Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Side 25

Fálkinn - 22.09.1964, Side 25
4 k Að minnsta kosti er þar ekki um neitt lúxuslíf að ræða. Aðstoðarstúlka tehússins, hin þrettán ára Masayo, sem sjálf á að verða geisha þegar hún verður átján ára, tekur fram flíkurnar, sem gera hina ljósu fiðrildis- vængi Chiyoha. Munztraða kimonoinn. Vírofið skrautbeltið sem er meira en kíló að þyngd og fjögurra og hálfs meters langt, obin. Slaufupúðinn. Hadajuban, koshi- makin og önnur undirföt og öll beltin, sem hún spennir yfir um sig til þess að líkam- inn taki á sig hið rétta form — þar má hvergi vera misbrestur á. Og þessi bún- ingur hlýtur að koma geishunni til að finnast egypzku múmíurnar hljóti að hafa haft það gott í sínum þægilega búningi. Kirsuberjamunnur — Rósakinn Vifta suðar úti í horni, í útvarpinu hljómar My blue heaven, amerískar lífs- venjur þrengja sér meira að segja inn í háborg hefðanna, byggð geishanna. Niðri í anddyrinu geltir hvíti kjölturakkinn; Jochu-San, hin heiðvirðuga þjónustustúlka tehússins er að hleypa búningsmönnum hverfisins inn. í herbergi sínu situr mamma-san og horfir á sjónvarpið, um- kringd af kjölturökkum. — Mjög mikil hátíð í kvöld, tuttugu geishur, segir Chiyoha og dýfir penslinum í svartan farða. Með glæsilegri handsveiflu málar hún grannar bogalínur á postulíns- hvítar kinnarnar. Stríðsmálning og útbúnaður hverrar geishu ber lítinn persónulegan blæ. Litli kirsuberjamunnurinn, rósalitaðar kinnarn- ar og augnalokin eru liðir í hefðum, sem geishan á álíka gott með að breyta og presturinn að breyta út af altarissiðun- um fyrir prédikun. Segja má, að geishan sé raunverulega lifandi menningarsaga, ódrepandi tíma- skekkja. Andlitsliturinn er til dæmis frá þeirri tíð, er allar yfirstéttarkonur gengu um með hvítmáluð andlit. Og hin glæsi- lega uppsetning hárkollunnar — Shimada- greiðslan — hefur verið notuð óbreytt af geishunum í meira en hálfa aðra öld; fyrir- myndin finnst raunar 400 árum fyrir Krists burð. En undir yfirborðinu er hin hefðbundna tilvera geishanna tilneydd að laga sig eftir þeim breytingum sem í aðalatriðum verða í japönsku þjóðlífi. Og þróunin hefur nálg- azt stökkbreytingu eftir árásina á Hiro- shima. Menn hafa bókstaflega búið til nýft orð yfir fyrirbærið, aperegeru, eftir stríðið, sem er ,,japönskuséring“ á frönsku orðunum apré la guerre. Chiyoha er aperegeru. Hún var bara fimm ára, þegar stríðinu lauk og bernsku- umhverfi hennar og æskuminningar eru allt öðru vísi en eldri geishanna — geish- ur eru alls ekki eins ungar og margir halda. Meðalaldurinn er 47 ár, og það eru margar geishur, sem eru eftirsóttar, þótt þær séu orðnar sextugar! Fyrir stríðið var það venjan að nýliðarn- ir í geishustarfið kæmu úr hinum fátæku bændafjöiskyldum. Ráðningastjórar te- húsanna fóru um hungrandi byggðir í kjöl- far fellibylja og jarðskjálfta. Þar sáu þeir Framh. á bls. 37. Þegar Chiyoha og vinkona hennar voru á skemmtigöngunni í garðinum rák- ustu þær á dálítið bandarískt barn í fylgd mömmu sinnar. Þá hlupu græn- klæddu fiðrildin með krítarhvítu andlitin til og föðmuðu barnið og kysstu. Vélmennin urðu að manneskjum ...

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.