Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 43

Fálkinn - 20.07.1964, Qupperneq 43
„Sofið nokkuð þá?“ „Ekki mikið, ungfrú Black.“ Hann settist niður í stólinn, og starði annars hugar á hendur sínar. Ég tók alltaf eftir hönd- um rnanna. Morrie var með feitar hendur, með breitt gull- band á litla fingri. Hendur Joe voru vel snyrtar, grannar og fínlegar. Þegar ég hugsaði um hendur Dot voru þær alltaf glitrandi af demöntum. Það hefði ekki veitt af að fara með pep-steini yfir hendur Ellie. En hendur dr. Whittakers voru þykkar og vöðvamiklar, og á handarbökunum var þykkt svart hár, neglurnar voru stuttar. „Hvernig leið sjúklingnum yðar?“ „Ég fór með hana á sjúkra- húsið. Hún er með æxli, en henni batnar. Ég fór í skól- ann, en ók síðan til St. Marie til þess að líta á gömlu konuna. í gær sagði hún mér, að hún ætlaði að arfleiða mig að skart- gripunum sínum. Guð veit, að ég vona, að hún geri það ekki. Hann andvarpaði, og enni hans var allt í hrukkum. Ég hló. „Arfleiða sjúkling- ar .. „Oh já. Það er ósköp óþægi- legt. Við reynum að losna við þetta eftir beztu getu. Ættingj- arnir verða líka alltaf vondir. Þeir vilja ekki, að sjúklingarn- ir láti okkur eftir hluti, sem þeir eiga sjálfir að fá, og það er mjög eðlilegt. Svo verða þeir aftur vondir, þegar við skilum þeim. Þetta er mjög erfitt.“ „Allar þessar dyggðir," sagði ég og andvarpaði. „Það er ó- mögulegt að kunna vel við sig í návist yðar. Nefnið mér einn brest. Bara einn.“ , Hann hellti í glösin okkar eins og alltaf áður. Brosti svo- lítið og rétti mér glasið mitt um leið. Það hafði kostað mikla fyrirhöfn að fá hann til þess að vera svona eðlilegan og rólegan í framgöngu. Hvað eftir annað hafði hann kippt að sér hend- inni, og hálfpartinn frosið og dregið sig í skel sína, áður en þetta hafði tekizt. „Ég er eigingjarn.“ „Ha, ha!“ „Jú, ég er það. Þér verðið að hætta við þessar rómantísku hugmyndir yðar um lækna. Mér geðjast að læknisfræðinni. Ég er læknir vegna þess að ég hef ánægju af því.“ „Þér höfðuð það ekki, þegar þér ætluðuð að verða listamað- ur.“ „Listamaður!“ endurtók hann. „Það er orðið langt síðan.“ „Hafið þér alls ekkert mál- að síðan þá.“ „Ég reyndi. En hæfileikinn var horfinn. Það var hægt að sjá það á því, hvernig málning- in kom á strigann, að ég var aðeins að reyna, en gat það ekki.“ „Ég geri geri nú alls ekki ráð fyrir, að þetta sé rétt,“ sagði ég hlýlega. „En þér munduð ekki trúa þeim, sem ekki eru á sömu skoðun og þér sjálfir. Það er annar ókosturinn við lækna. Það þýðir ekki að mót- mæla þeim.“ „Ungfrú Black hættir aldrei. Og gleymið ekki sérfræðingn- um, sem er hérna í heimsókn,“ sagði hann, og við fórum inn í borðstofuna. Pascale hafði eldað alveg sér- staklega góðan kvöldverð. Mat- reiðsla hennar varð til þess að ég fann til sektartilfinningar. Átti ég að þakka henni fyrir, á meðan hún var á þönum milli eldhússins og borðstofunnar með sneiðar af úttroðnu kálfa- kjöti eða alls kyns Miðjarðar- hafsfiska, sem smökkuðust dýrðlega? Allra minnsta viður- kenning af minni hálfu móðg- aði hann. f kvöld hafði henni tekizt betur upp en nokkru sinni fyrr, og við fengum kjúklinga soðna í víni og rósmarin, og sykur- köku, sem smakkaðist kunnug- lega. „Oh, ég gleymdi," sagði ég. Morrie hringdi — þér vitið, Morrie Lescher, blaðamaður- inn kunningi minn. Hann spurði, hvort við vildum ekki bæði koma og fá okkur glas á skemtisnekkju Tucks hjónanna í Cannes. Ég sagði, að þér gæt- uð ekki komið.