri. Það er nllt of algengt að gangst"Hii séu tepptar af einhverjum or- Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KOHKIUJAIM H.L. Skúlagötu 57. — Sími 23200. KLAIHII DAGIJR er víðlesnasta blað sem gefið er út utan Reykiavíkur. BLAÐÍÐ DAGUR Akureyri. \skriftasími 116 7. ^AGP'R sökum, svo hinn gangandi veg- farandi verði að fara út á brautina til að komast leiðar sinnar Og af því myndast svo auðvitað mikil slysahætta. Þessar hindranir eru margvís- legar. Við verzlunargöturnar stafa þær oft af því, að verið er að afferma bila, og stundum taka starfsmenn fyrirtækja vör- ur upp úr kössum úti á gang- stéttum. Og þessi hindrun, sem þið sjáið hér, er þvi miður ekk- ert einsdæmi. Lúseigandi var að láta steypa giiðingu kringum lóð sina. Til þess þuifti að grafa skurð. Að sjálisögðu bar manninum að láta moka upp úr pkurðinum fNN á lóðina, en í þess .sirjð lét hanr moka allri moldinni á gangstéttina, s',(' sem 'par

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.