“ „Ja ... ef ...“ „Verið nú ekki að leggja það á yður að ljúga trúlega. Yður geðjaðist ekki að þeim, og ég áfellist yður ekki fyrir það.“ „Það var ekki það, að mér félli ekki við þau. Þvert á móti, þau eru þægileg í viðmóti.“ „Nei, það eru þau ekki. Þau hugsa ekki um annað en pen- inga og þau hafa heldur engan áhuga á okkur. Og hvers vegna eru þau svo að bjóða okkur? Ef við færum fram á það við Gene- vieve, að hún lýsti fötunum, sem við vorum í þarna um kvöldið ...“ „Er hún vön að gera það?“ „Að sjálfsögðu gerir hún það. Það er það, sem hún hefur mesta ánægju af. Klæðnaði karlmanna jafnt sem kvenna. Þegar ég var með henni í gamla daga hló hún að öllu, sem ég klæddist eða sagði. Þeg- ar ég heilsaði, sprakk hún eins og flugeldur.“ „Það hlýtur að hafa verið skemmtilegt.“ „Það er alltaf skemmtilegt, þegar fólki líkar við mann, eða er ekki svo?“ „Það er nú eiginlega meira fyrir yður, ungfrú Black. Hvað sögðuð þér svo við vin yðar? Þér farið að sjálfsögðu.“ „Kannski ég ætti að fara. Annars myndu þau senda Ellie einhverja kjánalega sögu um, að ég fari aldrei neitt, og hún sendi síðan skeyti. Ellie hefur skipað sjálfa sig í stöðu móður minnar.“ „Ég hefði haldið, að yður geðjaðist að því,“ sagði hann dálítið óánægður. „Nei, mér fellur það ekki. Hún vill hafa mig fyrir fátæka ættingjann. Ég á samt ekki við að hún vilji, að ég sé í erfiðleik- um. En henni — og sér í lagi eiginmanni hennar — fellur vel sú hugsun, að hann geti losað mig úr þeim. Ég trúi þvi fyllilega, að Harold hafi ekki farið að líka við mig, fyrr en ég varð fátækur vesalingur.“ „Þetta stolt enn einu sinni „Ég sagði aldrei, að ég hefði ekki einhverja bresti eða galla.“ Hann hló og sagði, að ég mætti ekki hrósa sjálfri mér. Ég var nú knúin áfram af framkomu hans, og sagði: „Svo er enn ein ástæða til þess, að ég ætti kannski að fara á morgun.“ „Hvað er það?“ „Það er . . . að Morrie tók sér- staklega fram, að hann langaði til þess að sjá yður aftur. Fari ég ein án yðar, þá get ég ef til vill losað yður við hann. Ég er viss um, að yður langar ekki beinlínis til þess að hitta hann aftur.“ „Ég er hræddur um, að mér geðjist ekki sérlega vel að blaðamönnum. ‘ ‘ Allt í einu langaði mig að fá eitthvað meira frá dr. Whittak- er en þetta milda bros. Gat hann ekki verið hreinskilinn? „Ég held, að þið hafið hitzt einhvers staðar áðu.r, og þér viljið ekki, að hann muni, hvar það var.“ Löng þögn. Ljósið skein skært í herberg- inu, þar sem við sátum, og það var hægt að sjá munstrið á veggfóðrinu, alveg upp undir loft. Andlit dr. Whittakers breyttist ekki. En vöðvarnir á kjálkunum herptust saman, eins og hann hafði bitið á jaxl- inn. „Mér þykir fyrir þessu,“ sagði ég, „en ég held ég sé fædd svona forvitin. Þér hafið hitt hann áður, er það ekki?“ Ég beið. Framhald í næsta blaði — Spyrjið mig ekki um leið- ina út héðan, vinir mínir, ég hef leitað að henni síðustu 2500 árin! — Fyrirgefið þið, konur góð- ar, hafið þið nokkuð séð hann Sigga?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.